Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Page 12
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
58
í heimi þessum en ófarsælt hjónaband. Alt það
góða, sem eg átti til í mér, hefir visnað og
skrælnað og orðið að engu í þessari tíu ára
kvalafullu sambúð. - Og eg hataði hann frá
því við vorum í Hellerbrook hérna um árið.«
»Hvenær var það? Eg man ekki eftir því.«
Hún strauk hárið frá enninu og eldur brann
úr augum hennar.
»Við vórum þar nokkrar vikur þetta sumar.
Rér voruð þar einnig og voruð nálega ávalt
hjá okkur. Retta var sumarið, sem hann Kayser-
ling yfirdómari skaut sig. Maðurinn minn hafði
frétt það snemma morguns og kom strax inn
til mín, brosandi út undir eyru og spurði mig,
hvort eg hefði frétt, að hann Randau, sem hefði
haft svo mikið dálæti á mér, að hann hefði
ekki mátt af mér sjá, hefói skotið kúlu í gegn-
um höfuðið á sér í nótt. Er hann hafði sagt
mér þessi tíðindi, fór hann að drekka kaffið,
og það gladdi hann sjáanlega mikið, að vera
sjónarvottur að hrygð minni. Eftir það hataði
eg hann og hræddist eins og eiturnöðru.«
sRað var illa gert af honum,« sagði Gúnt-
her. »En hvernig gat yður dottið í hug, að eg
færi að stytta sjálfum mér aldur, þarna alveg
fyrir augunum á yður. — En hvað gengur að
yður?« sagði hann og gekk út að glugganum
til hennar. »Þér skjálfið eins og hrísla í stór-
viðri — og þér grátið. Rér megið ekki gráta,
kæra Edit, það ættuð þér að láta aðrar konur
einar um. Eg hefi aldrei fyr séð yður vera
svo skapþungt.«
Hann tók í hönd liennar innilega. Pví næst
tók hann með annari hendinni undir höku
hennar og lyfti upp höfðinu og horfði beint í
augu hennar, sem voru full af tárum.
»Nú eruð þár hættar að gráta,« sagði
hann glaðlega að lítilli stundu liðinni. »Nú
ætla eg einnig að hjálpa yður að laga á yður
hárið, því þótt þér hafið fagurt hár og mikið,
þá kann eg ekki við að sjá það falla niður
um yður eins og á hafmey.«
Pví næst tók hann hárið, gerði úr því
vöndul og vafði honum um hendina á sér.
Ylmurinn af hárinu streymdi að vitum hans
og gerði hann utan við sig, svo hárlokkarnir
flæktust um fingur honum svo hann gat ekki
losað þá.
»En hvað yður ferst þetta klaufalega,«
sagði hún hlæjandi og greip með báðum
höndum um hárið. Viljið þér gera svo vel og
fara burtu með hendur yðar úr hári mínu? Æ,
þér hárreitið mig!«
Gúnther hafði nú ioks tekist að losa fing-
ur sína og stóð nú og horfði á, hvernig hún
vafði hárinu í vöndul og gerði svo úr honum
knút, sem hún því næst festi ofan á höfðinu á
sér.
»Nú kannast eg við yður,« sagði hann bros-
andi. »En þér verðið að lofa mér því að
gráta aldrei í nærveru minni, þvi þá verð eg
utan við mig. Pér fallið mér svo vel í geð
sakir þess, að þér eruð ekki eins og aðrar
konur. Þér getið haldið tilfinningum yðar
leyndum, en öðru kvenfólki er það ómögulegt.
Nú veröið þér að lofa mér því að gráta aldrei
framar.«
Hún var nú aftur orðin hýr á svip og
sagði hlæjandi:
»Úr því yður er svona meinilla við tárin,
þá hljótið þér að hafa mikla leynslu fyrir
yður í þeim sökum. En nú Iofa eg yður og
staðfesti það heit mitt með handabandi, að
þetta skal vera f fyrsta og síðasta sinni, sem
þér sjáið mig gráta.«
Þau gengu saman út í garðinn til þess að
líta til veðurs. Pað var komið dálítið kul og
þokan var að hverfa.
Gúnther bað húskarl einn, er þar var,
að sækja hest sinn og því næst kvaddi hann
frúna.
»Komið þér til Hellerbrook ídag?«spurði
hún hann, er hann hafði kvatt hana og ætlaði
að ganga til hests síns. »Pað er söngskemt-
un þar í dag. Eg er að hugsa um að aka
þangað, að minsta kosti hittir maður þar ávalt
einhverja, sem maður þekkir.«
»Ef konan mín vill fara, þá kem eg,«
sagði Gúnther.
En þegar barónsekkjan spurði hann í háði,