Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Page 34
176
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
og tæki til að stunda vinnu sína eða hand-
verk.
Drottinn Jesús kennir í guðspjöllunum
að varast alla ágirnd og áhyggjur fyrir
líkamlegum þörfum. Þessvegna má eng-
inn af bræðrunum taka við peningum fyr-
ir vinnu sína, hvorki til matar, fatnaðar
eða bóka, nema að einhver bræðranna sé
sjúkur og þurfi hjálpar við. Við eigum
ekki að virða gullið meira en grjótið. Ef
við finnum peninga á förnum vegi, eigum
við ekki að gefa þeim meiri gaum en
duftinu sem við göngum á. Þó mega bræð-
urnir safna fé handa líkþráum mönnum.
Allir bræður eiga að fylgja dæmi Drott-
ins Jesú í auðmýkt og fátækt og minnast
þess að sá sem hefir fæði og föt hefir allt
sem hann þarf. Þeir eiga að una sér bezt
meðal hinna fátæku og smáðu, sjúkra og
líkþrárra. Það gjörði Jesús; hann og læri-
sveinar hans lifðu af ölmusum. Vilji menn
ekki gefa bræðrunum neitt, en svívirði þá
í orðum og viðtökum, þá eiga þeir að
þakka Guði, því það mega bræðurnir vita,
að svívirðingin tilreiknast ekki þeim sem
fyrir henni verður, heldur þeim sem
fremur hana«.
Eftir þessum reglum lifðu bræðurnir.
Stundum unnu þeir hjá bændum í ná-
grenninu, en oftast á holdsveikraspítöl-
unum og aldrei tóku þeir önnur laun en
brauðbita.
Oft var þó lítið um vinnu og stundum
alls ekkert að fá þó gengið væri út og
betlað. Þá voru stundum daprir dagar í
skúrnum. í rigningum og hríðum lak og
snjóaði inn á þá, gólfið varð einn forar-
pollur, þeir sjálfir klæðlitlir og oft hungr-
aðir og lítil matarvon, ekkert til að hita
upp með og ekki einu sinni bók til að líta
í. Hætt er við að sumum, sem mundu
tvenna tímana, allsnægtir og lífsþægindi,
hafi þá stundum dottið í hug, hvort þetta
væri ekki allt heimska og glapræði, og
bezt væri að snúa aftur til síns fyrra lífs.
En hvert var að snúa? Þeir höfðu gefið
allt. Vafalaust hefir kjarkurinn oft verið
nærri brostinn, en hann brast ekki. Að-
eins einn er sagt að hafi horfið frá þeim
á þessum reynslutíma.
En bráðlega snerist almenningsálitið
aftur. Þolgæði bræðranna í öllum þreng-
ingum og svo strang-siðferðilegt líf
þeirra, að ekki varð að fundið, vakti bæði
undrun og álit. Þeir sem á næturþeli
gengu hjá skúrnum, heyrðu þá biðjast
fyrir. Menn vissu að þeir betluðu ekki af
því þeir nentu ekki að vinna, því þeir
unnu allstaðar sem þeir fengu eitthvað að
gera, jafnvel þó þeim væri engu launað.
Allir nauðleitarmenn, sjúkir og fátækir,
áttu hjá þeim athvarf og þrátt fyrir fá-
tækt sína, áttu þeir altaf eitthvað að
miðla öðrum. Dæmi voru jafnvel til, að
þeir gáfu betlurum hetturnar af kuflum
sínum eða rifu af þeim ermarnar og gáfu
klæðlausum. Peninga kærðu þeir sig ekki
um. Þannig lagði einu sinni maður tals-
verða fjárupphæð á altari kapellunnar í
Portiuncula, sem gjöf handa þeim, en
fann peningana skönimu síðar á mykju-
haug þar nálægt.
Einkum vakti það almenna athygli hve
sambúð bi'æðranna var innileg. Einusinni
réðist geðveikur maður á tvo bræður sem
voru á gangi, og fór að kasta í þá grjóti.
Reyndu bræðurnir hvor um sig að verja
hinn, en skeyttu engu þó þeir sjálfir yrðu
fyrir steinunum. Sátt og samlyndi ein-
kendi líf þeirra, og yrði einhverjum á að
gjöra á hluta annars, bætti hann það eft-
ir föngum. í samræðum forðuðust þeir öll
ljót orð og ósiðferðilegt skraf. Mættu þeir
konu á förnum vegi, horfðu þeir til jarð-
ar.
Eins og áður er getið um, hafði Frans
gefið út reglur fyrir þá bræður, sem hann
krafðist að þeir fylgdu. Nú langaði hann
til þess að fara til Rómaborgar og fá þær
staðfestar af páfa. Þess var að vísu ekki