Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 9
ÁSGEIR UNGI 151 »Já! — Kom inn! Þakka þér fyrir, drengur minn. Ég skal skila körfunni með dótinu, þegar ég kem í morgunkaff- ið kl. 6 í fyrramálið! Hérna eru fáéinir aurar handa þér... Sæll! Svona Ásgeir. Taktu nú upp úr körf- nnni og réttu mér bollann, eins og ég væri gestur þinn. Fyrirgefðu að ég má -ekki vera að þessu öðruvísi! Hægri hend- in má ekki vita, hvað sú vinstri hefst að! — Munninn og vinstri hendina get ég helgað þér — og kaffinu! En hægri höndin og hugurinn er háður heimsstyrj- öldinni og blaðinu. Hér verður maður að haga seglum eftir vindi, lasm! Og mað- nr fær svei mér æfingu í því á þessum tímum«. »Verðurðu ekki þreyttur á þessum sí- felldu nætui*vökum?« »Ojæja. Maður venst því. Og auk þess er svo mörgu að sinna. Margt ægilega nýstárlegt á hverri stundu, svo maður gleymir öllu öðru — lifir með í háspenntri eftirvæntingu og ótta, sem tekur allan huga manns og spilar á hverja taug. Jæja, Gerum nú svo vel! Borðaðu nú vel og rækilega! Það er ekki víst hvenær þú færð nýjar rjómavöfflur næst! — Og svo skaltu sofa vel og rækilega í nótt undir ferðina. Ég skal hringja til þín í fyrramálið kl. hálf sjö, áður en ég fer heim, svo að þú hafir tíma til að dóta þig og komast á stöðina í tæka tíð. — Mundu nú að fara varlega — og gefðu þig' ekki mikið að ókunnugum og útlend- mgum — að óreyndu. Það er misjafn sauður í mörgu fé um þessar mundir, 'enda verður mörgum hált á því!« »Þakka þér fyrir kaffið!« »Verði þér að góðu!« »Heyrðu, viltu gera mér greiða, um ieið og þú ferð heim! Yfirlögregluþjónn Sundvor hefur næturvörð á Torginu um þetta leyti. viltu biðja hann að hringja til mín um miðnæturleytið, t. d. kl. hálf eitt. — Þakka þér fyrir! Jæja, vertu nú blessaður og sæll, og góða ferð! Ég vona, að allt gangi þér sem allra bezt! — Já, það er satt, meðan ég man: — Láttu mig fá utanáskriftina hennar mömmu þinnar, áður en þú ferð. — Það gæti gleymzt síðar. — Þakka þér fyrir! •— Mundu það nú að þú ert einka- sonur hennar, — og að hún er orðin ekkja! — Það er réttast að vera við öliu búinn á þessum tímum. Ekki sízt á sjó!« »Nei, ekkert að þakka, Ásgeir. Ég hef gert minna fyrir þig en flesta aðra landa, sem hingað hafa komið í atvinnuleit — eöa hamingjuleit. Þakka þér sjálfum fyrir alla skemmtunina, sönginn þinn, gleðina! Þú hefir verið mér lifandi kveðja æskunnar — alls þess, sem ég ann heima! — Og það hefur glatt mig ósegjanlega á þessum gleðisnauðu tím- um. Það er því ég, sem skulda þér, en ekki öfugt!«------- »Góða nótt!« »Góða nótt!« »Halló! Já! »Dagblaðið« hérna! — Síminn gall við í sífellu. úr öllum áttum. Fréttir og fyrirspurnir á víxl um við- burði, sem gerðust á hverri stundu alveg inn að landamærunum: Fallbyssudunur utan af Norðursjónum, sprengidufl á reki í skipaleiðinni. Zeppelin á norður- leið vestur af útsíra. Símskeytin frá fréttastofunni komu í hrönnum með hálfrar stundar millibili. En þá leiðina komu nú orðið engar merkar fréttir né nýstárlegar. Það var þetta sama gamla, sem maður var orðinn svo vanur við hátt á þriðja ár, að það var fyrir löngu hætt að »hrífa«. Smá átök á austurvígstöðv- unum og ísonzó-línunni. »Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum«. — Aðeins fáeinar vængskotnar flug-vélar. Nokkur hundruð mannslíf. Nokkur tár í viðbót við hafið mikla. Og hjartablóð nokkurra ung-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.