Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 42
184 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »En Marteiam! hví ertu búinn að kveikja, maður. Nú vekurðu barnið aft- ur«. »Ég þarf að sjá hve mikið ég hef meitt míg«. »Þér væri nær að gæta að stólnum, ég er viss um að þú hefur mölbrotið hann. Vesalings kötturinn, þú hefðir hæglega getað.....« »Við skulum ekki tala meira um ans- vítans köttinn. Ekkert af öllu þessu hefði þurft að koma fyrir, ef María hefði ver- ið hér og gert sín verk. Það er ekki síður henni að kenna en mér, að.......« »Marteinn! Skammastu þín að tala svona? Það er grátlegt að þú skulir ekki geta gert svona lítið til gagns núna, þeg- ar blessað barnið okkar er aðfram.......« »Ég skal gera alt sem í mínu valdi stendur. Ég skal sækja gæsafeitina, hvar er hún?« »Hún stendur á ofninum í barnaher- berginu, láttu Maríu rétta þér hana«. Ég sótti feitina og lagðist svo útaf aft- ur. Enn kallaði hún til mín: »Marteinn. Mér fellur illa að þurfa að ónáða þig, en hér er svo kalt, að ég þorí ekki að bera feitina á blessað barnið. Geturöu ekki kveikt upp i ofninum.« Ég fór á fætur og kveikti í ofninum, setti mig síðan á stól, úrvinda og utan við mig. »Marteinn. Hvað hugsarðu að sitja þarna í kuldanum og verða svo kannske veikur. 'Blessaður legðu þig útaf aftur«. Þegar ég var að leggjast útaf, sagði hún: »Þú hefðir átt að gefa barninu inn áður«. Ég gerði það. Konan mín afklæddi nú telpuna og smurði hana í gæsafeiti. Ég var rétt að segja sofnaður, þegar hún kallaði en einu sinni. »Marteinn. Hér er súgur. Það er eng- inn hlutur eins hættulegur sjúklingum, eins og súgur. Þú verður að færa rúmið nær ofninum«. Ég gerði sem fyrir mig var lagt, en flæktist aftur í reflunum svo að mér rann í skap, reif þá af og kastaði þeim í ofn- inn. Konan mín stökk upp úr rúminu, til þess að bjarga dulunum en varð of sein.. Við yrtumst svo dálítið út af þessu. Síð- an sofnaði ég fáein augnablik, en á fætur varð ég enn að fara, til þess að útbúa grautarbakstur, til þess að leggja á brjóstið á sjúklingnum. Eldur logar sjaldnast lengi án þess að um hann sé hirt. Þrívegis varð ég að fara ofan úr rúminu á hverri klukku- stund, til að gæta að eldinum, þrisvar til að gefa barninu inn og jafnoft til að hita upp baksturinn og leggja stóra sinn- epsplástra hingað og þangað á barnið. Aðra smærri plástra lét ég, hvar sem auður blettur sást á líkama sjúka barns- ins okkar. Undir morguninn drapst í ofninum hjá mér, svo að konan min skipaði mér að fara niður í kjallara, til að sækja meira eldsneyti. »Góða mín«, sagði ég, »þetta er skrambi þreytandi vinna, heldurðu ekld að barninu verði nógu hlýtt innan í öllu þessu, ef við nú bætum einum heitum bakstri við....« Lengra komst ég ekki, því að hún greip fram í fyrir mér af miklum móð. Ég sótti eldivið niður í kjallarann og bálkynti svo ofninn og fleygði mér að því búnu upp í rúmið örmagna af þreytu, steinsofnaði og háhraut eins og uppgefa- um manni er lagið. Þegar liðiö var Iangt fram á morgun vaknaði ég við að gripið var í öxlina á mér. Ég leit upp. Konan mín glápti á mig, orðiaus og undrunarfull. Loksins gat hún þó stunið upp: »Nú er úti um allt! Alveg úti urn alR

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.