Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 19
MONA 161 söfnuðinn hlýða knéfallandi á trúarjátn- inguna, sem presturinn les upp, og end- urtaka hana síðan eftir honum. Hún get- ur ekki farið inn, meðan á því stendur, og bíður því í forkirkjunni. Börnin úr sunnndagaskólanum, sem krjúpa hægra megin við prédikunarstól- inn, hreyfa höfuð sín við og við og gægj- ast í laumi niður á fötin sín, — þau eru svo ánægð og hamingjusöm í nýju páska- fötunum sínum. Hún var líka vön að vera hreykin og hamingjusöm í páska- skrúða sínum. Það er næstum því kvelj- andi. Lífið virðist henni svo fagurt nú, þegar dauðinn er nálægur. Þegar raddirnar þagna og hún ætlar að smeygja sér inn, snýr nokkur hluti safn- aðarins sér við og horfir á hana. Það veldur henni kvalar, að þeir hugsa ef til vill urn hana eins og hina iðrunarfullu, syndugu konu, sem var vön að standa við kirkjudyrnar í gamla daga, og hún stað- næmdist. Guðsþjónustunni er haldið áfram með páskasálmum og guðspjalli, og loks hefst síðasti sálmurinn fyrir prédikun: »Jesu, lover of my soul, let me to thy bosom fly...« Mona hefur þekkt þenna sálm, síðan hún var barn, og þó er eins og hún hafi aldrei skilið hann fyrr en nú: »WhiIe the gatherings waters roll, while the tempest still is high«. Án þess hún hafi orðið þess vör, streyma tárin niður vanga hennar. Pré- dikunin hefst, og rödd prestsins nær til hennar, þar sem hún stendur, og bland- ast saman við klið fuglanna í trjánum °8' lambajarminn utan úr haganum. Ræðan er um síðustu daga Jesú, dauða hans og upprisu, um það, hvernig óvinir hans hötúðu hann og vinir hans sviku hann, öll sú óttalega, en þó fagra frá- sögn. »Hann hefði getað umflúið dauðann, en hann gerði það ekki. Hann dó af fús- um vilja. Hvers vegna? Af því að hann vissi, að með dauða sínum frelsaði hann heiminn«. Jesú dó til þess að sýna mönnunum, að hið eina, er nokkru máli skipti, var frelsun sálarinnar. Auðæfi voru einkis verð, sömuleiðis ættgöfgi eða fátækt. Jesú lét sig engu skipta, þótt væri hann hataður og fyrirlitinn, vinalaus og heim- ilislaus, svikinn af mannkýninu. í hans augum hafði kærleikurinn einn þýðingu, og af því að hann elskaði heiminn, dó hann fyrir hann. »Og þess vegna koma allar sorgmædd- ar sálir til hans, eins og þær hafa til hans komið í þær tvær þúsundir ára, sem liðnar eru, síðan hann ferðaðist um hér á jörðunni, — og eins og þær munu halda áfram að koma til hans, meðan jörðin er við líði. Hjá honum einum hef- ur sálin frið«. Áður en presturinn hefur lýst blessun- inni, er Mona komin á leiðina heim. Nú eru engin tár í augum hennar, og í hjarta sínu finnur hún örugga ró. Hingað til hefur hún litið á áform sitt eins og eitthvað, sem hún yrði að biðja guð fyrirgefningar á. Nú er því annan veg háttað. Ef Jesú hefur dáið af fúsum vilja, — ef hann hefur dáið fyrir kær- leik sinn, hví skyldi hún þá ekki gera slíkt hið sama? Og ef hann með dauða sínum frelsaði heiminn, væri þá ekki fórn hennar söm og hans? í æstu hugarástandi sínu getur hún ekki skynjað, að þarna er nokkur munur. Það, sem hún ætlar sér fyrir, kemur henni nú ekki fyrir sjónir sem synd, heldur sem fórn. Ef heimurinn er fullur hatri af afleiðingum stríðsins, getur dauði hennar ef til vill frelsað hann. 21

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.