Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Side 18

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Side 18
64 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ina, »en hvaða tryggingu hefi eg fyrir því, að hér liggi engin óheilindi bakvið?« »Áhangendur spámannsins ganga aldrei á bak orða sinna,« svaraði emírinn. »Og ef eg ekki vissi, að svik sjaldan eiga samleið með hugrekki, hefði eg sannarlega meiri ástæðu til að spyrja þig um trygginguj hrausti riddari.« Krossriddarinn fann að traust Múhameðs- mannsins gerði tortryggni hans minkun. Hann lagði því hönd á sverð sitt og mælti: »Við krossinn á sverði mínu heiti eg þér því, að vera þér trúr, meðan við verðum samferða og eigum samleið.« Til Múhameðs spámanns guðs og til Allah guðs spámannsins vitna eg það, að í hjarta mínu búa engin svik til þín eða tilhneiging til þeirra. Látum okkur því hraða ferð til upp- sprettulindarinnar og njóta þar hvíldar. Eg hafði ekki svo mikið sem neytt þar svalandi drykkjar, er koma þín freistaði mín að reyna við þig.« Leópard-riddarinn félst á þessa tillögu og svo riðu þessir óvinir, sem nú voru orðnir sáttir, til lindarinnar góðu. ANNAR KAPÍTULI. Á styrjaldartímum eru flestir menn í órið- arlöndunum með æsta geðsmuni, einkum þó hermennirnir, sem finna til þess, hve alt er ó- tryggt í kringum þá, svo og líf þeirra sjálfra. í slíkum kringumstæðum þrá margir breyting á kringumstæðunum, þótt ekki væri nema um stundarsakir. Slík tilhneiging var mjög almenn á lénsmannatímunum, þegar hernaðurinn var almennt skoðaður sem eitt hið göfusta starf manna. Prátt fyrir það urðu þó flestir her- menn hjartanlega glaðir, þegar með bráða- birgðar friði varð hlé á manndrápum og blóðs- úthellingum. Og þá var vopnahlésins notið með friðsælum tilfinningum, og öllum fjand- samlegum hugsunum og athöfnum byggt út, til þess því betur að geta notið friðarsælunnar. Hermanninum fannst hann ekki þurfa látlaust að hata mótstöðumann sinn, enda þótt hann hefði barizt við hann fyrir skömmu, og gæti átt von á, að innan skamms mundu þeir aftur Ienda í blóðugum bardaga. Á þeiin tímum voru tækifærin svo mög til þess að gefa geð- ofsa og stórlyndi lausan tauminn, að rnargir urðu fegnir, þegar kringumstæðurnar leyfðu þeim um stund að njóta friðar og jafnvægis geðsmuna sinna, og vera lausir við gremjuna, heiftina og hefnarhuginn, sem svo oft réði yfir hugsunum þeirra í viðureigninni við ó- vinina, sem þeim fundust oft fótumtroða rétt- indi sín og heiður. Pannig var hugsunarháttur og andi ridd- aranna á riddaraöldinni, og hann hafði útbreiðst og haft áhrif jafnvel á áhangendur Múhameðs, sem þó voru etfðaféndur kristinna manna. Sa- racenarnir komu ekki lengur fram sem æstir og blindir trúarofstækis villumenn, sem áður fyr höfðu geisað fram úr eyðimörkum Arabiu með sverðið í annari hendi en Kóraninn í hinni til þess að leggja alt undir yfirráð spámanns- ins og hans áhangenda. í styrjöldunum við hinar kristnu þjóðir Vesturlanda urðu Saracen- arnir fyrir áhrifum þeirra, og sömdu sig að sumu leyti að siðum þeirra, einkum í ýmsu er laut að riddaralegum siðvenjum, se’m áttu vel við hina stoltu og herskáu Múhameðsmenn, sem aldir voru upp við vopnaburðaræfingar og hestatamningar. Og þeim til verðugs hróss má geta þess, að þeir ávalt héldu loforð sín og sett grið, og voru þeir í þeim efnum ein- att fremri kristnum mönnum. Heitorð þeirra um vopnahlé eða grið manna héldu þeir jafnt, hvort heldur þeir sömdu við einstaklinginn eða heilar hersveitir. Pað var því orðið við- urkent, að á heitorð þeirra mætti treysta. Og það var meðal annars eitt sem studdi að því, að þótt herferðirnar og styrjöldin væri eitt hið versta böl á jarðríki, veitti hann þó einatt tæki- færi til að sýna göfuglyndi, orðheldni, miskun- semi og jafnvel einlægan vinskap. Undir áhrifum mildari tilfinninga, sem svo oft mýkja hörmungar styrjaldanna, riðu nú ridd- ararnir, sem í fyrstu hafði lent saman í ófriði, hver við annars hlið, að lindinni undir pálma-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.