Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 45
BÓKMENNTIR 187 lialdi, veiti honimi lífshamingju, skapi lífi hans ný takmörk og æðri tilgang. Persónur sögunnar eru hvorki margar né stórbrotnar. Jóhannes mun ekki telja það hlutverk sitt að lýsa óvenjulegum mönnum, heldur hversdagslegu og al- gengu fólki. Þetta sker ekki úr um gildi sögunnar. Slík viðhorf em vitanlega rétt- mæt. Hitt ríður baggamuninn hversu sönn lýsingin er að sálfi’æðilegum rök- um, og hversu vel hefir tekizt að túlka hana eftir kröfum listarinnar. Ég get ekki betur séð, en saga Hauks frá Bjargi, söguhetjunnar, ráðist senni- lega, eftir því sem til er stofnað. Hann er draumlyndur hugsjónamaður frá upp- hafi, en í skapgerð hans leynast ýmsir brestir, eins og veilur ei*u í skaphöfn okkar allra, og ferill hans virðist eðli- lega rakinn. Hann er leiksoppur í hendi ómildra örlaga, enda er hann barnsleg og einföld sál. Þó virðist mér hann — af fs- lending að vera, og það jafnvel bónda — óskemmtilega og ótrúlega geðlaus, þegar hann á tal við Arnór, friðil konu sinnar, í hlöðunni á Bjargi, stundu eftir að skoll- ið hefir á hann þyngsta ólag lífs hans, og hann hefir þolað smánarlegasta löðrung- inn af hendi þessa fornvinar síns. Það eni heimspekilegar bollaleggingar og volgurslegar orðahnyppingar sem fara þar fram á milli þeirra, á þeirri stundu, sem sæmilega skapstór maður hefði gengið næst lífi Aniórs, eða a. m. k. ekkl þolað honum neitt vingjarnlegt kjaft- æði. Ýmsum öðrum persónmn sogunnar er og vel lýst, og oft, að því er virðist, sál- fræðilega rétt: Sidda kaupakona, Ásdís, Grímur bóndi og ekki sízt Valgerður gamla, kona hans, eru skýrt dregin og ;skiljanleg í öllum sínum mannlega vesal- dómi og breyskleika. Við þekkjum þau oll úr hópi kunningja okkar og nágranna. Gamla konan, full móðurlegri elsku og* umburðarlyndis, mitt í striti sínu og um- komuleysi, er einhver geðþekkasta og minnisstæðasta manneskjan í bókinni. Yfir höfuð virðist Jóhannes gæddur sál- fi*æðilegi*i gáfu og skyggni á skaplyndi manna. Aftur á móti virðast honum nokkuð mislagðar hendur á listafrásögn og eðlilega stígandi í sögunni, þótt marg- ir kaflar hennar séu prýðilega sagðir út af fyrir sig, og stílleikni hans nær al- staðar í bezta lagi. Tveir úr hópi þekktustu skálda þjóðar- innar, þeir Halldór Kiljan Laxness og Jóhannes úr Kötlum hafa nú næstum samtímis ritað og gefið út bækur um sama eða mjög svipað efni: íslenzkt sveitalíf og bændakjör. Þeir eiga báðir sammerkt í því, að þeir freista hvergi að draga á frásögn sína blæju róman- tískrar fjarlægðar, eða bera lífskjör af- dalabænda og einyrkja ómaklegu lofi. Enginn vafi leikur á því, hvorum þeirra hafi betur tekizt: Halldór Kiljan er þaul- æfður skáldsagnahöfundur. Á milli fyrstu bókar hans, »Barn náttúrunnar«, og hinnar síðustu, »Sjálfstætt fólk«, er mik- ið djúp staðfest. Hann hefir gengið glæsilegan og stórstígan þroskaferil, og þrauttamin kunnátta og snillingsgáfa setur merkilegan svip á síðustu bók hans. En hitt er og engu síður víst, að frum- smíði hans í skáldsagnagerð þolir engan samanburð við frumsmíði Jóhannesar, enda var það ekki líklegt, því þótt Jó- hannes sé byrjandi í þessari grein list- arinnar, þá er hann enginn hvítvoðunguv sem skáld og rithöfundur, eins og Hall- dór var þá. Nú er eftir aö vita, hvort þroski hans verður jafn glæsilegur og Halldórs er þegar orðinn. Engu skal hér um það spáð. útgáfa bókarinnar er hin myndarleg- asta, svo sem þeirra er von og vísa, út- gefanda og prentara. Jókami Frímcmn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.