Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Page 16

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Page 16
158 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hvað á eg að gera? — ó, guð minn góður, því þurfti eg nokkurntíma að koma á þennan stað?« »Þér getið farið héðan«. »En hvernig? — Hvernig ætti eg að geta komist burtu héðan?« spurði hán örvænt- ingarfull. »Hertogaynjan leyfir yður að fara«. »Án samþykkis konungsins?« »En hversvegna ætti konungurinn ekki að samþykkja það? — Hertogaynjan af Or- léans biður um orðlof fyrir yður — hún er góð«. »Hertogaynjan af Orléans biður ekki um orðlof fyrir mig — enginn hjálp- ar mér!« »Ef ómögulegt er að fá orðlof handa yður, þá verðum við að fara í leyfisleysi — ef þér viljið«. »0, þér'vitið ekki!« sagði hún sorgmædd. Svo tók hún hönd mína aftur og hvíslaði fljótlega og óttaslegin: »Eg er hrædd, Símon. — Eg — eg er hrædd við hami. Hvað get eg gert? Hvernig á eg að sleppa? Þeir geta gert við mig hvað sem þeir vilja. Hvað á eg að gera? — Ef eg græt, þá hlægja þeir að mér, og ef eg í'eyni að hlægja, þá taka þeir það sem samþykki. — Hvað get eg gert ?« Það er ekkert til sem bindur karlmann við konu eins og það, þegar hönd hennar leitar hans í veikleika og til að biðja um hjálp. — Mig hafði dreymt um, að Bar- bara mundi einhverntíma rétta mér hönd sína á þennan hátt, og að eg þá skyldi láta hana finna til sigurhróss míns. Nú var þetta, sem mig hafði dreymt um, komið fram. En hvar var nú hin sæta hefnd? — Það var eins og kökkur í háls- inum á mér og eg varð að kyngja tvisvar áður en eg gat svarað: »Þér eigið við, hvað getum við gert? mistress Barbara?« »Ó, ó!« hrópaði hún mitt á milli hláturs og tára — »hvað getum við — meira að segja, þegar við segjum við — gert, Sí- mon?« Eg tók eftir því, að hún kallaði mig nú stöðugt Símon — eins og í gamla daga — fyrir fráfall mitt og glæpinn mikla — og mér þótti vænt um það, því ætti mér að lánast að verða henni að ein— hverju liði, þá var fyrsta skilyrðið fyrir- því, að við værum vinir. — Alt í einu.. sagði hún: »Þér vitið við hvað eg á — eg get ekki sagt það — en þér vitið?« — »Já,. eg veit«, svaraði eg — »enginn veit það ■ betur. En hertoginn skal ekki koma sínu. fram«. »Hertoginn?« hrópaði hún — »ef" það væri ekkert nema hertoginn. . ó...« hún hætti snögglega við það sem hún ætl- aði að segja og rannsakaði andlit mitt. með óttaslegnu augnaráði. Af vana gerði eg alla andlitsdrætti eins stífa og mögu- legt var, til þess að þeir kæmu engu upp- »Hann er ekki hættulegur«, mælti eg------- »þér sáuð nú hvernig M. de Perrencourt gat vafið honum um fingur sér og sent. hann burtu eins og skóladreng«. Hún: lagði hendina á öxlina á mér. »ó, ef eg mætti segja yður það, Símon«, mælti . hún — »það sem einungis fáir vita--------- konungurinn og nánustu skyldmenni hans og einn eða tveir aðrir...« »En hvernig stendur á að þér vitið það?« greip eg, fram í. »Eg... eg komst að því«, svaraði. hún í hálfum hljóðum. »Það er hægt að » komast eftir hlutunum á margvíslegan hátt — eitt er, þegar manni er blátt á-- fram sagt það — og annað, þegar maður kemst að því sjálfur... Það var annars . gróflega gaman að sjá hvernig þessi M. . de Perrencourt kom fram gagnvart her- - toganum — og Carford lávarði líka — Carford hröklaðist úr vegi fyrir honum eins og hann hefði verið — konungur«. Eg lagði sérstaka áherzlu á síðasta orðið til þess að gefa því full áhrif. »Símon«, hvíslaði hún áköf en þó auðsjáanlega skelkuð —« Símon, hvað segið þér? ó, verið þér varkár — þetta gæti kostað yð- ur lífið!« »Líf mitt hefir dýpri rætur en svo, að eitt einasta orð geti rifið það upp. — Eg sagði aðeins, eins og hann hefði verið konungur.... En getið þér nú sagt mér, hversvegna að M. Colbert gengnr

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.