Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Qupperneq 5
TENGDADÓTTIRIN.
51
»Herra greifi. Nú á Michaelsmessu á að
endurnýja leigusamningana um þann hluta af
klausturakrinum, sem liggur hjá Dolsernheim.
Baróninn í Fliiggendorff vill fá hann leigðan
áfram. En okkur væri ómetanlcgt gagn að
klausturakrinum, þvf hann liggur svo vel við
og er svo vel ræktaður. Greifinn ætti nú að
taka hann sjálfur en ekki láta aðra nota hann
eingöngu.«
»En eg hefi þá enga peninga, herra
Lúthke.«
Bústjórinn þurkaði svitann af enninu með
silkivasaklútnum sínum, því næst sagði hann:
»Peir peningar koma aftur með tvöföldum
vöxtum, herra greifi. Retta er hveitiakur, sem
aldrei bregzt.*
»En eg hefi enga peninga,« sagði greifinn
óþolinmóður. Yður er sjálfum bezt kunnugt
um það.«
Lúthke þagði nokkra stund og sagði
síðan:
»Já, það er mér. En það hefði vel verið
hægt að komast af án nýja vagnsins og hest-
anna. Pað hefði vel mátt nota gömlu hestana
lengi enn, — og unga greifafrúin — —«
Meira fékk Lúthke ékki sagt, því greifinn
greip fram í fyrir honum og sagði:
»Eg ætla að biðja yður í eitt skifti fyrir
öll að blanda ekki ungu greifafrúnni inn í
þetta., — Og kiausturakurinn vil eg ekki hafa,
eg hefi önnur ráð með höndum.«
Lúthke hneigði sig viðvaningslega og fór,
út í dyrunum mætti hann Margrétu, og heils-
aði hún honum vingjarnlega, en jafnskjótt• og
hann var farinn og hafði lokað dyrunum á
eftir sér, hljóp hún tíl manns síns og sagði:
»F*ú ert ljóti eiginmaðurinn að láta mig
vera svona aleina allan morguninn. Þetta er
ljóta hrukkan, sem þú hefir þarna milli augna-
brúnanna,* sagði hún og leit á mann sinn.
»Nú skal eg nudda hana burtu. Svona. Nú er
hún farin. En þetta stafar alt af því. að þú
hefur ekkert skipulag á vinnutíma þínum. Pabbi
vann ávalt af kappi frá klukkan ellefu til klukk-
au sex. Ávalt endra nær var hann hjá okkur
krökkunum og mömmu og var þá enginn eins
kátur og hann.«
»Mér væri kært ef þú vildir gera stunda-
töflu handa mér,« sagði Gúnther í gamni, og
ætti hún að hljóða eitthvað á þessa leið: Frá
klukkan 9 til tl árdegis: Hjónasæla. Frá kluk-
an 12 á hádeigi til klukkan 4 síðdegis: Vinna.
Svo hvíld og að lokum einn koss, en aðeins
einn, því hóf skal á öllu hafa.«
Margrét roðnaði og fór út að glugga.
Gúnther gekk fram og aftur um gólfið eins
og vandi hans var til, er honum var skapþungt-
»Pú verður að fyrirgefa mér, kæra Margrét,«
sagði hann skömmu síðar og lagði handlegg-
inn utanum hana, »að eg er í slæmu skapi í
dag. Blessaður karlinn, hann Lúthke, hefir nú
síðustu vikurnar tosað mér miskunarlaust milli
fjóssins og svínagerðisins og milii hænsahúss-
ins og fjárréttarinnar og sýnt mér allan fénað-
inn. Hann hefur með mestu samvizkusemi
skýrt mér frá„ætt og aldri hverrar skepnu og
lýst kostum hennar og göllum. Nú hringsnýst
þetta altsaman fyrir mér, svo mig er farið að
dreyma um það á nóttunni.*
»En þykir þér ekki vænt um eignir þínar,
vinur minn, og hefur þú ekki ánægju af þeim?
Hér hefur faðir þinn sáð og gróðursett og
hér ert þú algerlega einvaldur og getur hald-
ið áfram starfi þínu, er honum entist ekki ald-
ur til þess.«
Hann stóð við gluggann og horfði hugs-
andi á trén í garðinum og fuglana sem flugu
syngjandi af einni grein áaðra. Eftir að hafahorft
á þetta um stund sagði hann:
»Eignarréttartilfinningin hjá mér er mjög
lítið þroskuð. Eg álít, að brauðið, sern við et-
um, verði ekki betra, þótt rúgurinn eða hveit-
ið, sem það er gert úr, hafi vaxið á akri, sem
er mín eign. Rósin sem þú hefur í hárinu, er
heldur ekkert fegurri í mínum augum, þótt
hún hafi vaxið í garðinum mínum. Mér finst
það vera hlægilegur hégómi að hafa meiri
mætur á því, sem maður hefir fengið að erfð-
um en því sem maður hefur aflað sér á ein-
7*