Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Page 19

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Page 19
KYNJALYFIÐ. 65 trjánum, sem kristni riddarinn hafði verið á leiðinni til, þegar Saraceninn koin þeysandi móti honum og tafði ferð hans með sinni hættulegu árás. Báðir voru um stund sokknir ofan í hugs- anir sínar, og nutu friðarins eigi síður en hest- ar þeirra. Hestur eniírsins virtist ekki hafa mæðst eins mikið í bardaganum og hestur Evrópumannsins, sem hafði svitnað mjög. Hann óð nú þreytulega og með erfiðismunum með riddarann gegnum hinn lausa eyðimerkursand. Riddarinn, sem bar umhyggju fyrir reiðskjóta sinum, steig af baki og lét hann ganga Iausan við hlið sér. »F*etta er fallega gert,« sagði Saraceninn og rauf þögnina. »Rinn góði hestur verð- skuldar nærgætni og umhyggju. En hvernig ferð þú að komast yfir eyðimörk á reiðskjóta, sem í hverju spori sekkur í sandinn upp í hófskegg?* »Rú talar eins og þú hefur vitið til,« svar- aði Evrópumaðurinn. »En þessi hestur er minn bezti þjónn, jafnt á ættjörðu ininni, sem hér i fjarlægu landi, og vita skaltu, að þessi gæðingur, heima í mínu föðurlandi, hefur létti- lega borið mig yfir stórt vatn, sem var eins stórt og dauða hafið hérna, og það án þess að nokkurt hár á fótum hans yrði vott.« Saraceninn horfði undrandi á samferða- mann sinn og það brá fyrir hæðnisbrosi á vör- um hans. Hann sagði þó með alvörusvip: ‘Rað er þó aldrei nema satt, sem sagt er, að þegar Evrópumaður opni munninn, þá fái menn skáldskap að heyra.* »F*ú skalt eigi rengja orð trúverðugs ridd- ara, vantrúaði vinur,« svaraði krossfarinn. »Og ef að eg væri eigi sannfærður um, að þú mælir af þekkingarskorti, þá mundi friðnum milli okkar vera lokið. Eg fer ekki með nein ó- sannindi, þegar eg læt þig vita, að eg með fimm hundruð riddara, alla brynjaða frá hvirfli til ílja, hefi riði svo mílum skifti yfir vatn, sem var eins hart og kristall, en þó ekki eins stökt eða brothætt.« »Eg skil þig ekki,« sagði Saraceninn. »Sjórinn hefur þá eiginlegleika, sem er afleið- ing þess, að Guð bannfærði hann, að ekkert sekkur til botns i honum, en flýtur eða rekur upp á strendur hans. En hvorki hið dauða haf, né nokkurt hinna sjö hafa, sem lykja um jörðina, þola þrýsting fóta hestsins á yfirborði sínu, fremur en Faraó og menn hans fengu gengið yfir rauða hafið.« »það er þér til afsökunar, að þú ekki skil- ur mig,« sagði kristni riddarinn; »en eg veit hvað eg segi, og skemti mér ekki við skrök- sögur. Hér í landi gerir hitinn jörðina því nær eins gljúpa og vatn, en í mínu föðurlandi breytir kuldinn vatninu vissa tíma ársins í efni, sem er hart eins og steinn. En nú vil eg ékki tala meira um þessa hluti, því þegar eg fer að hugsa um okkar tæru bláu vötn heima, finn eg til megnrar óþreyju hér í þessari heitu eyði- mörk, þar sem jafnvel loftið, sem við öndum að okkur, er eins og eimur frá brennandi ofni.« Emírinn virtist nú vera kominn að fastri niðurstöðu um hvaða hugmyndir hann ætti að gera sér um förunaut sinn. »F)ú ert víst einn af þeim, sem hefur létta lund, og getur sjálf- ur skemt þér og gert þér til gamans,« sagði hann, »líklega einn af þessum frakknesku ridd- urum, sem geta stytt sér stundir með því að masa aftur og fram um alla skapaða hluti, eg ætla samt ekki að laka þetta illa upp, eða álasa þér, þar sem þér mun vera eðlilegra að fara með tilhæfulitlar gortsögur en að tala óbland- aðan sannleik.« »Eg er hvorki frá landi frakknesku riddar- anna, né hef þann sið að gorta af framkvæmd- um, sem eigi hafa átt sérstað eða verðurkomið til leiðar. En eg hefi nú talað við þig um hluti, sem þú ekki skilur, hrausti Saraceni, og enda þótt eg hafi ekki sagt annað en óbland- aðan sannleika, má vera að þetta komi þér fyrir sjónir sem gort og skrum, og vil eg því ráða þér til að hugsa ekki meira um þessa frá- sögu mína.« Meðan á þessu samtali stóð, höfðu þeir náð til pálmatrjánna og Iindarinnar, sem 9

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.