Nýjar kvöldvökur - 01.03.1917, Side 34
80
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Óþarfur ótti.
(Eftir C. Holdt herlækni. )
Regar keniur norður fyrir borgina Bord-
eaux og inní dalinn, sem járnbrautin liðast eftir
eins og silfurþráður, er fagurt um að litast
og flestir verða hrifnir af náttúrufegurðinni,
þar sem vínviðarhæðirnar blasa við milli yndis-
legra skógarbelta. En uppi við hlíðarnar brosa
við skrautlegar sumarhallir hér og þar, umgirtar
svipfríðum lystigörðum.
Hinir ríku kaupmenn borgarinnar eiga þess-
ar hallir, mennirnir, sem grætt hafa miljónir á
vínverzlun niður við höfnina sunnan við fljótið.
Hinn göfugi og gestrisni danski yfirkonsúll,
Kirsteiner, bjó þarna norðan við borgina, og
hann bauð mér heim til sín í hvert skifli sem
eg hafði nokkra hvíld við störf mín bak við
orustuvöllinn. Rað var í aprílmánuði 1915, að
eg í öðru sinni fékk tækifæri til þess að dvelja
á hinu yndislega heimili hans nokkra daga.
í einni sumarhöllinni í nágrenni víð kon-
súlinn bjó fjölskyldan Camberton, og það var
þar sem atburðir þeir gerðust, sem eg ætla nú
að segja frá. • Ress skal eg þegar gefa, að nöfn-
unum hef eg breytt á mönnum þeim, sem hér
er sagt frá. Eg vil og þegar biðja lesendur
mína að minnast þess.að hermálaráðherra Frakka
og öll frakkneska stjórnin flutti til Bordeaux,
þegar Parísarborg var í hættu stödd fyrir her
Pjóðverja. En um nýársleytið fluttu allir ráð-
herrarnir aftur til Parísar, því þá var hættan
utn garð gengin og herlið Pjóðverja stöðvað,
en hermálaráðherrann varð þó eftir aðallega
sakir þess, að þar var léttara að bera sig sam-
an við stjórn flotans, þar sem nokkur hluti
flotans lá þar.
Nú kemur maður til sögunnar úr foringja-
Sveit frakkneska hersins, Hinrik de Montagne
að nafni. Hann hafði fyrir nokkrum árum ver-
ið kapteinn í hersveit Frakka í Asíu. Paðan
hafði hann komið fyrir 5 árum, þótti eigi heils-
unnar vegna fær um að vera þar lengur að
sinni, og tók hann þá embætti sem aðstoðar-
maður í hermálaráðaneytinu. Par sýndi hann
brátt svo mikinn dugnað og skarpskygni, að
hann eigi einasta hlaut majórs nafnbót, heldur
fanst hermálaráðherranum hann ómissandi fyrir
sig, þegar stríðið skall yfir. Einu ári eftir heim-
komu sína giftist Montagne yngisfrú nokkurri,
Olivette Orlande að nafni. Hún var nokkrum
árum yngri en hann. Hjónaband þeirra hafði
verið mjög ástúðlegt og hamingjusamt, einkum
eftir að maddaman hafði eignast Ijómandi fag-
urt sveinbarn. En svo skall yfir ófriðurinn
mikli, og honum fylgdi áhyggjur og sorgir á
mörgum sviðum.
Frakkneski herinn megnaði ekki í fyrstu að
veita viðnám hinni aflmiklu heröldu Pjóðverja,
og varð að hörfa undan suður eftir svo langt,
að Parísarborg, hjarta Frakklands, var í voða,
svo stjórnin og þá fyrst og fremst hermálaráð-
herrann flutti til Bordeaux í byrjun september
mánaðar. Pá var það, að maddama Olivette
í fyrsta skifti komst í kynni við þá sorg, sem
giftum konum er beiskust, óttann um að önn-
ur kona mundi taka frá henni manninn hennar,
sem hún elskaði meira en sitt eigið líf. Hún
fann til óttans og skelfingarinnar við þann grun,
að hún að líkindum mundi bíða ósigur í bar-
áttunni um hann við þessa fögru og gáfuðu
konu, sem hún var sannfærð um að mundi
gera sitt ýtrasta til að þess að ræna honum frá
sér. Þessi óttalega kona var sagt að væri frá
Ameríku, og var nefnd Evelyn Seldom. Hún
virtist vera mesta atgerfiskona. Þrátt fyrir þá
miklu óbeit, sem maddama Olivette hafði á
henni, varð hún þó að kannast við, að þessi
kona, með hljómfagra röddu, skarpa dómgreind,