Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 4
146 NÝJAR KVÖLDVÖKUR skall á, eirði hann hvergi. Og nú var hann lagður á staS út í heiminn. Hvert? Það vissi enginn. Ef til vill í stríðið, ef land hans væri eitt þeirra, sem þar áttu hlut að máli. Hann talaöi íslenzku hægt og gætilega og furðu rétt, en með greini- legum erlendum framburði og áherzlum. Hann hafði verið óvenju fáorður á leið- inni og því meir sem lengra dró frá ís- landi. Ásgeir hafði veitt þvi eftirtekt, að Ronum varð eigi svefnsamt á nóttunni, og var hann þó eigi sjóveikur. Þeir sváfu þáðir í sama klefa. Meðan landsýn var hafði gamli maðurinn sífellt staðið uppi og horft til lands. Og enn þá fór hann upp ööru hvoru og starði í sömu áttina. Þeir stóðu stundarkorn í stigaopinu og jituðust um. Svo fóru þeir ofan aftur. — iSjóinn lægði. Bylgjurnar teygðu úr sér og breikkuðu, og allt hafið varð smám saman eins og víðáttumikið lág- lendi með ávölum ásum og grunnum, hreiðum dölum. Seint um kvöldið var bú- izt við landsýn á Hjaltlandi. Tunglið óð í skýjum. í norðvestri tók að birta í lofti, og brá fyrir daufum norðurljósum. Eftir kvöldverð gengn þeir upp á þilj- ur báðir, Ásgeir og Schultze, sér til hressingar. Tunglið merlaði sjóinn og var eins og bráðið gull í öldugárunum og kjölfarinu. Þeir staðnæmdust við stjórnborðs hleragálga og litu báðir ósjálfrátt til norðvesturs. »Vagninn« var hátt á lofti, og pólstjarnan sást í skýjarofi. Niðri við sjóndeildarhring brunaði norðurljós upp á himininn. Það var eins og stórfenglegt hveragos á að. líta. Ljósgos, sem flæddi út yfir himininn og bliknaði smám sam- an. Sýnin hreif þá báða, þótt eigi væri hún nema svipur hjá sjón á móts við það, er þeir hofðu oft séð heima á ís- landi. En nú var eins og hugarástand þeirra og sálnæmi gerði þá móttækilcgri fyrir fegurðinni. »Þetta cr síðasta kveðjan frá íslandi«, sagði Ásgeir hrifinn. »Er þetta ekki fall- egt, mister Schulze?« »Jú, fallegt! Það er meira en fallegt! Það er — er wunderschön\« mælti gamli maðurinn alvarlega. »Hvað það er nú annars skrítið að fara að heiman í fyrsta sinn og sjá land- ið sitt hverfa svona«, sagði Ásgeir. »En það er þó þitt land, og þú færð að sjá það aftur. — En ég —? Ég get sagt eins og ykkar skáld: -— Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima«. »En eruð þér þá ekki á leiðinni heim til yðar?« »Heim! — Nei, ég á hvergi heima«. »Þér farið þó heim til ættingja yðar?« »Ég á enga ættingja«. »En vini?« »Á heldur enga vini«. »Hafið þér þá aldrei átt neina ætt- ingja og vini?« »Jú, ég hef átt þetta allt saman. Ætt- ingja, vini, konu, börn, heimili. Ég hef verið ríkur, hamingjusamur. — En ég missti það allt! — Allt!« »Því voruð þér þá ekki kyrr á ís- landi?« »Gat það ekki. —- Varð að missa það líka. örlögin ráða. Þau kalla. — Akk- hja!« »En hvert farið þér þá núna?« »Eitthvað. Eitthvað út i heiminn. Eða þá út úr honum. — Það er vegurinn vor allra«, mælti gamli maðurinn eins og við sjálfan sig. »Já, við skulum þá verða samferða«, sagði Ásgeir glaðlega. »Fyrst til Noregs, og síðan eitthvað út í heiminn! — Ég er frí og frjáls og vil fara víða!« »Já, vinur minn, þú ert Wandervogel eins og við hinir. — Við erum allir far- fuglar fyrir augliti Guðs. Við leitum og þráum og finnum ekki það, sem við

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.