Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 25
MONA 167 Litlu síðar hringja kirkj uklukkurnar. Hærra og hærra, hraðar og hraðar hringja þær, eins og þær vildu hringja hinn gleðilega boðskap upp í háan, blá- djúpan himingeiminn: FRIÐUR! FRIÐUR! FRIÐUR! NIÐURLAG. Queenstown, apríl 1919. — Fyrir viku síðan fundu nokkrir sjómenn frá Kin- sale, sem voru að sigla heim snemma morguns, lík af ungum manni og ungri stúlku, sem voru saman bundin og rak til hafs. Við rannsóknir hefur það komið í ljós, að ungi maðurinn var Þjóðverji af góðum ættum, sem til skamms tíma var gæzlufangi í herbúðunum við Knoc- kaloe á eynni Man, og unga stúlkan átti heima á eynni, þar sem hún var vel þekkt og virt fyrir góðar dyggðir. Hún átti heimili rétt við herbúðirnar, sem heitir Knockaloe. Það var almennt kunnugt, að þau tvö höfðu borið mikla ást hvort til annars, þrátt fyrir mismunandi þjóðerni, og að ungi Þjóðverjinn hafði, eftir að vopna- hléð var tilkynnt og fangana átti að senda heim til ættjarðar sinnar, haft mikið fyrir að fá að vera kyrr i Eng- landi með þessari ungu stúlku, sem hann viJdi kvænast, og síðan leitað leyfis til að hafa hana með sér til Þýzkalands. Þegar hvorttveggja misheppnaðist, sótti á hann mikið þunglyndi, sem auðsjáan- lega hefur líka náð tökum á ungu stúlk- unni og orðið orsök að dauða þeirra. Ungi maðurinn var í hópi þeirra fanga, er síðastir skyldu yfirgefa her- búðirnar, en er brottfararstundin kom, var hann horfinn, og síðar urðu menn þess varir, að ungu stúlkunnar var líka saknað. Menn vita ekki, hvar þau hafa leitað dauðans, en þess er getið til, að að þau hafi varpað sér í sjóinn af klett- inum við Contrary, vestasta höfðanum á Manareyju, og að Golfstraumurinn, sem streymir þar rétt fram hjá eynni, hafi borið þau með sér yfir að vestur- strönd írlands, þar sem þau fundust. Sjómönnunum frá Kinsdale, sem eru einfaldir menn, en auðugir af ímynd- unarafli og oft mjög trúhneigðir, og telja marga þjóðflokka nátengda sér, — íra, Skota, Frakka og jafnvel Þjóðverja — hefur orðið mikið um örlög þessara elskenda, þar sem ást þeirra var dauða- dæmd af hatrinu milli hinna tveggja þjóða. Fyrir fáum dögum síðan báðust sjómennirnir leýfis um að mega jarða líkin, og í gær fór jarðarförin fram. Sem grafreit völdu þeir toppinn af Cape Clear, sem snýr út að Atlantshafi. í dag hafa þeir byggt háa vörðu á leiði þess- ara óhamingjusömu ungmenna, og hún verður í framtíðinni hið fyrsta, er far- þegarnir á stóru gufuskipunum, sem koma frá nýja heiminum til hins gamla, fá að sjá, og hið síðasta, er þeir menn sjá, sem yfirgefa gamla heiminn og ferð- ast yfir um til hins nýja heims. The Times. Ástin er stei’k eins og dauðinn. Af- brýðin er grimmúðug eins og gröfin, — — mörg vötn geta ekki slökkt ástina, og yfir hana geta ekki vatnsföllin skolað.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.