Syrpa - 01.03.1914, Side 66

Syrpa - 01.03.1914, Side 66
192 SYRPA Sönglistin heillar hann hnndraS ára gamlan. Tómas Collins, heitir maðnr, sem býr búi sínu nálægt London f Ontario, og á hundraðasta aldursári sínu byrjar að læra söngfræði. Hann er að mörgu leyti tákn og undur fylkisins. Sjón hans er skýr, hugsunin skörp og að ytra útliti virðist hann ekki vera meira en sextugur. Hann leikur sór að'því að kiifra hjálparlaust efst upp í vindmylnur, eins og tvítugur piltur. Mest furðar þó nágranna hans á því, hve miklar mætur svo gamaU maður get- ur haft á sönglistinni. Lengi hefir hann verið mjög sönghneigður; liann hefir sterka bassarödd og getur enn.þrátt fyrir aldurinn, sungið sæmilega. En nú langar hann til að læra að þekkja nóturnar og gildi þeirra, áður en hann deyr. — Hann býr á 200 ekra jörö. íveruhúsið er úr tígulsteini; hann bygði það sjálfur fyrir 50 árum, og hafði engan sér til aðstoðar við verkið, nema 8 sonu sína, sem þá voru á æskuskeiði. Tígulsteininn, sem í húsið þurfti, bjó hann einnig til sjálfur, og svo er húsið rammlega gjört, að á því sér hvorki skekkju né sprungur. Langlífi og heilsuhreysti Mr. Collins er því að þakka, að hann er reglusamur og hefir lifaö óbrotnu sveitalífi alla sína æfi. Hann borðar morgunverð kl. 7, miðdags- verð kl. 12, kvöldverð kl. 6, og háttar aldrci seinna en kl. 0. Hvorki hefirhann snert áfengi né tóbak síðan fyrsta barn hans fæddist; síðan eru liðin nærfelt sjö- tíu ár. Mr. Collins agar stranglega heimilisfólk sitt og börn sín. Það er sagt að aldrei hafi börnin fengið að leika sér í návist hans, nema á jólakvöldið. Líkkistu sína hafði hann tilbúna fyrir tuttugu árum. Hann smíðaði hana sjálf- ur; hún er úr þykkum eikarborðum gylt á röðum. Geymir hann hana nú sem menja- grip í svefnhúsi sínu. 35 barna faSir. Klæðskeri nokkur, 53 ára gamall, er Ferdinand Eglinski heitir, og heima á í Ashbeck á Þýzkalandi, hefir vakið athygli um endilangt landið og víöar. Hann skarar hvorki fram úr öðrum að viti né fá- vísi, en hann er talinn að eiga fleiri börn en nokkur annar maður á Þýzkalandi. Blað nokkurt þar í landi flutti nýlega á- grip af æfisögu hans. Segir þar meöal annars, að hann hafi gifzt tveimur systr- um, hverri á eftir annari, og eignast með þeim báðum 35 börn. Tuttugu og sex þeirra eru enn á lífi, 19 drengir og 7 stúlk- ur. Síðast liðið ár voru sex synir hans í senn í þýzka hernum. Eglinski kvongaðist þegar hann var 20 ára að aldri. Fyrri kona hans dó 1907, og eftir lét honum 21 börn. Árið eflir gekk hann aö eiga systur fyrri konu sinn- ar, og hafa þaj eignast II börn á sex ár- um. Einu sinni hafa þau eignast þrfbura, og tvisvar tvíbura. Þegar sjötti sonur hans gekk í herþjónustuna í fyrra, boðaði keisarinn hann á fund sinn, og skipaði að halda honum vikuveizlu í Berlín á kostnað hans hátignar, keisarans. Að skilnaði gaf keisarinn honum 50 marka bankaseð- il, klappaði honurn á öxlina og mælti: „Haltu áfram liinu góða verki þínu, Egl- inski“. Hinn dyggi þjónn srierist á liæli, gaf merki á hermanna vísu og sagði: „Reiöubúinn, yöar hátign“. Búddatru í NorSurálfunni. Búddatrúin liefir drjúgum teygt út ang- ana í Norðurálfunni árið sem leið. Með- limir Búddafélagsins í Bretlandi og á ír- landi skifta hundruðuni, og undirdeildir hafa verið stofnaðar í Liverpool og Edin- burgli. Professor Rhys Davids, sem mik- ið hefir skrifað um austrænar bókmentir, er forseti þess. Skozkur maður, sem snú- ist hefir til Búddatrúar, heflr verið sendur til Englands. Er það fyrsti Búdda trú- boði, sem haft hefir þar fast aðsetur. Búddatrúar menn á Þýzkalandi haía einn- ig færst tlrjúgum í aukana. Þeir hafa tvö stór blöð. Er annað þeirra gefið út í Leipzig, hitt í Breslaw. Mest hefir þó verið unnið að útbreiðslu Búddatrúarinn- ar á Ungverjalandi. Þar hafa aðal-trú- bækur þeirra verið gefnar út fimm sinn- um. Þar hefir einnig veriö reynt að fá Búddatrúna opinberlega viðurkenda, svo að kenna mætti þau trúarbrögð í skólum þess lands. Enn sem komið er, hefir það þó ekki lekist.

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.