Nýjar kvöldvökur - 01.10.1930, Side 39
STOLNI UXINN
181
miðju, svo að hver fái sinn part«, segir
jprestur. En djákninn var ekki á því,
leiddi hann presti fyrir sjónir, að með því
móti stórskemdu þeir skinnið. »Hvernig
eigum við þá að fara að?« segir prestur.
»Við skulum togast á um húðarskömm-
ina«, mælti djákni, »og sá hafi hana, sem
sterkari er«.
Prestur lætur sér þetta vel líka. Þeir
höfðu flegið uxann þannig, að horn og
hali fylgdu húðinni, og flýtti prestur sér
.að grípa hornin. Djákninn varð þá að
láta sér nægja að halda í halann; og þó
aðstöðumunur væri, þá svifti hann svo
fast, að við sjálft á að prestur biði lægra
hlut. Hörfa þeir nú utar eftir gólfinu og
kemst djákni út fyrir dyrnar með húðina,
en prestur lafir í hornunum. Sér hann að
svo búið má eigi standa; hamast hann þá,
spyrnir í þröskuldinn og togar af alefli,
en halinn skrapp úr höndum djákna, og
féll hann við það öfugur og aftur á bak.
Stóð hann skjótt upp aftur og varð að
orði:
»Jæja, húðin er þá þín, blessaður öðl-
ingurinn, enda hefir þú mikið til unnið«.
Og varð þeim þetta ekki að sundur-
þykkju.
Tíðrætt varð mönnum í sókninni um
hvarf uxans, en það fór eins og djákni
hafði sagt, að engum datt í hug, að þeir
prestur væru valdir að hvarfinu, og fyrnt-
ist smám saman yfir söguna. Þeir prest-
ur og djákni urðu hvor öðrum því hjart-
fólgnari, sem árin liðu, fóru þeir aldrei
neitt svo, að þeir væru ekki báðir saman,
og hvorugum þótti ráð ráðið, nema hinn
væri til kvaddur. En því veittu menn eft-
irtekt, að þeir upp frá þessu tóku heldur
að efnast, datt þó engum í hug að setja
það í samband við, þó eitthvað hyrfi, sér-
ílagi af fjármunum herramannsins. Eftir
nokkur ár voru þeir orðnir vel efnaðir
nienn, en þeir voru engu miður látnir
fyrir því, og einkum var presti enn sem
fyr viðbrugðið sem afbragðs kennimanni,
sannkristnum og fyrirmynd sóknarbarna
sinna í hugarfari og líferni. —- Liðu nú
svo stundir fram, að ekkert bar til tíð-
inda, fyr en eitt sinn er biskupinn kom í
visitasíu-ferð til prests. Var honum fork-
unnarvel tekið, og um kveldið sló prestur
upp góðri veizlu á prestssetrinu og bauð
þangað bændum úr sóknum sínum. Var
þar glaumur og gleði, og lofuðu allir
rausn og mannkosti síra Jóns einum
rómi. Djákninn var einnig viðstaddur og
fékk sinn hluta af lofinu. Einkum lofuðu
menn ástríki það, er ætti sér stað milli'
prests og djákna.
Yfir borðum kvaddi biskup sér hljóðs
og tók að halda ræðu. Talaði hann einkum
um, hversu það gleddi sig, að hér væri
slík eindrægni innan safnaðarins, og vildi
hann þakka það hinu góða eftirdæmi sem
prestur og djákni gæfu — enginn vissi
til þess, að þeim nokkurntíma hefði orðið
sundurorða. Þá gall djákni við, þar sem
hann sat á aðra hönd biskupi: »Nei,
sundurorða hefir okkur síra Jóni mínum
sjaldan orðið; en einu sinni reiddist eg
nú fjandi miklð við hann samt«.
»Hvenær var það?« spyr biskup for-
viða. »Nú, það var kveldið góða, þegar
við stálum uxanum herramannsins, og
blessaður presturinn minn reif af mér
húðina«.
f sama bili svelgdist presti all hrapal-
lega á og fékk svo mikla hóstakviðu, að
að hann varð að þjóta frá borðinu og út.
»Hvað, stáluð þið uxa?« spurði biskupinn
og vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið.
»Já, bíðið þér nú við, yðar velæruverð-
ugheit«, svaraði djákninn, »og leyfið mér
fyrst að fara út að vitja um hann síra
Jón minn. Eg held honum hafi orðið ilt,
blessuðum öðlingnum, og hverjum ætti að
standa nær að hjálpa honum heldur en
mér?« Að svo mæltu fór djákni út á eftir
presti. En biskup sat eftir og allir veizlu-