Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 18
160 NÝJAR KVÖLDVÖKUR inn af þér! Þegar þeir sögðu mér, að ég hefði fengið Viktoríukrossinn, hló ég og sagði: »Systir mín væri búin að fá hann fyrir löngu, hefði hún verið hér«. Enginn hataði Þjóðverjana eins og þú gerðir, en nú, þegar þú hefur gefið ein- um þeirra sjálfa þig.....« »Rob----------Rob-----------« »Hvers vegna hugsarðu þér að giftast honum? Allir álíta það. Pabbi áleit það líka, og það varð honum að bana«. Mona reynir árangurslaust að tala. »Feldu þig, Mona! Feldu sjálfa þig og smán þína í fjarlægum afkima, þar sem enginn þekkir þig. Þú hefur marið hjarta mitt og nú.....« »Robbie! Robbiek Hún vaknar við hljóð sinnar eigin raddar. Geislar rísandi sólar falla á hana, þegar hún sezt upp í rekkju sinni í allri sinni öi*vænting. Þetta var aðeins draumur. Og þó hef- ur hann sagt henni allt. Nú eru öll sund lokuð. Svo langt hefur þá vegurinn, sem hús kaus, flutt hana. Dómurinn yfir ást hennar er upp kveðinn. Ekki aðeins heimurinn, heldur og lífið sjálft, er henni nú lokað. Að þurfa að taka út hegningu fyrir synd, sem ekki hefur ver- ið drýgð — það er sannarlega átakan- legt. Þá er þúsund sinnum betra að deyja! Þegar hún spyr sjálfa sig, hvernig hún eigi að gera það, finnst henni það allt svo einfalt og lítils vert. Enginn mun taka það nærri sér, — enginn nema ósk- ar. Það er honum fyrir beztu, að hún sé ekki lengur til. Þá getur hann farið heim á sínum tíma. Hvort í sínu lagi geta þau komizt leiðar sinnar. Þau hafa einungis ekki leyfi til að lifa saman, og þar sem annað þeirra verður að hverfa, er bezt, að það sé hún. Það veldur henni sársauka, að óskar muni þjást. Já, hann mun vérða mjög hryggur, en tíminn mun græða hann. Og þegai’ hann er kominn heim og sorgin yfir missi hennar er hjöðnuð, þá mun hann ef til vill — af því að hann er svo ungur og karlmannlegur — hver veit? -----Nei, það þolir hún ekki að hugsa um. 15. KAPITULI. Páskadagur rennur upp, einn þessara blessuðu morgna á loforðaríkasta tíma ársins, þegar það eitt, að vera til, felur í sér nægilega hamingju. Mona lagar til i húsi sínu og hefur það á tilfinningunni á meðan á því stendur, að það sé gert í síðasta sinn. Þegar hún heldur, að hún sé búin, upp- götvar hún allt í einu, að hún. hefur ekki borðað morgunverð. En nú má það einu gilda. Hún er samt sem áður mjög þyrst, og svo býr hún sér til sterkt te og drekk- ur tvo bolla. Kirkjuklukkurnar eru farnar að hringja, og hún ákveður að fara í kirkju, einnig í síðasta skipti. Hví skyldi hún ekki gera það ? Það er að vísu satt, að hún hefur í hyggju að gera það, sem góðir menn mundu leggja þungan dóm á, en það er þýðingarlaust að hugsa um það nú. En hve loftið er milt og veðrið yndis- legt. Fjólurnar og rósirnar anga, og frá hafinu berst hressandi, sölt kæla. Og fuglarnir syngja og kvaka! Já, það er sorglegt! Það er mjög sorglegt! Hún verður seint fyrir. Klukkurnar eru hættar að hringja, og hún mætir engum á veginum. Hún hafði eytt löng- um tíma í að skipta klæðum. Hún hafði verið svo máttfarin og oft orðið að setj- ast á meðan. Guðsþjónustan er hafin, þegar hún kemur að kirkjunni. Gegnum innri hurð- ina, sem stendur í hálfa gátt, sér hún

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.