Syrpa - 01.03.1914, Side 53
TÝNDA GULLNÁMAN.
Saga frá landnámstíð Albertafylkis.
Eftir kaftein C. E. DENNY
Fyrir 35 árum síðan var vestur-
hluti Kanada — austan Klettafjall-
anna, því nœr óþektur, hinir einu
hvítu menn er þar voru um slóðir
— fyrir utan verzlunarmenn Hud-
sonsflóafélagsins, sem þá höfðu þó
engar stöðvar fyrir sunnan Norður-
Saskatchewan ána — voru farand
kaupmenn frá Mgntana, sem verzl-
uðu við Indíána, og þó mest megnis
með brennivín. Þessir verzlunar-
menn höfðust sjaldan lengi við á
sléttunum, heldur höfðu aðal-bæki-
stöðvar sínar í virkjum, sem þeir
höfðu bygt sér úr óunnum trjám,
við sumar af ám þeim, sem falla um
hérað það er nú kallast Alberta
fylki. Þeir bygðu þessi virki sín
eins nærri vetrarstöðvum Indíán-
anna, sem þeim var frekast auðið.
Eins og geta má nærri, rötuðu
kaupmennirnir í mörg æfintýri á
þessum kaupferðum sínum, milli
hinna ýmsu Indíánaflokka, og sum
þessi æfintýri voru svo svaðilfeng-
leg og skelfileg, að þau eru nær því
ótrúanle'g.
Um vorið 1874 kom Kanada-
stjórn á fót riddara-lögregluliði
norð-vesturlandsins, og sendi það
norðvestur í þessar óbygöir, aðal-
lega til þess að líta eftir virki einu,
er Ameríkanskir brennivínssalar
höfðu bygt þar, sem árnar St. Mary
og Kviðará (Belly River) mætast,
og kallað var ,,Whoop-up". Var
það meginstöð kaupmannanna, og
vörubirgðir sínar fengu þeir frá
Fort Banton, er stóð við Missouri-
ána.
Eg var einn í þessari lögreglu-
sveit, og var það aðal-ætlunarverk
okkar, að stemma stigu fyrir þess-
ari vínsölu til sléttu-Indíánanna ;
var þeim að henni hið mesta tjón.
Einnig áttum við að reyna að leiða
Indíánana inn á brautir menninga
og mannasiða. Lögreglusveitin
var fáliðuð, að eins 300 manns, en
lcnáir sveinar voru þar á meðal.
Örðug var ferðin vestur, því landið
var ókannað og vegleysur miklar,
og ekki náðum við Whoop-up fj'r
en seint í október 1874. Nálægt
Whoop-up reistum við virki, stóð
það á bökkum Öldungsár (Old
Man’s River), og var bygt úr tré-
drumbum með moldarþökum, nefnd-
um við virkið Fort Macleod, eftir
yfirmanni vorum. Byrjuðum við
þegar að handsama og retsa kaup-
mönnum þeim, sem höfðu vínbirgð-
ir, eða voru staðnir að því, að vera
að pranga því í Indíánana. Árang-
urinn af starfsemi þessarar fáliðuðu
sveitar, er nú kunnur uin heim all-
an, og sýnir sig nú bezt í hinum
blómlegu bæjum og sveitum, sem
eru víðs vegar um Alberta og Sa-
skatchewan.