Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Page 38
180
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
bezta af mómýrunum og það mesta
af öllu því litla akurlendi, sem til var í
sókninni. Hann gat því haldið margar
kýr og fleiri en eina uxahjörð, sem gengu
á beit á engjunum meðfram ánni. Bænd-
urnir þar á móti áttu lítið annað en nokk-
ur mögur svín og fáeinar kindur sér til
lífsviðurværis.
Þótt presturinn væri fátækur, þá var
þó djákninn enn fátækari. — Presturinn
átti þó vagn til að aka í, þegar hann fór
til messu á annexíu-kirkjunni, en djákn-
inn hefði altaf orðið að fara gangandi, ef
prestur hefði ekki aumkast yfir hann og
lofað honum að sitja hjá sér í vagninum.
Af þessu fékk hann gott orð, og það varð
héraðsfleygt, hve vel þeim kæmi saman
presti og djákna.
Einhverju sinni bar svo við, er þeir
voru á leið til kirkju, að þeir óku fram
hjá engjum herramannsins og sáu uxa-
flokk mikinn, sem gekk þar á beit, þetta
var síðla sumars og voru uxarnir orðnir
all feitír. Prestur bendir þá með svipu-
skaftinu á einn uxa gamlan, hið mesta
metfé, og segir í gamni:
»Það væri ekki alveg ónýtt fyrir okkur
fátæklingana, að eiga hann þennan. Það
munaði um að leggja hann til búsins,
jafnvel þó við ættum að skifta honum á
milli okkar«.
»Það segir þú satt, síra Jón minn«,
svaraði djákninn, »en ekki ætti það nú að
vera ofverkið okkar að stela einum uxa,
ef okkur langaði mikið til að eignast
hann«.
»Það borgaði sig nú heldur illa fyrir
okkur«, mælti prestur hlægjandi, »og
fara svo á Brimarhólm fyrir vikið«.
»Þangað færum við nú aldrei«, svaraði
djákninn, »vegna þess að engum lifandi
manni gæti nokkurntíma dottið í hug að
gruna okkur um slíkt athæfi«.
Prestur hló dátt að þessu spaugi djákn-
ans. Héldu þeir nú leiðar sinnar; embætt-
uðu þeir í kirkjunni eins og þeir voru
vanir og bar ekkert til tíðinda.
En um kveldið, þegar þeir voru á heim-
leið og óku aftur framhjá engjum herra-
mannsins, mættu þeir sama uxaflokknum,
sem þeir höfðu séð um daginn. Uxinn
mikli, sem þeir höfðu rætt um, lá þvert
yfir götuna og nenti ekki að standa upp.
Prestur varð að stöðva vagninn.
Það var orðið nokkuð dimt af nótt en
samt þekti prestur þegar uxann.
»Gaman væri nú að eiga þessa skepnu!«
segir prestur þá aftur. »Við getum eign-
ast hann, ef við viljum«, mælti djákninn.
»Nú er dimt og enginn getur séð til okk-
ar. Á morgun, þegar hans verður. saknað,
munu menn halda, að hann hafi dottið of-
an í mógröf. Og ef einhver grunur kæmi
á, um að honum hefði verið stolið, mundi
þó engum detta í hug, að við hefðum gert
það. — Okkur er því alveg óhætt að taka
uxa-skömmina heim með okkur, síra Jón
minn. Ekki munar herramanninn mikið
um, þó hann missi einn uxa, hann á nógu
marga samt. En okkur munaði heldur en
ekki um að leggja hann í búið!«
Síra Jón litaðist um og hleraði í allar
áttir, og er hann var sannfærður um, að
enginn sæi til þeirra, stökk hann niður
af vagninum, tók reipi, sem hann jafnan
hafði með sér á ferðalögum, og sagðí
djáknanum að bregða múl á uxann.
Djákninn lét ekki segja sér það tvisvar,
og varð honum lítið fyrir að ná uxanum,
sem var svo þungur á sér, að hann naum-
ast nenti að standa upp. Bundu þeir hann
nú við vagninn og óku heim til prests, en
höguðu svo ferðum sínum, að allir voi'U
háttaðir, þegar þeir komu.
Þeir fóru þegar með uxann í úthýsi og
slátruðu honum þar um nóttina; skiftu
þeir öllu jafnt og bróðurlega á milli sín
og varð ekki ágreiningur urn neitt, þang-
að til ekkert var eftir nema húðin.
»Við skulum skera hana í sundur í