Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Qupperneq 9

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Qupperneq 9
GUÐINN, SEM DEYR 151 Þannig hugsa eg stundum nú orðið — •svona hugsum við, þegar við erum orðn- ir gamlir karlarnir og höfum altaf verið að bíða og bíða... o-já, í þúsund ár höfum við gömlu karlarnir — já allir — kynslóð eftir kynslóð, vonað, vænt og biðið eftir ■ vorinu. Og á morgun erum við aftur á okkar venjulegu vetrarleiðum — á leið til þeirra, sem bíða okkar heima. Hann þagnaði snögglega eins og grip- inn af ekka, bylti sér á hliðina og dró .hattinn niður fyrir augun. Eggert var sofnaður og hraut hátt. Þorlákur var hálfpartinn gegn vilja ■ sínum orðinn mjög alvarlegur og hugs- andi. Það hafði verið margt það í ræðu Guðmanns gamla, sem hann var mótfall- inn og langaði til að mótmæla — gefa sig í stælu við karlinn, en hann kom sér ekki að því að grípa fram í fyrir honum. Með- fram vegna þess, að hann var öldungis - hissa. Guðmann var vanur að vera allra manna þöglastur og var alment álitinn mjög dulur í skapi. Honum datt nú í hug, að hann frá barn- æsku hafði heyrt Guðmanni eignaðar margar af lausavísum þeim, er menn höfðu yfir og kváðu heima í sveitinni. Stundum var hann meira að segja nefnd- ur Guðmann Skáldi! Ennfremur datt honum í hug, að Guð- mann hefði aldrei verið það sem menn nefndu »lánsmaður« — hann hafði alla æfi verið fátæklingur, ómagamaður, ávalt féþurfi, og að það var þessvegna, að hann oft hafði tekist á hendur að fara í hinar orfiðustu sendiferðir fyrir sveitunga sína, þess vegna var hann einnig með í þessari ferð. — Nei, lífskjör »skáldsins« höfðu sízt verið glæsileg. ósjálfrátt fór Þorlák- ur að hafa yfir gamla bögu í huganum: »Oft eru skáldin auðnusljó af því fara sögur, gaman er að geta þó gert ferskeyttar bögur«: Hvað var nú orðið af börnunum hans Guðmanns gamla? Jú, nú mundi hann eftir, að drengirnir hans fjórir voru allir farnir til Ameríku, hver eftir annan, þeg- ar þeir voru uppkomnir, sá fimti og yngsti druknaði í fyrra á skútu, sem fórst fyrir sunnan —• og svo átti hann eina dóttur, hún var víst tæpast uppkomin ennþá. Konuna hafði hann mist fyrir nokkrum árum. Guðmann gamli lifði víst að mestu leyti í fullkominni einveru, þeg- ar hann var heima. Og það var sjálfsagt einveran, sem gaf honum allar þessar hugsanir. Hann var auðvitað einrænn og sérvitur karlinn, og hann þagði að öllum jafnaði, nema þetta einstöku sinnum, þegar honum hlýnaði ofboðlítið um hjartaræturnar yfir flöskunni. Þorlákur fann til einhverrar óskiljan- legrar hlýju til gamla mannsins við hlið sér. Og þó þekti hann mjög lítið til hans. Auðvitað mundi hann eftir honum, síðan í barnæsku. En aldursmunur var mikill og nákominn kunnungsskapur hafði al- drei verið á milli þeirra. En nú fékk hann ákafa löngun til að ræða meira við hann, fá hann til að halda áfram með hina und- arlegu, hálfóskiljanlegu ræðu, eða heyra hann tala um sjálfan sig og hagi sína —. Guðmann var skáld, eða að minsta kosti — hann hafði verið það —. — Guðmann! kallaði hann í hálfum hljóðum. Sá gamli sneri sér við en gengdi ekki. — Guðmann, eg veit að þú er vakandi. Viltu ekki segja mér eitt Guðmann — er það satt, sem eg hefi heyrt fólk segja, að þú sért alveg hættur að yrkja vísur? — ó-já, satt er nú það, svaraði Guð- mann í hálfum hljóðum, það er alveg rétt hermt Þorlákur minn. — Hvers vegna hættir þú Guðmana minn ?

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.