Syrpa - 01.03.1914, Side 55

Syrpa - 01.03.1914, Side 55
TÝNDA GULLNÁMAN 181 synleg'ust voru. Héldu þeir félag- ar svo norður árla sumars, og á- kv&öu þeir aö lialda sér nærri fjöll- unum, þar til þeir hittu læk þann eða á, sem gullnáman átti að vera við, að sögn þess sem ferðinni réði og guliið hafði fundið. Þeir komust klaklaust norður. Hittu enga Indíána á leiðinni, sem um það leyti árs voru á vísunda- veiðum á sléttunum. Lækinn fundu þeir um miðjan júní, og byrjuðu strax að leita eftir gulli. Fundu þeir strax gull, þó í smáum stíl væri fyrst í stað. Það leið nærri mánuður þar til þeir hittu á stað, þar sem vel aflaðist, var það við lækjamót. Á þessum stöðvum héldu þeir sig þar til seint í ágúst, og náðu full- um $1,200 í gullmolutn, hver um sig. Sögumaður geymdi gull sitt í belti, er hann lengst af bar um mitt- ið, en er það varð full þungt, faldi hann það í klettaskoru nálægt ár- bakkanum, og huldi það með hellu- grjóti. Nótt eina, seint í ágúst, rétt þeg- ar þeir höfðu komið sér saman um að hverfa suður aftur hið fyrsta. áður kuldar kæmu, og koma aftur næsta sumar, skall ólánið yfir. Fé- lagarnir tveir höfðu gengið til hvíld- ar í tjaldinu, en Mexíkaninn svaf undir einum vagninum. Um miðja nótt vaknaði hann við skothríð í ná- munda við sig, og varð þess á sama tíma meðvitandi að hann var særð- ur í fleirum en einum stað. Hann vissi strax hvað um var að vera. Indíánar höfðu ráðist á þá, láu þeir undir baklcabarðinu fá fet í burtu, og voru rnargir saman. Kallaði hann til félaga sinna er í tjaldinu voru, en fekk ekkert svar, og réði hann af því, að þeir mundu ekki lengur vera í tölu hinna lifandi. En hljóðum hans var svarað úr annari átt. Indíánarnir létu aðra skot- hríðina dynja frá árbakkanum, og særðist hann að nýju. (Hann tjáði mér að hann hefði 9 kúlur í sér, og efaðist eg alls ekki um að hann segði satt, eftir að hann hafði sýnt mér hálfgróin örin víða um líkam- ann). Með hörkubrögðum tókst honum að skríða undan vagninum og inn í skógarrunnana, er þar voru rétt hjá; lá hann þar um hríð. Hann vissi að Indíánarnir voru eftir hest- unum, og þess vegna þorði hann ekki að reyna að ná neinum þeirra. Hann dróg sig áfram, særður eins og hann var, gegnum skógarrunn- ana og niður að ánni, þar sem hún breytti um rás. Þegar hann komst fyrir bugðuna, fór hann út í ána, og ýmist óð hann eða synti, þar til liann var kominn góða vegalengd í burtu frá stöðvum þeirra félaga. Hvað maður þessi varð að þola, mundi örðugt' að gera sér í hugar- lund, en með frámunalegri þraut- seigju, tókst honum að komast niö- ur eftir ánni og langan veg yfir sléttu, þar til hann náði bökkum St. Marys árinnar, að minsta kosti 100 rnílur vegar, þá fann Indíáni hann nær dauöa en lífi og rænulaus- an, hafði hann þá verið á ferðinni í 13 sólarhringa, með 9 skotsár og að eins nærst á berjum og jurtarótum. Indíáninn var hræddur að koma nærri honum, fanst hann hryllilegur útlits þannig á sig kominn, en hljóp til kaupmanna er höfðu stöð skamt þaðan í burtu, og sagði þeim frá fund sínum, þeir brugðu óðar við og sóttu hinn særða mann, og fluttu til tjalda sinna, og hjúkruðu honum

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.