Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Side 29
KYNJALYFIÐ.
75
bygðir geðjast mér betur að verklegri aðstoð
samferðamanns míns er á reynir, en fögrum
orðum hans. Af hinu síðarnefnda hef eg
íengið nægilegt hjá þér, en verkleg hjálp hefði
komið mér betur í viðureigninni við þennan
Hamakó, sem í sínu vitfirringsæði lá við að
ynni mér mein.«
»það veit trúa mín,« svaraði Kenneth ridd-
ari, »að eg kannast við það, að eg brá of
seint við til þess að veita þér lið. Eg skil
naumast í því sjálfur, en hin undarlega fram-
koma og háttalag þessa manns, kom svo flatt
upp á mig, að eg varð viðutan, og hafði ekki
sinnu á að skakka leikinn þegar í stað. Enda
kom mér þessi viðburður svo fyrir sjónir, sem
hinn óguðlegi söngur þinn hefði sært fram
fjandann sjálfan á meðal vor.«
íFú munt vera sneinn að átta þig á hlut-
unum, kristni riddari, og hefði þessi Hamakó
verið dálitið tryltari en hann þó var, þá hefði
förunautur þinn verið myrtur hér í óbyggð-
unum við hlið þína, án þess að þú hefðir
hræt legg né lið, þótt þú værið nær staddur
með alvæpni. Slíkt hefði orðið þér til ævar-
andi skammar.*
»Satt að segja, Saraceni, ef eg á að segja
sannleikann hreinskilnislega, þá hélt eg að þessi
mjög svo kynlega vera væri djöfullinn sjálfur,
og þar sem þú ert greinilega i ætt við hann,
gat eg ekki vitað hvaða skyldmenna leyndarmál
þið kynnuð að vera að tjá hvor öðrum meðan
þið, að mér virtist í ástúðlegum faðmlögum,
veltust þarna í sandinum.«
»Spott þitt er ekkert svar, vinur Kenneth,«
sagði emírinn, »því það ættir þú að vita, að
þótt þessi ofbeldismaður hefði verið myrkra-
höfðinginn sjálfur, var það eugu síður skylda
þín að hjálpa förunaut þinum. Enn fremur
vil eg eigi dylja þig þess, að sé nokkuð djöf-
ullegt við þennan Hamakó, snertir það meira
þína ætt en mína, þar sem hann er þessi und-
arlegi einsetumaður, sem þú kvaðst þurfa að
heimsækja.i
»Hann!« hrópaði Kenneth, og horfði fast
á þennan langa og magra mann. »Hann get-
ur ómögulega verið hinn æruverði Theódórik.*
»Spurðu hann sjálfan, ef þú trúir mér ekki,«
sagði llderim, og varla hafði hann slept orðinu,
þegar einsetumaðurinn staðfesti þetta sjálfur
með því að hrópa:
»Eg er Theódórik af Engaddi, krossins
vinur, en svipa á alla djöfladýrkendur, burt með
þá. — Niður með Múhameð, þann hund, og
alla hans áhangendur.«
Meðan hann í æsingu hrópaði þannig, tók
hann undan geitstökunni allgildan járnflein
sívalan og veifaði honum með sýnilegum fim-
leik yfir höfði sér.
»Parna sérðu þann helga mann,« sagði
Saraceninn og hló í fyrsta skifti þann dag.
Kenneth riddari hlustaði á hin frekjulegu orð
hans og horfði frá sér numinn af undrun á lát-
æði hans, en einsetumaðurinn veifaði járnkall-
inum í allar áttir rétt í kringum riddarana og
virtist það ekki varkárni hans að þakka heldur
tilviljun einni, að hann lenti aldrei í höfði þeirra.
Að síðustu gaf hann sýnishorn af afli sínu og
styrkleik járnkallsins með því að rústmölva með
honum stóran stein.
»Petta er bandvitlaus rnaður,* sagði Ken-
neth mjög áhyggjufullur.
»En samt sem áður helgur maður,« sagði
emírinn, og gaf með því til kynna, að hann
hefði þá skoðun, sem þá var almenn í Austur-
löndum, að vitskertir menn hafi af guði fengið
sérstakar andlegar gáfur. »Vita skaltu, kristni
maður, að þegar sjónin hverfur af öðru aug-
anu, skerpist hún á hinu, og þegar önnur hönd
mannsins er höggvin af eykst afl hinnar. Eins
er það, þegar skilningur manns og dómgreind
um almenna hluti sljófgast og ruglast, þá skerp-
ist skilningur og hin innri sjón á ýmsum him-
neskum og dulrænum efnum.«
Hér varð llderim að hætta, því fjallabúinn
tók nú að kalla í ofsalegum syngjandi róm:
»Eg er Theódórik af Engaddi —eyðimerkurinnar
bál og brandur — svipa allra vantrúaðra! Ljónið
og Leópardinn skulu verða mér samferða, og
leita að skjóli í holu minni, og eigi inun kiðið
óttast klær þeirra. Eg er hið skínandi blys og
lýsandi Ieiðarstjarna — Herrann miskuni mér!«
(Framh.) 1Q.