Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 34
176 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ólík á þessum stöðum. Er slíkt athyglis- og eftirbreytnisvert fyrir oss íslendinga. Heimkynni kartöflunnar er í Andes- fjöllunum í Suð'ur-Ameríku. Þar er sagt a,ð enn vaxi villtar kartöflur. Þegar Evrópumenn komu fyrst til Suður-Ame- ríku voru kartöflur allvíða ræktaðar þar. Þótt ekki séu liðnar fullar fjórar aldir síðan kartaflan barst til Evrópu, vita menn ekki með vissu hver flutti þær þangað fyrstur manna, eða í hvaða landi þær voru fyrst ræktaðar. Helzt er talið að hún hafi borizt þangað eftir tveimur leiðum. Það er talið víst að einn af föru- nautum Walter Raleighs hins brezka, er fyrstur nam Virginíu, Thorrms Herriot, hafi fyrstur flutt kartöflur frá Virginíu til írlands árið 1585 eða 86. En til Vir- giníu höfðu kartöflurnar flutzt meö Spánverjum. En um þessar sömu mund- ir höfðu Spánverjar einnig flutt kartöfl- ur til Suður-Evrópu, því að árið 1587 koma ítalir með þær til Belgíu. Það er því víst, að fyrstu kartöflurnar hafa ílutzt hingað til álfunnar milli 1580 og 90, en hvort þær fyrst hafa verið gróð- ursettar í hinni sólvermdu mold Miðjarð- arhafslandanna eða í hinum raka og svala jarðvegi Þokueyjunnar skiptir vit- anlega litlu máli. Þó að kartaflan væri þannig komin til Evrópu, átti það enn langt í land að ræktun þeirra yrði almenn. Menn voru yfirleitt tregir til þeirrar nýbreytni eins og svo margrar annarrar. Því var það, að ýmsir þjóðhofðingjar og aðalsmenn, er hvetja vildu menn til ræktunar og neyzlu á jurt þessari, tóku til þess ráðs að hafa kartöflur á borðum í veizlum sínum. En það sem höfðingjarnir gera hefur löngum þótt fiínt, og þannig gat hégómagirndin fengið alþýðu manna til að neyta kartaflna, sem ókleift hafði reynzt með skynsamlegum foi-tölum. Það sem mest studdi þó að aukinni ræktun kartaflna var uppskerubrestur á korni, Þó er mælt, að ekki verði kartöflur al- gengar nokkurstáðar hér í álfu fyrr en á 18. öld. Þá voru þær að minnsta kosti orðnar algengar um Bretlandseyjar. Á Norðurlöndum hefst ræktun kart- aflna öndverðlega á 18. öld (í Danmörku 1718), en þar eins og annarsstaðar gekk treglega að fá menn til að rækta þær. í Danmörku var það einkum tvennt, sem flýtti mjög fyrir útbreiðslu kartaflanna, var það uppskerubrestur á korni, og að stjórnin kvatti menn með lögum, til að búa til brennivín úr kartöflum. Nú á dögum er kartaflan ein hin mik- ilvægasta yrkiplanta heimsins, og veldur því, auk næringargildis hennar, hæfni hennar til að laga sig eftir hinum ólík- ustu skilyrðum og gefa þó sæmilegan á- vöxt. Einkum er hún þó ræktuð í Evr- ópu allri norðan Alpafjalla og austur um allt Rússaveldi, og til nyrztu stranda Noregs og íslands. í sumum löndum, eins og írlandi er hún mikilvægasta yrki- planta landsins. í Norður-Ameríku eru kai'töflur nokkuð ræktaðar, en tiltölu- lega minna en í Evrópu. Notagildi kartöflunnar fer eftir mjölv- ismagni hennar. Er það allmisjafnt eftir afbrigðum og vaxtarstöðum. Talið er að 21% sé meðal mjölvismagn. Kartöflur eru langmest notaðar beinlínis til matar, nokkuð er notað í kartöflumél og til skepnufóðurs. Þá er allmikið notað til brennivínsgerðar. Grasið er yfirleitt til lítilla nota, samt er það sumstaðar notað nokkuð til fóðurs. Ýmsir sjúkdómar þjá kartöfluplönt- una. Hafa þeir oft valdið hinu mesta tjóni erlendis, og hér á landi hafa þeir einnig gert alvarlega vart við sig. Einna skaðvænastur þessara sjúkdóma er hin- svonefnda Jcartöflvmygla. Henni veldur snýkjusveppur, er Phytopthora infestans heitir.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.