Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 32
Steindór Steindórsson frá Hlöðum. NYTJAJURTIR. (Framh.). II. Garðjurtir. Svo nefni ég einu nafni allar þær teg- undir jurta, sem ræktaðar eru í mat- jurtagörðum til manneldis. Er þar um áð ræða harla sundurleitar tegundir í hvívetna, hvort heldur sem litið er á gerð þeirra og ætterni, næringargildi, eða hvaða hluti þeirra það er, sem neytt er. Af sumum þeirra neyta menn blaða eða stönguls, eða hvorttveggja, af öðrum eru það rætur eða jarðstöngull, sem not- að er, og enn eru aðrar, sem ræktaðar eru vegna fræjanna. Allur þorri þessara jurta er nefndur einu nafni grænmeti, en vitanlega á það nafn aðeins við, þeg- ar etnir eru hinir grænu hlutar jurtar- innar. Mjög er ólíkt um næringargildi þessara jurta. Svo má kalla, að sumar þeirra séu eingöngu notaðar til bragð- bætis og til að gera fæðuna fjölþætta. Aðrar mega aftur á móti kallast undir- stöðumatur. I sumum þeirra er næring- arforðinn einkum mjölvi, sykur eða önn- ur kolefnasambönd, aðrar hafa einkum eggjahvítu að geyma. En öllum er það sameiginlegt, að þær gera fæðuna holl- ari en ella. Það er nú einróma álit allra manneldisfræðinga, að nauðsynlegt sé að blanda fæðuna sem mest, og að júrta- fæða sé yfirleitt hollari en dýrafæða. Mjög er þó ólíkt um það, hversu mikils er neytt af jurtum þessum, bæði meðal einstaklinga og heilla þjóða. Sumstaðar er jurtafæðan aðalnæring manna, og garðjurtirnar meginþáttur fæðunnar;- Annarstaðar, eins og t. d. meðal þorra manna hér á íslandi er þeirra tiltölulega lítið neytt, og þær að mestu leyti hafðar til að krydda fæðuna. Af öllum þeim aragrúa garðjurta, sem ræktaðar eru víða um lönd, er hér aðeins hægt að geta um fáeinar. Vel ég þá eink- um þær, sem að einhverju leyti hafa gildi fyrir okkur íslendinga. Annaðhvort þær tegundir, sem kleift er að rækta hér eða eru fluttar til landsins til neyzlu. Einnig get ég einkum þeirra tegunda,.. sem ræktaðar eru meðal nágrannaþjóða vorra. Er í þessum flokki færra miklu um þær tegundir, sem kallast mega al- þjóðaeign en í hinum fyrri, brauðplönt- unum, því að korntegundirnar mega. heita þekktar af öllum þjóðum. Garðplöntunum skipa ég í flokka eftir því, hvaða plöntuhluti er notaður. I. Rótarávexlir. í þennan flokk skipa ég öllum þeim tegundum, sem ræktaðar eru vegna hinna jarðhuldu hluta þeirra. En jarðhuldir plöntuhlutar eru bæði rætur og svonefnd- ir jarðstönglar. Þegar plöntuhlutar þess- ir eru notaðir til manneldis geyma þeir ætíð einhverja forðanæringu, sem plant- an hefur ætlað sér síðar, þegar fæðuþörf hennar er meiri en það, sem hún getur aflað sér daglega. Verja plönturnar þess- ari forðanæringu aðallega til þroskunar blómum sínum og aldinum. Oft er svo mikil forðanæring í rót eða stöngli, að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.