Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 33
NYTJAJURTIR 175 þau missa hina venjulegu lögun og verða hnúðlaga eða hnöllótt. Það kallast rótar- hnýði eða stöngulhnýði eftir því urn hvom hlutann er að ræða. Forðanæring ■ sú, er plöntumar safna, er oftast mjölvi, þó getur hún einnig verið sykur og stundum eggjahvítusambönd. Alloft er alla þessa efnaflokka að finna í sömu plöntu. Feiti og kryddkenndar olíur finn- ast og oft. a. Kartaflan (Solanum tuberosum). Kai-taflan er langmerkust allra slíkra plantna. Hún er af allstórri ætt, sem við hana er kennd og nefnist kartöfluætt. Flestar tegundir ættar þessarar eru hita- beltisplöntur, en allmargar vaxa þó villt- ar í tempruðum löndum, þar á meðal nokkrar tegundir á Norðurlöndum, en engin á fslandi. Ýmsar merkisplöntur aðrar en kartaflan eru af ætt þessari, t. d. tómatan og tóbaksjurtin. Verður sumra þeirra getið síðar í ritgerð þess- ari. Kartaflan er allstór jurt með strend- um stöngli og fjaðurstrengjóttum, skipt- um eða samsettum blöðum. Blómin heil- kiýnd, hvít eða Ijósfjólublá, í sveipleitri blómskipan. Aldinið, sem sjaldan nær að þroskast hér á landi, er allstórt grænt ber, er í því lítið eitt af eiturefni, eins og í fleiri skyldum plöntum. Merkasti hluti kartöfluplöntunnar eru jarðrengl- þmar, sem á endum sínum bera hnúða þá, er við köllum kartöflur, og eru hvort- tveggja í senn forðageymsla plöntunnar og ætluð henni til æxlunar. Enda er því svo farið að kartaflan æxlast langtum meira kynlaust með hnýðunum, en kynj- að með fræjum. í köldum löndum er kyn- lausa æxlunin einráð. Skal nú hnýðunum lýst nokkru nánar. út frá jarðstöngli og neðstu blaðöxlum ljóssprotanna vaxa langar renglur, ef þær lenda ofanjarðar verða þær grænar og blaðbærar líkt og aðrir ljóssprotar plöntunnar. Séu renglur þessar aftur á móti jarðhuldar skapast hnúðar á hverjum rengluenda af mjölvi, er í þá safnast. Hnúðar þessir eru kart- öflurnar. Því betur sem moldinni er hlúð að kartöflugrasinu því fleiri hnúðar skapast. Af kartöflunhi er til ótal af- brigða líkt og öðrum yrkiplöntum. Er munur afbrigðanna með ýmsu móti. Einkurn lýsir hann sír í ólíkri lögun og lit hnýðanna, eru þau hnöttótt, aflöng, sívalvaxin o. s. frv. Á litinn eru kartöfl- urnar hvítar, gular, rauðar, fjólubláar eða brúnar. Utan um hnýðið er þunn korkhimna til varnar útgufun. í hnýðið að utan eru smádældir, »augun«, eru það blaðaxlir en bogadregna brúnin við aug- að neðanvert er blað. í blaðöxlum þess- um eru brum, sem ljóssprotarnir vaxa úr, við vöxt þeirra tæmist smám saman nær- ingarforði móðurkai’töflunnar. Gerð kartöflunnar hið innra er þannig, að hún er samsett af ótölulegum grúa óreglulega lagaðra frumna. Frumur þessar eru út- troðnar af mjölviskornum, en mjölvið er aðalnæringarforði kartöflunnar. Eins og fyrr er getið æxlast kartöfl- urnar aðallega kynlaust. Kynæxlun þeirra nota garðyrkjumenn einkum við sköpun nýrra tilbrigða með víxlfrævun. Hefir tekizt að gera geysimiklar kynbæt- ur á kartöflujurtinni. Er talið að af- brigðum hennar fjölgi stöðugt, ogeru þau þó nokkuð á annað þúsund. Þegar hefir verið getið um ýmsan útlitsmun afbrigð- anna, en munurinn kemur fram ífleiru, er hann bæði munur á þolni gegn frosti, mjölvismagni, vaxtarhraða, bragði o. fl. í sumum löndum með ólíku loftslagi í ýms- um héruðum, hefir í tilraunastöðvum tekizt að framleiða afbrigði, sem bezt eiga við hið ólíka loftslag hvers landshluta. Þann- ig hefur Svíum tekizt að skapa afbrigði til ræktunar bæði norður í Norðurbotn- um og’ suður á Skáni, en skilyrði eru ger-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.