Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 5
ÁSGEIR UNGI 147 leitum aö. — En þráin sleppir okkur ekki, og við höldum áfram að leita«. »Já, við erum eins og gömlu væringj- arnir , mælti Ásgeir. Og ég vil líka vera væringi! Fara víða, sjá margt, lifa líf- ið og halda svo heim aftur. Eitt stór- skáldið okkar segir svo fallega: »Sé hólmanum borin sú fjöður, sem flaug-, skal hún fljúga endur til móðurstranda. Því aldrei skal bresta sú trausta taug', sem ber tregandi heimþrá hins forna anda...« Og svo segir hann að lokum: »og í vöggunnar landi skal varðinn standa.«. »Já, þetta er dásamlegt — Wunder- bar! — Landið og tungan! Mér leið vel þar hjá ykkur. Og ég var farinn að halda, að þar fengi ég að deyja í friði og finna þá hvíld sem ég þráði. En — nei. Það er kallað á mig. Ég verð að fara. Guð veit hvert. Bara fara! — Svo bætti gamli maðurinn við lágt og innilega: »íslandt, blessaða landt! Hjartans þakk- ir fyrir allt! — Fyrir öll þessi ár, sem ég hef dvalið hjá þér. Mér hefur liðið vel hjá þér »Fjallkonan fríd«. Guð blessi þig'!« Röddin var hlý og klökk. Það var eins °g gamli maðurinn mælti þessi orð viö sjálfan sig. Ásgeiri varð örðugt um mál. Hann gekk því yfir á bakborða og vatt sér upp á stjórnpallinn. Hann ætlaði að spyrja stýrimann hvað hann héldi um það, hvort »Gnúpa-Bárður« myndi verða tek- lnn inn til Leirvíkur eða Kirkjuvogs til skoðunar.------- Skömmu síðar kom Ásgeir ofan aftur. var Schultze horfinn af þiljum. Ás- geiri varð einkennilega hverft við, en þóttist þó viss um, að hann hefði farið ofan í klefa þeirra aftur. Ásgeir hljóp því niður í lyftingu og inn í klefa sinn, en þar var hann ekki. óttinn gi*eip Ás- geir um hjartað. Hann hljóp upp aftur og fram í hásetaklefann, þótt hann vissi vel, að Schultze væri alls ekki þar, -— og þaðan aftur á og ofan til skipstjóra og vakti hann. —- Ásgeir var með öndina í hálsinum: »Schultze er horfinn! Hann er hvergi á skipinu! Við vorum báðir uppi áðan og hann talaði þá svo undarlega«. Skipstjóri reis upp og leit alvarlega á Ásgeir. Ertu alveg viss um þetta?« »Já, ég er búinn að leita hans alls- staðar!« Skipstjóri var skjótur að klæðast. Lét hann síðan kalla á stýrimann og talaði við hann í hljóði. Síðan gengu þeir báð- ir saman upp á stjórnpall. »Gnúpa-Bárður« lyfti sér þungt á bár- unni, er honum var þversnúið upp í, og stakk síðan stefninu í sjóinn. Síðan fór hann með hægri ferð allmarga hringi, stærri og smærri, og var gáð vel á bæði borð. Svo stefndi hann í austurátt með fullri ferð. Undir miðnættið leiftraði sterkt blik- Ijós úti við hafsbrún lítið eitt á bak- borða. Það var landtökuviti á Hjalt- landi. Ásgeir ungi stóð lengi aftur á, aleinn, og starði í norðvestur. Hugur hans stóð kyrr. Einkennileg tilfinning gegntók hann allan. Einhver sársaukablandinn söknuöur, sem hann gat enga grein gert sér fyrir. Það var eins og hann hefði misst einhvern nákominn sér. Og hon- um fannst allt í einu, að Schultze gamli hefði verið sér einhvernveginn svo and- lega náskyldur. Já, ef til vill einasta raunverulega skyldmennið, sem hann hefði nokkurntíma átt, — að undan- skilinni móður sinni, sem var fátæk ekkja á Vestfjörðum. Loksins rankaði Ásgeir við sér og fór 19*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.