Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Blaðsíða 30
172 NÝJAR KVÖLDVÖKUR og eg fann léttan svima, eins og af áhrif- um v'íns. — Svo tók eg bikarinn og hóf hann hátt á loft. Eg leit niður á andlit konungsins, og svo mætti eg augum her- togaynjunnar. Eg hneigði mig djúpt fyr- ir henni og hrópaði: »Með leyfi hans há- tignar tæmi eg þennan bikar fyrir minni fegurstu og gáfuðustu prinsessu heimsins, hertogaynjunnar, madame de Orléans!« Hertogaynjan reisti sig til hálfs og hvísl- aði hátt og með ákefð: »Ekki til mín — nei, nei — hann má ekki drekka það til mín!« Konungurinn hélt hönd hennar ennþá. — »Drekkið þér það til mín, mr. Dal«, mælti hann. Eg hneigði mig aftur, bar bikarinn upp að vörum mínum og var í þann veginn að drekka, þegar M. de Per- rencourt sagði: »Eíðið þér andartak, sir. Gefur konungurinn mér leyfi til að segja mr. Dal svolítið um þetta vín?« York hertogi leit upp og ygldi sig. Kon- ungurinn sneri sér að Perrencourt eins og í vafa, en Frakkinn gerði honum bend- ingu með höfðinu. »M. de Perrencourt er gestur vor«, mælti konungur, »hann má gera eins og honum líkar«. Þegar M. de Perrencourt hafði fengið þetta leyfi, lagði hann aðra hendina á borðið og beygði sig yfir það í áttina til mín, svo sagði hann hægt og skýrt en alveg á- herzlu- og æsingarlaust: »Konungurinn var þreyttur af vinnu og alvarlegum um- ræðum, og af gæzku sinni veitti hann því eftirtekt, að eg var það líka. Svo bað hann vin minn og sinn trúa þegn, mr. Darrell, sem stendur hérna hjá yður, að sækja fyrir sig flösku af víni, og mr. Darrell kom með flösku, en hann sagði að kjallari konungsins væri lokaður, svo hann yrði að biðja konunginn að taka til þakka með flösku frá sér, sem væri gott franskt vín, eins og það, er konungi þætti bezt, og eins og það, sem hann mundi hafa á borðum síðar í kveld, þegar kon- ungur ætlaði að gera honum þann heiður að vera gestur hans. — Hann lét það fylgja með, að vinur sinn, Símon Dal, hefði sent sér vínið, og að honum mundi finnast það heiður fyrir sig, ef konungur- inn vildi drekka það«. »Hvað? Þá er það mitt eigið vín!« mælti eg og gat nú ekki varist að brosa. »Hann sagði þá satt?« spurði Perrencourt skarplega — »það er yðar vín, sem þér hafið sjálfur sent mr. Darrell?« »Alveg rétt, sir«, svaraði eg. »Mr. Darrell hafði ekkert vín, svo eg sendi honum nokkrar flöskur með þjóni hans«. »Og þér vissuð til hvers hann ætl- aði að hafa það?« Eg var búinn að gleyma því, sem Robert hafði sagt mér, svo mér varð orðfall eitt augnablik. Hann horfði vandlega á mig. »Eg held, að Ro- bert hafi sagt eitthvað um, að mr. Darrell byggist við að hafa konunginn í boði hjá sér«, sagði eg svo. »Hann sagði yður það?« spurði hann hvasst. »Já, eg man það!« svaraði eg, og var nú algerlega orð- inn ringlaður út af þessari yfirheyrslu á undan svo einfaldri athöfn, sem það var að láta mig tæma einn bikar af rnínu eig- in víni. M. de Perrencourt sagði ekkert frek- ara. En hann starði á mig með undrandi og rannsakandi augnaráði. Þetta augna- ráð hans gerði mig ennþá meira ruglaðan og eg litaðist ósjálfrátt um við borðið. Á augnablikum eins og þessu er það stund- um, að athyglin beinist að einhverju mjög smávægilegu atriði í umhverfinu, og nú tók eg fyrst eftir, að nokkrir dropar höfðu runnið úr bikarnum niður á borð- ið, og þar sem vínið hafði komið á fágaða plötuna, var glansinn horfinn, og blettirnir líkt og ryðbrunnir. Mér flaug ósjálfrátt í hug, að það væri skrítið, að vín hefði þessi áhrif á fágaða eik. — En á næsta augnabliki gleymdi eg þessu þó aftur, því konungurinn kallaði í byrstum skipunarrómi: »Drekkið þér, sir!« Mér varð svo hverft við, að eg helti nokkrum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.