Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 24
166 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Ætli þetta geti staðið lengi yfir, ósk- ar ?« »Nei, Mona«. »Aðeins nokkrar mínútur«. »Og síðan verðum við saman um ei- lífð?« »Já, um eilífð«. »ó, þá gerir það ekkeif; til, þótt ég verði að þjást nokkur augnablik, þegar ég fæ að vera hamingjusöm með þér til eilífðar«. Hún er ekki hrædd lengur. Fyrir fót- um þeirra liggja lyngþaktar brekkur, sem hallar ofan að þverhnýptum sjávar- hömrunum. Þau taka aftui' höndum sam- an og halda áfram. Það eru tár í augum þeirra, en enn fremur endurskin af ljósi himinsins. Fám mínútum síðar standa þau á hamrabrúninni. Hún skagar út í sjóinn, sem í stöðugu hviklyndi sýður og ólgar sjötíu fetum fyrir neðan þau. Sólin er að koma upp, og himininn ber eldrauðan lit í austri. Ekkert er að sjá, nema haf og himin, og ekkert hljóð heyrist, nema máfagarg frá klöppunum fyrir neðan. »Þetta er víst staðurinn?« »Já, hér er staðurinn, Mona«. »Eigum við þá að framkvæma ákvörð- un okkar?« »Já, við skulum gera það, Mona«. Þessi tvö börn hins mikla, sameigin- lega föður, rekin út úr mannfélaginu og stíað sundur í lífinu, og sem nú leita dauðans til þess að sameinast, fara nú sameiginlega yfir helgisiðalög þess dauða, er þau hafa valið sér. Fyrst krjúpa þau úti á hamrabrún- inni og lesa bænina: »Faðir vor, þú sem ert á himnum... Gelieiligt wird dein Name... Fyrirgef oss vorar skuldir... Svo sem vér og fynrgefum vormn skuldunautum...« Svo standa þau upp, snúa upplyftu höfði til hafsins, taka saman höndum og syngja sáhna sína: »Jesu, lover of my soul... Lass mir an dein Brust liegen...« Síðan hneppir óskar frá sér frakkan- - um, tekur hið langa belti sitt af sér, og þau binda sig saman. Þau standa nú brjóst við brjóst, hjarta við hjarta og horfast í augu. »Nú er stundin komin, óskar«. »Já, stundin er komin, Mona«. »Nú get ég kysst þig«. Hann leggur handlegginn ástúðlega utan um hana og kyssir varir hennar. Hún kyssir hann einnig. Það er fyrsti og síðasti kossinn þeirra. »Guð blessi þig, af því að þú elskar mig, óskar«. »Guð blessi þig líka, Mona. Og vertu sæl!« »Nei, við kveðjumst ekki. Sjáumst aftur!« »Já, sjáumst aftur!« Sólin rennur upp við sjóndeildarhring- inn í geislandi dýrð. Víðáttumikið hafið syngur sinn óendanlega söng. Hamra- brúnin er auð. Einni stundu síðar, þegar sólgeislar morgunsins leika á öldunum undir blá- um himni, siglir eimskip í suðurátt, skreytt veifum og fánum stafnanna á milli. Það er þéttskipað hermönnum, sem standa í röðum við borðstokkinn, til þess að geta séð þorpinu hinum megin við höfðann bregða fyrir. Frá björgunarbátastöðinni við Peel heyrast háir brestir í púðurflugu, sem send er í loft upp. Lúðrasveitin á eim- skipinu fer að spila, og hermennirnir taka undir af fjálgleik með viðkvæmni: »Keep the home — fires burning... Till the boys come home...«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.