Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 15
KYNJALYFIÐ.
Saga írá krossferðatímunum.
(Eftir Walter Scott.)
FYRSTI KAPÍTULI.
Dag einn var Sýrlands brennheita sól
komin hátt á ioft, þegar riddari nokkur, sem
bar merki rauða krossins, var á ferð um hina
sendnu eyðimörk, sem liggur út frá dauða haf-
inu — þessu einkennilega innilukta hafi. sem
tekur á móti ánni Jórdan, þótt það sjálft hafi
ekkert afrensli út í nokkur heimshaf.
Pessi hertygjaði pílagrímur hafði yfirgefið
fjarlægt heimkynni norður í löndum til þess að
ganga í krossfaraherinn f Kanaansiandi. Hann
hafði orðið að fara yfir ýmsar torfærur þenn-
an morgun, en var nú kominn út á flata sand-
sléttu, þar sem borgirnar Sódóma og Gómorra
höfðu staðið í fyrndinni.
Hugsunin um hin voðalegu náttúruumbrot,
sem höfðu breytt hinum fagra dal í eyðimörk,
höfðu svo mikil áhrif á riddarann, að hann
gleymdi bæði þreytu og þorsta.
Hann signdi sig, þegar hann fór að athuga
hinar dökku sandöldur, sem voru svo ólíkar
öllu því, sem hann hafði áður séð, og það fór
hrollur um hann við þá hugsun, að hinar glæsi-
legu borgir væru grafnar undir þessari sand-
auðn, og að, eldsumbrot jarðarinnar eða öfl
himinsins hefðu sökt þeim þarna í hið ömur-
lega sandhaf; þar sem enginn fiskur lifir og
engin skip ferðast um. Alt umhverfið var þar
vafalaust ennþá eins og á dögum Mósesar, ríkt
af brennisteini og salti, svo þar gat enginn
jarðargróður þrifizt. Landið máfti eins heita
dautt og hafið, sem lá þar í nánd. Alt útsýn-
ið var ægilegur, talandi vottur um sannindi frá-
sagnanna í Mósesbók um eyðing hinna gömlu
borga.
Sólin helti brennandi geislum sínum yfir
þessa dauðans eyðimörk, svo hitinn var nær
því óþolandi, enda var sem alt lifandi hefði
flúið frá þessari steikjandi sandauðn, nema þessi
pílagrímur, sem v?r þar einn á ferð. Hestur
hans óð hinn lausa sand með erfiðismunum og
þreytulega, svo riddaranum miðaði hægt áfram.
Klæðnaður riddarans og hertygi virtust ekki
vera velvalin til ferða í þessu landi. Hann var
í spangabrynjuserk með löngum ermum, bar
járnglófa á höndum en járnskó á fótum. Breið-
ur hringabrynjukragi hlífði hálsi hans og voru
skeyttar við hann stálþynnur, sem gengu út á
axlirnar. Til hlífðar hnjám og leggjum voru
hólkar úr stájþynnum, en á höfðinu bar hann
stálhjálm með áfastri andlitshlíf úr sama efni,
sem hægt var að láta falla fyrir andlitið, hve-
nær sem þurfa þótti. Við hlið hans hékk í
sliðrum langur tvíeggjaður brandur með gulli-
greiptum hjöltum. Við hina hlið hans hangdi
langur tygilhnifur. Aðalvopnið virtist þó vera
löng stöng með stáloddi, sem var fest við söð-
ulinn. Annan enda hennar bar allhátt og var á
honum lítill fáni.
Utan yfir þessum þungu hertygjum bar ridd-
arinn forna skikkju, mjög útsaumaða. Hún var
úr þunnu efni, en gerði þó það gagn að bægja
sólargeislunum frá að falla beint á hinar traustu
stálhlífar. Skikkjan var prýdd með skjaldmerki
riddarans, sem að vísu var farið að mást, en
þó mátti sjá, að það var sofandi Leópard. Par
undir stóð kjörorð hans: »Egsef- vekmigekki*.
Af skildi riddarans var skjaldarmerkið fyrir löngu
afmáð af höggum og kesjulögum.
Hestur pílagrímsins var einnig að nokkru