Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 43
BARNAVEIKIN 185 saman! Bamið ljggur í svitabaði. Hvað á til bragðs að taka?« »Æ, hvað þú gerðir mér bilt við. Ég veit ekki hvað gera skal. Það væri ef til réttast að taka Pálínu upp úr rúminu og halda á henni dálitla stund í súgnum, svo að ögn gæti svalað um hana«. »Þú hlýtur að vera genginn frá vitinu. Farðu til læknisins. Það má ekki draga það eitt augnablik. Þú verður að fara sjálfur. Segðu að hann verði að koma, dauður eða lifandi.....« Ég rak vesalings lækninn á fætur, þó hann veikur væri, og af stað- með mér. Hann leit á telpuna og sagði að hún væri ekki dauðvona. Það gladdi mig mjög að heyra, en konan mín ætlaði að ganga af göflunum af reiði, rétt eins og læknirinn hefði stórmóðgað hana. Hann sagði að hóstinn kæmi af því, að einhver ögn hefði hrokkið ofan i barkann á barninu. Þegar hann hafði sleppt orðinu, hélt ég helzt, að konan mín ætlaði að reka hann á dyr, svo æf varð hún. Læknirinn kvaðst ætla að gefa barninu meðal til að auka hóstann, svo að það gæti hóstað upp því, sem í því stæði. Að því búnu fékk barnið snarpa hóstakviðu, og hrukku þá upp úr því nokkrar tréflísar. »Barnið hefur ekki barnaveiki«, sagði læknirinn, »það hefur líklega nagað spýtu eða eitthvað þessháttar, og þá hafa ofboðlitlar viðartægjur hrokkið ofan í barka þess. Þetta kemur ekki að neinni sök«. »Nei, þvert á mótk, sagði ég, »terpen- tínan í furuvið kvað vera svo einstaklega góð við ýmsum barnakvillum. Konan mín gæti sagt yður greinilegar u:n það allt sa:r.an«. En konan mín vildi ekkert um þetta ^ala. I-Iún sagði ekki eitt einasta orð, En fauk fokvond út úr stofunni og skellti hurðinni, svo að bergmálaði í húsinu. Þetta litla atvik úr sambúð okkar hjónanna hefir orðið okkur minnisstætt, líklega verðum við aldrei svo gömul að við gleymum því, en þrátt fyrir það forðumst við eins og heitan eldinn að minnast nokkurntíma' á það. Því að öðru leyti hefir okkur alltaf komið ágætlega saman. -------------------------- ÞAU FUNDUST . . . Þau fundust fyrst á vori, er fjör í æðum hló, en eldur brann í æðum og ást í hjörtum sló. Um dýra sumardaga þau drukku munarveig og leiddust heim í húmi af himni sól er steig. Eitt kalsakvöld um haustið þau kvöddust út við strönd, þau höfðu rætt í hita hvert halda skyldi um lönd. Hún lagði leið í austur — hún lá í sólarátt ... og hreppti gull og gæfu, var glöð og lék sér dátt. Hann valdi vesturleiðir — og varð á eftir sól — hann hreppti harm og skugga á hjarta tíðum kól. Og hvíldarlaust í horfið þau halda daga og ár. — -----Eiga þau eftir að mætast áður en lokast brár. Einar S. Frimann. 24

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.