Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 31
ÚTI Á HAFI 173 sem honum bjó í brjósti. »Vilhelm! Vil- helm!« sagði hann loksins og hneig nið- nr á bekk við borðið, studdi hönd undir kinn og grét eins og barn. Hinir við- stöddu urðu mjög hljóðir allt í einu, þeir -komust við af því, að sjá karl gráta, en síðan hrópuðu þeir hátt og með miklu fjöri: »Húrra fyrir Tom!« Karl stóð upp, hann nagaði neðri vör- ina og titraði alltaf. Svo rétti hann Vil- helm höndina. »Vilhelm«, sagði hann, »ef ég gleymi þessu, sem þú hefur mér gert, þá hefur þú rétt til að segja að Tom gamli hafi verið óþokki!« Hann fékk eigi - sagt meira, því gestirnir umkringdu hann á allar hliðar með heillaóskir sínar. Karl efndi orð sín. Hann varð ágætur gestgjafi og ávallt í sínu góða skapi. Hús hans var ávallt full frá því snemma á morgnana og og fram á nótt. Vilhelm hafði í fyrstu óttazt, að karl mundi drekka meira en góðu hófi gegndi, því að hann vissi að Tom var hneigður fyrir grogg, en karl virtist vera orðinn um- breyttur. Þegar kunningjar hans voru að erta hann á því að hann drykki minna en áður, þá var hann vanur að segja, að sá sem sæti við stýrið yrði að hafa. vit í kolli, og að skip, sem hallaðist, gengi illa undan vindi. »Það er líka heppilegt að ég bragða sjaldan groggið sjálfur, því að annars myndi mér þykja það allt- of gott handa ykkur. Bara í einu atriði breytti hann á móti vilja Vilhelms. Frá þei mdegi að hann tók við veitingahús- inu, þéraði hann ávallt Vilhelm og nefndi haim herra Hansen. Allar aðfinningar Vilhelms voru árangurslausar. Karl var vanur að svara: »Nei, það dugir ekki lengur, Vilhelm, að ég segi þú við þig, ®n leiðrétti óðara þessa villu, sem hann oviljandi gerði sig sekan um. í hvert skipti, er Vilhelm heimsótti hann, glaðnaði mjög mikið yfir karli. ^*egar árið var liðið, og Vilhelm spurði Tom hvernig honum geðjaðist að atviimu sinni, deplaði hann augunum ánægjulega og svaraði: »Ég hef farið yfir skipsdag- bók mína og álít, herra Hansen, að ferð- in hafi verið góð«. Nokkrum árum seinna lagði Vilhelm af stað í aðra ferð, sem var skemmtilegri en hin fyrri. Það var brúðkaupsferð hans, og naumast er hægt að ímynda sér hamingjusamari hjón en þau Vilhelm og önnu. Að faðir hennar hefði eitt sinn sótzt eftir lífi Vilhelms, fékk Anna aldrei að vita, því að Tom, sem einn vissi það, myndi fyrr hafa látið lífið, en að tala um það við nokkum mann, og aðrir, sem höfðu óljósan grun um það, dirfðust ekki að láta þann grun í Ijósi. Endir. I) á i n ? Oft vorar seint á okkar kalda landi andsvalir vindar fella veiku stráin, vorperlan fagra frýs og liggur dáin, flestvirðiststefna beint að lífsins grandi. Eins fer um mannheim dapur dauðans andi, djúp verða sárin, mörgum vöknar bráin, þegar við lítum liðinn, fölvan náinn, lífsins oss virðist slitið hinnzta bandi. Þóflytjumstvér við hvern einn hríðardag og hélunótt, er aftur fer að morgna, áfram til vorsins, einhver fáein spor. Svo yrkir dauðinn sjálfur lífsins lag — þvílætég gjaman sorgartárin þoma—- hann hefir flutt þig — inn í eilíft vor! Einar S. Frímann.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.