Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Blaðsíða 30
76
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
í VANDA STADDUR.
Saga eftir Pex.
Pegar við skreppum út að kvöldtíma svona
við og við, til að heimsækja vini vora, segjum
við ætíð við konuna okkar: Eg kem heim í
síðasta lagi kl. 10. En ef við eigum enga
konu, segjum við það bara við sjálfa okkur. En
sannleikurinn er að klukkan er þetta 2, 3 eða
jafnvel 4, þegar maður rekur nefið inn úr dyra-
gættinni. ‘
Petta er nú reyndar ekki vel hugsað. Kon-
an hlýtur að tapa áliti á manninum, að minsta
kosti hvað orðheldnina snertir.
Eigi maður aftur á móti enga konuna, þá
verður síðari villan argari hinni fyrri, því þá
fer það alveg með sjálfstraustið — og það hlýt-
ur að vera það allra versta, sem komið getur
fyrir.
Reyndar er altaf hægt að finna afsakanir og
segja að enginn hafi haft hugmynd um hvað
orðið væri framorðið, þegar lagt var af stað
heimleiðis. En konan er ófáanleg til að trúa
því, þó maður krossbölvi sér upp á það, að
það sé satt. Því miður eru konurnar þannig
gerðar.
Pað var einn morgun fyrir nokkrum árum
að eg varð þess var, er eg vaknaði, að klukk-
an var farin eð ganga 10. En til allrar ham-
ingju var eg þá ekki kvæntur. Pegar eg var
búinn að átta mig, mundi eg eftir því, að
eg hafði verið í heimboði kvöldið áður hjá
ókvæntum manni, auðvitað fastráðinn í því að
vera komin heim aftur klukkan 10, því reglu-
bundinn svefn er hverjum manni nauðsynlegur.
En það hlýtur að hafa verið orðið framorðið,
þegar eg kom heim, því annars hefði eg ekki
sofið svona lengi. Pegar svona stóð á var eg
ætíð vanur að lofa því með sjálfum mér, að
þetta skyldi verða í síðasta sinn, sem eg fylgdi
ekki áætlun. Og lét eg þá hnúana dansa vægð-
arlaust á gagnaugunum á mér og þaut framúr
rúminu. Hafði eg sömu aðferð við mig í
þetta skifti. Um leið gaut eg aðeins hornauga
til morgunkaffisins, sem var- orðið ískalt. það
hafði verið komið með það án þess að leiða
athygli mitt frá hinum ljúfa draumaheimi. Petta
morgunkaffi var annars frá þeim sem mig
dreymdi um, þó það væri framúrskarandi dauft
og með þessum óútreiknanlega keim. í þetta
sinn hafði eg ekki annað en lítilsháttar axlaypt-
ing aflögu handa guðadrykknum.
Herbergið, sem eg bjó í, og sem ekkju-
frú nokkur leigði mér, var í Pestervoldgötu.
Allir andbýlingar mínir voru aðeins eyðileg
vígisbrekka og feiknastór mylnusteinn, sem lá
í brekkunni. Að vísu voru stundum menn á
ferli þar uppi í vígisgarðinum, en á morgnana
sást þar aldrei nokkur hræða. Til frekari trygg-
ingar dró eg samt niður gluggatjaldið — eg
hafði ekki ráð á nema einum glugga — því
um nóttina hafði eg ekki haft sinnu á því.
Jafnskjótt og eg var búinn að draga tjaldið
fyrir gluggann, var drepið hægt á dyrnar.
Mikill fjandi nú kemur annaðhvort vinnu-
konan eða ekkjufrúin.
Pær ætla sjálfsagt að fara að gæía að hvort
eg sé kominn út, og ætla þá að taka til í her-
berginu.
Mér datt í hug að þjóta aftur ofanundir,
en sá jafnskjótt að eg gat ekki náð til rúmsins
áður en komumaðurinn kæmi inn. Pað stóð
fataskápur fast hjá mér og var hurð hans
í hálfa gátt. Sem örskot þaut eg inn í skáp-
inn og dró hurðina svo fast að sem eg gat.
í sama bili kom vinnukonan inn í herberg-
ið með sóp í hendi; eg gat virt hana mjög
vel fyrir mér í gegnum rifurnar á skápnum.
Jeg leit illu auga til sópins, því hann sýndi
það, að stúlkunni var full alvara með að fram-
kvæma verk sitt.
Bara hún hefði skeinst út aftur, svo eg
hefði getað yfirgefið þetta bráðabirgðahæli