Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Qupperneq 32
78
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Eg lét nú tárin eiga sig en krækti í dauð-
ans ósköpum öllum nöglunum í hurðina
en hún lét undan. Guð hjálpi mér! — —
Parna náði eg þó loksins tökum á henni.
En hvað hjartað hægði á sér að slá.
Allur Iíkami minn var eins og festur upp
á þráð — ekki af kulda, heldur af sneipu.
Pað batnaði þá, þegar frúin leit í áttina til
skápsins. Hún hlaut að hafa heyrt marrið í
hurðinni.
Ef þær skyldu nú finna mig!
»Hvaða hljóð var þetta?« sagði frúin og
leit til stúlkunnar.
»Hljóð?« át stúlkan eftir og lagði við
hlustirnar eins og hún ætti von á að það
heyrðist aftur. Hún hafði ekki heyrt neitt.
»Pað var eins og það kæmi frá fataskápn-
um,« tautaði frúin,
»Æ! það hefir bara verið kötturinn úti á
ganginum,* ansaði stúlkan og þótti auðsjáan-
lega leiðinlegt að geta ekki samsint það sem
frúin sagði.
í sama bili rak frúin augun í skjalahrúgu,
sem eg átti á borðinu og fór þegar að grúska
í henni. Hljóðið, sem hún hafði heyrt, var
auðsjáanlega ekki lengur í huga hennar.
Fjandinn hafi úr henni rifrildið! Parna voru
lánsmiðar mínir, óvönduð skuldheimtubréf og
bréf viðvíkjandi mínum síðasta ástafundi, sem
haldinn var í kvöldrökkri út á víðavangi.
En frúnni hefur víst dottið í hug, að það
væri víst engin fyrirmynd, að hnýsast í leyni-
skjöl annara, þegar vinnukonan hennar var nær-
stödd, því eg sá, að hún Iagði þau frá sér.
Stúlkan var rétt að byrja að sópa gólfið,
þegar frúin sagði henni að fara út og taka til
í svefnherberginu. »Eg skal sjálf taka hérna til,«
sagði hún um leið og hún tók við sópnum;
en stúlkan fór út og rendi ámátlegu hornauga
til skúffanna, sem hún hafði því miður ekki
haft tíma til að raða bréfunum niður í eins vel
og hún hefði viljað.
En hurðin var ekki fyr komin aftur en frú-
in senti sópnum og fór aftur að blaða í skjöl-
unum.
Eg stóð inni í skápnum og var alveg að
verða frávita af gremju og þreytu og leiðind-
um.
Mér datt í hug að halla mér aftur á bak,
en rak þá hnakkann í fatasnagana og var nærri
búinn að stengja mig.
Eg fór að hugsa um rannsóknarréttinn til
forna á Spáni. Þar var notaður járnskápur en
mikíu minni en þessi og að fnnanverðu þak-
inn járngöddum — mig minnir hann héti
»Járnjómfrúin«. Inni í skápnum voru svo
hinir óbætanlegu syndarar lokaðir og urðu að
þola þar kvalafullan dauða á þann hátt, að
gaddarnir gegnstungu alla líkami þeirra,
Var eg mikið betur staddur í þessum
verustað? Var eg ekki kvalinn bæði á líkama
og sál ? Átti eg að arga? Pað var orðið of
seint; eg hefði átt að gera það undireins.
Frúin gat vel staðið þarna hálfan daginn,
hún átti ekki svo annríkt.
Pað var alt eins.
Frúin las með gaumgæfni öll skjölin. Og
mér sýndist ekki betur en hún byrja aftur og
aftur á hrúgunni. Hún hefur víst ætlað að
kynna sér efni blaðanna til hlítar.
Og þarna hímdi eg á nærklæðunum inni
í skápnum í versta skapi marga stundarfjórð-
unga.
Ó, hamingjunni sé lof! þarna er hún að
leggja frá sér blöðin.
Frúin gekk frá skjölunum í röð og reglu
og tók nú sópinn.
En þá sá eg, að hún rak augun í vínflösku
sem stóð í einu horninu.
Eg hafði aldrei sjálfur verið gefinn fyrir
vín, en það er alténd gaman að eiga sopa, til
að gefa gestum sínum, og þessvegna átti eg
ætíð eina eða tvær portvínsflöskur í herberg-
inu.
Frúin skotraði augunum í áttina til dyranna
slepti aftur sópnum og læddist hljóðlega að
flöskunni.
Að vörmu spori stóð flaskan á hvolfi í
munni. frúarinnar.
Pegar hún hafði fengið sér góðan teig, tók