Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 28
170 NÝJAR KVÖLDVÖKUR mun þykja betra, að deyja með öðrum heldur en einn saman«. »Nei, nei, svo langt má það ekki ganga«, sagði Vil- helm, sem á þessu augnabliki hugsaði til önnu og fannst hann horfa framan í hina örvæntingarfullu ásjónu hennar. »Ætlarðu að hlífa houm?« spurði Tom. »Ég veit ekki — fyrst verð ég að fá vissu«. »Hvernig ætlarðu að fá hana?« »Ég ætla að fara til frænda míns«. »Ég fer með‘«, sagði Tom; »augu mín eru skarpskyggnari en þín, og ég skal segja þér, hvað þau verða vör við, og svo get- ur þitt eigið höfuð og hjarta gert úr því, það sem þú vilt«. Vilhelm þagði, hann sýndist vera að hugleiða eitthvað. »Það er gott, Tom, komdu með«, sagði hann og stóð upp. »Ætlarðu að fara strax til frænda þíns?« »Já«. »Það er rétt, Vilhelm. Duglegur sjómaður á ætíð að nota byrinn þegar hann gefst«. Þeir gengu þegjandi hvor viö annars hlið að húsi Eltens. Hjarta Vilhelms sló svo hart og ákaft, að honum varð ósjálf- rátt að þrýsta hægri hendinni á brjóstið. Hann óttaðist ekki að finna frænda sinn, en hann hafði ekki hug til að líta upp í gluggana til önnu. Þeir gengu inn í húsið. Nokkrir bók- haldarar ráku upp undrunaróp er þeir sáu Vilhelm. Tom ýtti þem frá þegjandi, og dró Vilhelm með sér, beint að her- bergi reiðarans. Þeir gengu inn án þess að berja að dyrum. »Hvað viljið þér?« spurði Elten önugur; hann hafði ekki tekið eftir Vilhelm. »Ég kem hér með upprisinn mann«, sagði Tom. Vilhelm var kominn inn í herbergið. Elten stökk upp úr sæti sínu við púltið, hopaði á hæl, starði á Vilhelm, og titraði á beinunum. »Þú lifir«, æpti hann, og skalf í honum röddin. »Já, hann lifir og er heill heilsu«, svaraði Tom. »Hann óskar af yður einn- ar útskýringar, þvi......« Hann komst ekki lengra. Augu Eltens urðu stærri og stærri, eins og þau ætluðu út úr höfðinu. Hann fálmaði með höndunum eins og hann væri að leita að einhverju sem hann gæti stutt sig við. »Ekki ég, — ekki ég«, hrópaði hann og bætti við nokkrum óskiljanlegum orðum, sem hann stamaði út úr sér, síðan hneig hann nið- ur. »Hann deyr«, hrópaði Vilhelm ótta- sleginn. »0, nei, hann deyr ekki svona allt í einu«, svaraði Tom, hóf upp hinn máttlausa líkama reiðarans og lagði hánn á legubekkinn. »Þetta kom reyndar nokkuð flatt upp á hann«, bætti Tom við. »Ef hann deyr, þá er það víst, að fögnuðurinn yfir endurfundunum hefir ekki drepið hann«. Vilhelm heyrði ekki þessi orð. Á þessu augnabliki var horf- in úr hjarta hans öll gremja við frænda sirin, en í þess stað var hann fullur hræðslu og kvíða um föður önnu. Hann kallaði á hjálp, nokkrir skrifarar komu til og einn þeirra var sendur eftir lækni. Elten lá alveg hreyfingarlaus með lok- uðum augum, og varirnar kreistar fast aftur. »Hann hefir fengið slag«, sagði læknirinn, þá er hann hafði skoðað hann. »Hann deyr«, hrópaði Vilhelm. Lækn- irinn ypti öxlum og sagði:: »Ef hann fær ekki slag aftur, þá vona ég að engin hætta sé á ferðum, en umfram allt er honum nauðsynlegt að hafa næði«. Elten var síðan borinn inn í sitt svefn- herbergi. Vilhelm gekk á undan, og þeg- ar búið var að koma honum fyrir, gekk hann inn til önnu. Þegar hún sá hann, hljóðaði hún upp yfir sig, flýtti sér í faðm hans og grúfði sig við brjóst hans. Henni fannst hann ekki vera upprisinn frá dauðum, því hún hafði aldrei trúað því, að hann væri dauður. Hún lagði báðar hendur um háls honum og kyssti hann innilega, hló og grét í einu, því loksins var hún nú búin að heimta hann í úr helju, og hún vissi að þau áttu hvort annað, og mundu ekki skilja aftur. Á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.