Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Side 28
74
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
að svo hefði getað farið, að hanri í bráðræði
hefði með henni molað höfuð söngvarans án
frekari skýringar, en þá kom það atvik fyrir»
sem frelsaði hann frá því bráðræðisverki,
sem ávalt hefði orðið blettur á hans riddara-
Iega mannorði. Pví í þeirri svipan sem Sara-
ceninn endaði söng sinn hljóp langi maðurinn,
sem var klæddur geitaskinnum, í veginn fyrir
hann, greip með báðum höndum um tauma
hestsins og hratt honum aftur á bak með afli
miklu. Hesturinn reis upp að framan og féll
aftur á bak, en riddarinn gat með snarræði
stokkið til hliðar, svo hann varð ekki undir
hestinum.
Áhlaupsmaðurinn slepti þá hestinum en greip
til riddarans, varpaði honum til jarðar og hélt
honum niðri þrátt fyrir það, að hér var auð-
sær aldursmunur og emírinn var mikill liðleika
maður.
Saraceninn hrópaði hálf hlæjandi: »Hamakó
fíflið þitt — sleptu mér! Pú ferð lengra en
þú hefur leyfi til. Sleptu mér, annars gríp eg
til rýtingsins.*
»Til rýtingsins! vantrúaði hundur!* hrópaði
maðurinn í geitaskinnskuflinum. »Haltu honum
ef þú getur,« og í einu vetfangi sneri hann
rýtinginn úr hendi emírsins og veifaði honum
yfir höfði sér.
»Hjálp! kristni maður! hjálp« hrópaði
emírinn, sem ekki var farið að lítast á blikuna.
»Hamakó ætlar að drepa mig.«
«Drepa þig?» svaraði fjallabúinn. «Að
vísu hefðir þú verðskuldað bráðan bana fyrir
að syngja þitt óguðlega kvæði, sem er ekki
einasta geðþekt falsspámanninum heldur líka
til heiðurs sjálfum Iýginnar höfundi.«
Kristni riddarinn hafði að þessu horft þeg-
jandi og undrandi á þessa viðureign og var
naumast búinn að átta sig á því, hvað um væri
að vera. Nú fann hann að skyldan bauð hon-
um að miðla málum og reyna að bjarga sam-
ferðamanni sínum úr þeim heljargreipum, er
hann var kominn í. Hann mælti því við hinn
sigrandi geitarskinnsgarp:
»Hver svo sem þú ert, hvort heldur er-
indisreki hins góða eða illa, læt eg þig vita,
að eg þessa stundina með eiði er bundinn við
að vera Saracenanum, sem þú hefur lagt að
velli, trúr förunaulur. Eg vil því biðja þig
að lofa honum að standa á fætur, ella verð eg
að ráðast á þig hans vegna.«
»Rað væri sannarlega árás, sem sómdi sér
fyrir krossriddara, að berjast fyrir heiðinn hund
við einn af trúarbræðrum sínum, eða ert þú
kominn hingað í óbygðirnar til þess að berj-
ast fyrir hálfmánann gegn krossinum. Rú ert
sannarlega fyrirlitlegur krossfari, sem með köldu
blóði hlustar á söngva þá, sem sungnir eru
andskotanum til lofs og dýrðar.«
Á meðan hann þusaði þetta, reis hann á
fætur og lofaði Saracenanum að standa upp,
fékk honum rýtinginn og mælti um leið:
»Rú sérð nú hvaða hættu dirfska þín get-
ur valdið þér, og hve létt þú verður yfirunn-
inn, jafnvel af vopnlausum manni, þegar það
er himinsins vilji. Varaðu þig því, Ilderim, því
það vil eg láta þig vita, að ef fæðingarstjarna
þín tindraði ekki með einkennilegu skini, sem
lofar þér himnafriði og herrans náð í fyllingu tím-
ans, þá mundi eg eigi hafa skilið við þig að þessu
sinni, fyr en eg hefði snúið þig úr hálsliðnum
og slitið sundur þann barka, er var að syngja
óguðlegar vísur.«
»Oóði Hamakó,« svaraði Saraceninn þykkju-
laust, »vara þú þig framvegis á því, að gera
þér of dælt við þá, sem af góðsemi sinni lofa
þér að leika lausum hala hér í Iandi. Enda þótt
eg sem sannur Múhamedsmaður virði þá, sem
himininn hefir tekið vitið frá, en veitt þeim
spádómsgáfuna í staðinn, þá þoli eg þó ekki
áð þú í öðru sinni takir í taumana hjá mér
og veltir mér og hinum góða hesti mínum, eða
leggir hendur á sjálfan mig. Þú mátt segja hvað
sem þú vilt, það særir mig ekki. En mundu
að öðru leyti eftir þessari viðvörun minni,
því ef þú í annað skifti sýnir þig í því að
ráðast á mig, þá hegg eg bara þinn loðna
haus af þínum horaða hálsi. Og þú vinur Ken-
neth,« bætti hann við um leið og hann steig
á bak, »þér vil eg segja það, að á ferð um ó-