Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 12
154
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
mér þætti nokkuð gaman að heyra kon-
unginn ákalla hina heilögu mey?« »Fyrir
Guðs sakir, talið þér ekki svona hátt!«
heyrði eg Carford segja. »Nú, hvers-
vegna? Er hann ekki að ákalla dýrðling-
ana — hann og katólski presturinn drotn-
ingarinnar — og franski...?« »Þey, þey,
sir!« »Og okkar góði M. de Perrencourt
þá!« Hann hló illgirnislega þegar hann
nefndi þetta nafn.
Eg var búinn að heyra meira, en mér
hafði verið ætlað, og meira en nóg til
þess að hjálpa skilningi mínum. — En eg
varð á einhvern hátt að gefa nærveru
mína til kynna. Ef Monmouth hefði verið
einsamall, þá hefði eg gengið beint til
hans. En eg vildi ekki láta Carford gruna,
að eg hefði heyrt til þeirra. Eg sat alveg
grafkyr í nokkur augnablik, svo fór eg
að umla og geyspa eins og eg vaknaði upp
af svefni, stóð á fætur og lézt hrökkva
saman eins og mér yrði hverft við, þegar
eg sá hertogann.
»Hvað — Símon«, hrópaði hann —
»hvað gerið þér hérna?« »Eg hélt að yð-
ar hágöfgi væri í málstofu konungsins«,
svaraði eg. »En þér vissuð, að eg fór það-
an fyrir fleiri klukkutímum síðan«, sagði
hann. »Þegar eg misti sjónar á yðar há-
göfgi, þá hélt eg að þér hefðuð farið
þangað aftur, og á meðan eg beið eftir
yður, hefi eg sofnað«. — Hertoginn tók
þessa útskýringu góða og gilda. Carford
lagði ekkert til málanna. »Við höfum
annað okkur til skemtunar en að sitja á
ráðstefnum í kveld«, mælti Monmouth og
hló nú aftur. — »Farið þér niður í forsal-
inn og bíðið mín þar, Símon. Eg og Car-
ford lávarður ætlum rétt sem snöggvast
að heilsa upp á hirðmeyjar hertogaynj-
unnar«. Eg sá að hann var talsvert ölv-
aður; Carford var líka kendur, en hann
varð aðeins þögulli og fúllyndari við vín.
Mér fanst að hvorki ástand þeirra né
tíminn vera vel valið til slíkrar heimsókn-
ar, sem heitoginn talaði um; en eg gat
ekkert að gert, og sá minn kost vænstan
að hlýða og fara niður. Þar settist eg á
tröppu undir einum skotglugganna. Stór
stóll, sem stóð fyrir framan mig, skýldi
mér alveg, svo eg sást ekki þótt einhver
kæmi inn. Þannig beið eg í nokkrar mín-
útur, þá heyrði eg háreysti og hlátur
uppi, fótatak á tröppunum og hvítklædd
stúlka kom hlaupandi þvert yfir gólfið.
Eg þekti strax, að það var Barbara
Quinton. Monmouth var rétt á hælunum
á henni og bað hana með hjartnæmum
orðum að vera ekki svo miskunnarlaus að
flýja hann. — En hvar var Carford? —
Eg gat einungis getið mér til, að hann
væri svo nærgætinn að láta hvergi sjá
sig, þegar hertoginn óskaði að tala við
konu þá, sem hann ætlaði að giftast
sjálfur!
Eftir minni skoðun mætti rita stórar
bækur um það, hvort menn undir nokkr-
um kringumstæðum megi standa á hleri
— en eins og nú var komið, þá sat eg í
fylgsni mínu og hlustaði án þess að gera
mér neina samvizku af því. Annað mál er
hversu lengi eg hefði getað setið þannig
og haft vald yfir sjálfum mér, því her-
toginn virtist vera í þeim ham, að hann
mundi ekki hafa mikið taumhald á sjálf-
um sér. — Fyrst reyndi Barbara að verja
sig með gamni, auðsjáanlega treysti hún
því, að hann mundi sýna henni fulla
kurteisi. En hann varð áleitnari, og eg
heyrði að það var ekki laust við að ótti
væri í rödd hennar, þegar hún bað hann
leyfis til að mega fara upp aftur til her-
togaynj unnar, sem mundi sakna hennar.
»Nei, yndislega ungfrú, eg vil ekki lofa
yður að fara — eða réttara, eg get ekki
slept yður!« sagði hann. »Það er alveg
satt, yðar tign, eg verð að fara«, mælti
hún. »Eg ætla að kalla á Carford lávarð
og láta hann biðja yður leyfis fyrir mig
til að fara«. Hann hló dátt að þeirri hug-
á