Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 25
KYNJALYFÍÐ. 71 sem þar búa, liggi í endalausum ófriði, getur þó land þetta, eins og þú hefur orðið var við, sent hingað lið til þess að vinna Jórsali undan hinum vantrúaða soldáni.« »Eg fæ ekki betur séð, kristni maður, en að sú fyrirætlun konungs þíns sé næsta bros- leg, að hugsa sér að leggja undir sig fjallaland með eyðisöndum á milli, með liðsafla, sem ekki er nema tíundi hluti þess fjölmennis, sem á móti stendur. Og á meðan lætur hann aðra stjórna eyju þeirri, sem hann er fæddur til að stjórna. Mér virðist að þú og aðrir góðir menn frá eylandi þínu hefðu ekki átt að leggja í Ieiðangur með Ríkarði konungi fyrri en þið voruð orðnir innbyrðis sáttir og sammála um stjórnarfyrirkomulag á eyjunni ykkar.« Kenneth riddari svaraði skjótt og með ákefð: »Nei, það vitna eg til skærasta Ijóss himinsins, að ef Englands konungur hefði átt að bíða eftir því, að verða Skotlands herra, þá mátti hálf- máninn mín vegna og hvers ærlegs Skota blakta á varnarmúrum Jórsala um aldur og æfi.« Hann þagnaði snögglega og blygðaðist sín Og tautaði: »Eg hef syndgað, eg hef syndgað; eg má ekki sem krossfari hugsa um misklíð milli kristinna rnanna.* Ilderim hlaut að taka eftir þessu tvíræða tali hans, en var svo nærgætinn að látast ekki hafa gefið því neinn gaum. f*egar riddararnir komu inn á milli fjalla- hnjúkanna, breyltist landslag og útsýni mjög. Tignarlegir fjallahnjúkar gnæfðu yfir, þar sem leið þeirra lá, og til beggja handa mátti líta djúpar gjár og gljúfragil. Emírinn skýrði samferða manni sínum frá því, að í þessum giljum og gjám leituðu villi- dýr oft hælis og sömuleiðis spellvirkjar og úti- legumenn, sem ófriðurinn í landinu og með- ferð hermanna á þeim hafði gert hálftrylta, svo þeir hlífðarlaust ræntu og dræpu menn. Skotski riddarinn varð ekkert skelkaður við þessar sögur um rán og dráp, því hann treysti sér og vopnum sínum, þótt á þá yrði ráðizt. Hins vegar vakti það hjá honum hátíðlegar og alvarlegar hugsanir, þegar hann mintist þess, að hann einmitt var staddur í þeirri sömu eyði- mörku, þar sem frelsari hans og herra hafði fast- að og hans verið freistað af djöflinum. Hann gaf því lítinn gaum að spellvirkjasögum förunaut- ar síns, enda fanst honum að hér hefði átt bet- ur við að verða samferða berfættum munk, en þessum vantrúaða hermanni, sem ekki skildi, að hér mundu freistarar og illir andar ríkja, Pví lengra, sem kom inn í fjallaþröngina, því skrafhreifnari varð Múhameðsmaðurinn, og þegar samferðamaðurinn svaraði honum engu fór hann að syngja með hvellri raust. Kenneth riddari skildi svo mikið í máli Austurlandabúa, að hann heyrði að förunautur hans fór með hrífandi ástakvæði og þess á milli jafnvel með drykkjuvísur. A þessu varð kristni riddarinn á endanum svo leiður, að hann mundi hafa kent samferðamanni sínum að kveða við ann- an tón, hefði hann eigi haft í heiðri griða- loforðið milli þeirra. Hann gat þó ekki á end- anum stilt sig um að vanda eigi við hann um alvöruleysi það, sem honum fanst maður- inn sýna, og mælti með mikilli alvöru: »Saraceni, jafnvel þó að þú sért biindur í trúarefnum og sokkinn ofan í fen villutrúar, ættir þú þó að hafa hugmynd um, að vissir staðir vekja meiri alvöru og helgi, og til eru þeir staðir, þar sem ríki þess vonda stendur einna fastast fótum. F*að væri árangurlaust fyr- ir mig að fara að koma með skýringar yfir, af hvaða ástæðum þessar skuggalegu fjallagjótur eru taldar að vera djöfulsins og ára hans ör- uggasti aðsetursstaður á jarðríki. En það vil eg segja þér, að helgir menn og vitringar hafa varað mig við þessum stað, og því vil eg óska að þú hættir gjálífisgaspri þínu og gamansöng og hugsir fremur um alvarlega hluti, og hve hættuleg makt myrkranna getur orðið oss jarð- neskum mönnum. Saraceninn hlustaði undrandi á þessa ræðu og svaraði henni svo góðlátlega: »Góði vin- ur Kenneth, mér virðist þú ekki jafntilhliðrun- arsamur við förunaut þinn og hann er við þig, eða mun skilningur ykkar Vestanmanna á al- mennri kurteisi vera fremur sljór. Eg lét það

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.