Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Qupperneq 10
152
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
— Eg veit það ekki. — Guð svifti mig
gáfunni — e<?a ef til vill kól hún burtu
eins og annar gróður í ísárunum og á
meðan eg beið vorsins —. Eg hefi sagt,
að það ávalt er eitthvað, sem er að deyja
í okkur — það deyr í okkur öllum.
Vorið hans Guðmanns gamla er löngu
liðið. Þegar karlinn fær svolítinn sopa
hlýnar honum og sólargeislarnir skína
rétt sem snöggvast á sálina. En það er
ekkert annað en endurminningar. Guð er
góður. Bráðum mun hann gefa mér ann-
að vor, og þá fæ eg skáldskapargáfuna
aftur. Honum til lofs og dýrðar — eg
hefði átt að nota hana til þess, á meðan
eg hafði hana — líkt eins og Hallgrímur
sálugi Pétursson gerði —.
Þorlákur hafði ekki búist við, að Guð-
mann gamli mundi snúa samtalinu í þessa
átt. Það kom svo óvænt, að honum fat-
aðist. Hann fór einhvernveginn hjá sér
og spurði einskis framar.
Þeir lágu þegjandi hlið við hlið, þar til
morgnaði.
---------Um morguninn kom bóndinn,
sem átti hlöðuna inn til þeirra og bað þá
ganga í bæinn og fá sér einhverja hress-
ingu, áður en þeir legðu upp aftur. —
Nokkrum klukkustundum seinna voru
þeir félagar komnir norður á heiði. Veður
var hið fegursta, logn og glaðasólskin.
Snjórinn viknaði meira og meira í sól-
bráðinni og færðin versnaði að sama
skapi eftir því sem á daginn leið. Þeir
urðu að ganga mest alla leiðina og láta;
reiðhestana troða braut fyrir áburðar-
klárana. Þeim sóttist því seint leiðin.
Þegar þeir voru komnir norður á há-
heiði þar sem sæluhúskofinn stendur, áðu
þeir, tóku ofan af hestunum og gáfu þeim
svolitla tuggu. Sjálfir fóru þeir inn í kof-
ann til þess að fá sér bita.
Áður en þeir fóru inn, stóð Guðmann'
lengi og skygndist til veðurs. Hlákuskýin
voru óðum að draga á loft í suðurátt.
Hann mælti:
— Nú, piltar, kemur hann — sunnan-
þeyrinn — í hælana á okkur. Og hann
rekur bölvaðan hafísinn alveg norður í
hafsauga. — Svo kemur blessað sumarið
með nýtt líf... Og þá gleymum við... Við
erum fljótir að gleyma íslendingar — það
er blessun fyrir okkur og bölvun, hvor-
tveggja í einu. — 0, jæja.
Svo fór hann á undan félögum sínum
inn í kofann og byrjaði að leysa frá mal-
pokanum.
(Saga þessi hefir áður birtst í ný-norskri þýð-
ingu í »Nidaros Ungdomsblad«, 1930).
Símon Dal.
Saga eftir Anthony Hope.
XII. KAPITULI.
Hertoginn verður að lítillækka sig.
Það var áreiðanlega skrítinn maður
þessi M. de Perrencourt. Það var ekki
nóg fyrir hann að koma um miðja nótt,
og mæta M. Colbert á meðan sérstakur
(Framh.).
maður með konunglegar fyrirskipanir
stóð á verði, svo að enginn óviðkomandi
gæti séð þá. (Darrell gerði sér alveg sér-
staka ánægju af að benda mér á stjörn-
una á brjósti Colberts næsta morgun). —
Hann virtist í öllu taka myrkrið fram yf-
ir dagsbirtuna og sást aldrei á daginn