Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 22
164 NÝJAR KVÖLDVÖKUR í hálfum hljóöum um það, hvernig þær ætli sér að frelsa heiminn frá stríði og hræðilegum afleiðingum þess, með því að gera hið sama og hann, sem sigraði dauðann og endurleysti sálirnar, — fórna lífinu fyrir aðra. En örvænting þeirra veldur því, að þau finna ekki muninn. »Svo að jafnvel þótt kirkjurnar séu eiiis og þú segir, þá er Jesú þar allt- af---------« »Já, já, Jesú er þar, Mona«. 16. KAPITULI. Klukkan 5 að morgni næsta dags klifra ungur maður og ung stúlka upp hálsinn, sem liggur milli herbúðanna og hafsins. Það er gráleit birta á himni, síðustu stjörnurnar eru að hverfa; morguninn er kyrr. Annað veifið heyra þau hana- gal frá hænsnahúsinu á n'ágrannabæn- um og hundagelt fjarst úti i hálfdimm- unni. Annars heyrist ekkert hljóð, nema þyturinn í þýðri golunni, sem ætíð líður yfir jörðina rétt áður en dagar. Þau ganga hlið við hlið. Þau geta naumast greint andlit hvors annars, og þau haldast í hendur til þess að vera saman. Sakir myrkursins og að nokkru leyti af öðrum orsökum, sem þau varla þekkja deili á, ganga þau mjög hægt og staðnæmast öðru hvoru til þess að draga andann. Þau .reyna að gera ferð sína svo langa, sem unnt er. Þetta er líka hinnsta gangan. »Fyrirgefðu mér, óskar«, segir Mona. »Það er ekkert að fyrirgefa, Mona. Svona varð það að vera«. »Já, þannig varð það að vera. Það er víst engin önnur leið ?« »Nei, það var engin önnur leið, Mona«. Það hafði verið hljótt í herbúðunum, er þau gengu þar fram hjá, en þegar þau eru komin miðja vegu upp á háls- inn, heyra þau ýmiskonar hávaða frá skuggalegum staðnum þarna niðri. Þeg- ar þau líta við, greina þau óljóst, að eitthvað er á hreyfingu í þriðju deild. Litlu síðar heyra þau lúðurdyn — það er síðasti fangahópurinn, sem verið er að safna saman, og eftir nokkrar mín- útur heyrist hringing yfirgnæfa hávað- ann, — nafnakallinu er lokið, og óskars er saknað. »Þeir hafa uppgötvað að ég er þar ekki«, segir hann, og þau staðnæmast bæði. Þau eru nú komin upp að kirkjugarðs- veggnum, þar sem turninn stendur, og til þess að þau verði ekki séð, þrýsta þau sér upp að veggnum. Þau standa um stund í æstri eftir- væntingu, án þess að mæla orð frá munni, en rétt á eftir sjá þau dökk- klædda fangana skipa sér í fylkingu og halda út úr herbúðunum, undir eftirliti varðmannanna. »Þelr hafa hætt við að leita mín«, seg- ir óskar, og' báðum léttir. Þau heyra fyrirskipanirnar, sem fjar- lægðar vegna eru mjög óglöggar, sjá mennina beygja ofan veginn gegnum stóru hliðin og út á þjóðveginn. Fyrst heyrast aðeins tilbrigðalaus hljóð stig- mældra fótataka á harðri jörðinni, en er varðmennirnar loka hliðunum að baki fanganna og hljómur járnhjaranna heyr- ist í kyrrð loftsins, ljósta fangarnir upp fagnaðarópi. Það er kynlegt og sam- ræmislaust óp, eins og væri það knúð fram af megnri fýrirlitningu, og á eftir því hefja þeir þverúðarkenndan söng: »Glory to the brave men of old, Their sons will copy their virtues bold, Courage in heart and a sword in hand.« Fám mínútum síðar hafa trén hulið

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.