Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Qupperneq 16
62
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
leyti brynjaður, og við söðulbogann hékk or-
ustukylfan, nokkurskonar hamar úr stáli.
Krossfararnir frá Norður-Evrópu voru vanir
að bjóða hita og siðum Austurlanda birginn, og
ferðast í sínum þungu herklæðum á brynjuðum
stríðshestum, og vaninn kendi mönnum og hest-
um að þola þetta. En þó voru ýmsir, sem
ekki þoldu umbreytinguna og margir krossfarar
dóu, áður en þeir vöndust við að þola hinn
brennandi hita sólarinnar í Sýrlandi eða Kana-
anslandi; en á marga beit þó ekki hið heita
loftslag, og vöndust þeir því svo, að það grand-
aði þeim eigi fremur en þeim innfæddu. Einn af
þeim mönnum var hinn hertygjaði pílagrímur,
sem þarna var á ferð í eyðimörkinni.
Líkamsbygging hans var svo sterk, að hin
þungu hertygi mæddu hann ekki meira en þótt
þau hefðu verið úr Iéttasta líni, og heilsan var
óbilandi, hún þoldi öll umskifti hita og kulda
og erfiði og skort, þegar því var að skifta.
Sálin var og sterk og heilbrigð eins og lík-
aminn, dags daglega kyrlát og stilt, en við hinn
þunga undirstraum af afli og þoli brann þó
frægðarþrá og löngun eftir að reyna sig og
vinna riddaraleg hreystiverk og frama.
Jarðneskra fjársjóða hafði þessi riddari þó
ekki aflað sér þau tvö ár, sem hann hafði að-
stoðað krossferðahöfðingjana á Sýrlandi, en
hins vegar frægð og heiður og þann orðstír,
að hann væri göfugmenni. Peningabirgðir hans
voru nú á þrotum, enda hafði hann aldrei tek-
ið upp þann ljóta vana sumra krossfaranna, að
auðga sig á kostnað innlendra manna. Hann
var of samvizkusamur og göfuglyndur til þess
að neyða út fé af vesalings bændunum fyrir
að hlífa eignum þeirra, og hann hafði heldur
eigi lagt það í vana sinn að ná á sitt vald
ríkum mönnum, til þess að geta pínt út fyrir
þá lausnargjald.
Lítil sveit hraustra drengja hafði fylgt hon-
um úr föðurlandi hans til Asíu, en þeir drengir
týndu tölunni jafnhliða þvf, að þau efni hans
gengu til þurðar, að geta séð þeim farborða.
Nú var eigi nerna einn eftir af sveinum hans,
og hann lá sjúkur og því eigi fær um að fylgja
félaga sínum og herra. Eigi að siður var þessi
krossriddari hinn öruggasti. Hann treysti sér
og vopnum sínum. og góð samvizka var hans
bezti förunautur.
En þrátt fyrir afl og þor þessa Leópards-
riddara hafði þó þörfin fyrir næring og hvíld
sín áhrif á hann. Hann gladdist því ekki lítið
þegar hann um miðjan daginn koni auga á
nokkur pálmatré, sem hann vissi að stóðu við
ágæta uppsprettulind og var það víðfrægur
hvíldarstaður manna og dýra um þær slóðir.
Gæðingurinn, sem hann reið á, og vaðið
hafði sandinn með hinni mestu þolinmæði,
reisti nú höfuðið, .dró andann dýpra og greikk-
að sporið, eins og hann einnig vissi um lind-
ina góðu og hið gróðurríka haglendi í kring-
um hana, þar sem hvíldin, saðningin og svala-
drykkurinn biði hans.
En áður en riddarinn náði áfangastaðnum,
urðu þeir atburðir, er töfðu ferð hans um stund.
Við það að riddarinn var að virða fyrir
sér pálmaviðartrén, sem enn voru í allmikilli
fjarlægð, kom hann auga á eitthvað kvikt í
nánd við þau.
Brátt sá hann að þetta var ríðandi maður,
sem nálgaðist hann með miklum hraða, og
þegar hann kom nær, sá hann að þetta var
saracenskur riddari*), það þekti hann á vefjar-
hettinum (Turbaninum), riddarans langa spjóti
og flak’sandi yfirhöfn.
Austurlanda málsháttur segir: »í eyðimörk
mætir enginn vini.c Enda stóð kross-riddar-
anum það alveg á sama, hvort þessi heiðingi,
sem óðfluga nálgaðist hann á arabiskum gæð-
ingi, lcæmi méð friði eða ófriði; sem svörnum
krossins hermanni var honum eigi ógeðfelt að
eiga vopnaviöskifti við mann þennan.
Hann Iosaði því stöngina frá söðlinum og
bar hana lágt í hægri hendi, svo tók hann
fastara í taumana með þeirri vinstri til að að-
vara hestinn og beió svo eftir aðkomumanni
með stillingu og öruggu sjálfstrausti, sem var
*) Saracenar voru Arabar og fleiri Múha-
meðstrúarmenn kahaðir á tímum krossferð-
anna.