Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Page 20

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Page 20
66 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. braust fram undir skugga þeirra með nægilegt vatn. Víða annarstaðar mundi lind þessi eigi hafa vakið neina sérstaka eftirtekt. En þar sem hún var sú einasta uppspretta, sem til var á margra mílna svæði, og sá einasti staður, þar sem jafnhliða nægu kælandi vatni var hlífð fyrir hinum brennandi sólarhita í skugga hinna þéttu pálmaviðar trjáa, var eigi að undra þótt staðurinn fengi orð fyrir að vera sönn Paradís. Manna og dýra vinur einn fyr á tímum, þegar friður ríkti í landinu, hafði girt í kring- um þennan áninga- og hvíldarstað og bygt hvelfingu yfir uppsprettuiindina, svo hún skyldi ekki fyllast og stöðvast af foksandi og hverfa undir sandlögin. Nokkrar marmarahellur höfðu verið lagðar í þró undir vatnsstrauminn, þar sem hann kom fram, og báru þær vitni um, að þessi staður hefði lengi verið kær hvíldar- staður, sem veglyndir menn hefðu eitthvað vilj- að hlynna að. Hvelfingin yfir lindinni var nú að visu allmjög brotin, en hún verndaði þó lindina enn fyrir foksandinum og að nokkru leyti fyrir sterkasta sólarhitanum. Áður en lindin hvarf í sandinn, hafði hún veitt pálma- viðartrjánum nærandi lífsþrótt með því að vökva kringum þau, og þar sem sandauðnin svalg hana í sig, var svo mikill raki, að gras gat gróið, svo umfarendur gátu beitt þar hest- um sínum. Á þessum friðsæla bletti námu riddararnir staðar, fóru af baki og tóku söðla og beizli af hestum sínum og Iétu þá fyrst drekka nægju sína úr marmaraþrónni og sleptu þeim svo á haglendið. Að því búnu fengu hermennirnir sér góðan teig af lindarvatni sem næst upp- sprettunni, settust svo hver hjá öðrum og tóku upp nesti sitt. Sá sem hefði virt fyrir sér menn þessa, þar sem þeir sátu þarna, hefði orðið að viðurkenna, að þeir voru harla ólíkir, þótt þeir hefðu það sameiginlegt að vera stoltir, og sjálfstraustið skini út úr þeim báðum. Evrópumaðurinn var kraftalega vaxinn, hafði dökkjarpt hár hrokkið og þétt efrivararskegg; veðurtekinn var hann og skolbrúnn í andliti. Hann var hár vexti, þrekinn og vel Iimaður, varla eldri en þrítugur, ef til vill yngri. Tal hans og framkoma bar vitni um hermannlegt áræði og einurð. Svo virtist, sém hann væri vanari við að gefa öðrum skipanir, en að hlýða annara boðum. Saraceninn var meira en meðalmaður á hæð, en þó fullum þremur þumlungum lægri en kristni riddarinn. Handleggir hans og fing- ur voru langir og mjóir, og allur var maður- inn grannvaxinn, og við fyrsta tillit hefði víst engum komið til hugar, að hann ætti yfir jafn- miklu afli og fimleik að ráða og hann fyrir skömmu hafði sýnt. Væru honum aftur gefn- ar nánar gætur, duldist það ekki, að vöðvar hans og taugar voru sterkar og stæltar og mundu þola mikla áreynslu og langvarandi erfiðleika. í andliti hans mátti sjá ýms einkenni austurlandabúa. Hann var mjög veðurtekinn, hafði dökt skegg, hrokkið og órakað en mæta- vel hirt. Andlitsdrættirnir voru reglulegir og svipurinn gáfulegur, augun svört og tindrandi, þegar hann talaði eða brosti sáust tennurnar mjallahvítar eins og fílabein. Hann leit út fyrir að vera maður á bezta aldri og mátti kallast fríður sýnum, þótt £nni hans væri fulllítið, og andlitið helzt til magurt eftir smekk Evrópu- manna. Pað var einföld og fátækleg máltíð, sem þessir riddarar neyttu, einkutn Saraceninn. Hnefafylli af döðlum og dálítil sneið af grófu byggbrauði var alt, sem hann lagði sér til munns, og með þessu drakk hann vatn úr lindinni. Pessi máltíð nægði þó til að seðja hann, og lindarvatnið var honum fullnægjandi sem svaladrykkur. Nokkuð kraftmeiri fæða var það, sem kristni riddarinn hafði sér til munns að leggja, þótt ekki væri réttafjöldan- um fyrir að fara. Purkað svínakjöt — viður- styggð allra rétttrúaðra Múhameðsmanna — var aðalrétturinn í máltíð hans, og úr leður- flösku sinni teigaði hann vínblöndu, sem hon- um þótti hressa sig betur en blávatnið, þótt gott væri við þorstanum. Hann mataðist með sýnu meiri nautn og ákafa en samferðamaður

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.