Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 30
172 NÝJAR KVÖLDVÖKUR um nokkuð rórra, en þó var ástand hans alltaf hið hönnulegasta, því hann var með fullu ráði og gat gert sér ljóslega grein fyrir, hvílíka ógæfu og bölvun á- girndin hafði ollað honum. Eftir nokkr- ar vikur leysti dauðinn hann frá þess- um þjáningum. Anna stóð nú alein í heiminum, en Vilhelm studdi hana með ráði og dáð. Til þess að yfirgefa hana ekki, hætti hann við þá fyrirætlun sína að verða sjómaður, og gekk á verzlunar- skóla til þess að búa sig undir kaup- mannsstöðuna. Einn vinur föður hans sáluga varð fjárráðamaður, bæði hans og önnu, og efni þeirra voru í höndum ráðvands manns. Vilhelm gleymdi ekki, hvað hann átti Tom upp að unna. Þegar karl lét það í Ijósi við Vilhelm, að sig langaði til að eiga veitingahús nálægt höfninni, þá bað hann fjárráðamann sinn að uppfylla þessa ósk karls á sinn kostnað, og var það auðsótt. Án vitundar gamla Toms var nú reist skrautlegt veitingahús í nánd við höfnina, og út- búið með öllu því tilheyrandi. Nafn- spjald með áskriftinni »Toms næði« og akkeri sitt hvoru megin, var fest upp yfir dyrnár. Vilhelm hafði í laumi lagt það undir við marga háseta að fylla veit- ingasalinn sem gestir og hafði lofað þeim ókeypis veitingum; síðan sótti hann gamla Tom, til þess að drekka með hon- um eitt glas af groggi«. »Ég hef uppgötvað nýtt veitingahús, þar sem vel er veitt«, sagði hann. »Nýir vendir sópa bezt«, svaraði Tom. »Ég get ekki lofað skipið fyrr en það hefir farið góða ferð, og alveg hið sama á sér stað um nýtt veitingahús«. Þegar þeir komu að veitingahúsinu og Tom sá spjaldið yfir dyrunum, undrað- ist hann mjög, án þess að honum dytti þó nokkuð í hug, að hann sjálfur stæði í sambandi við það. »Vilhelm«, sagði hann, »það er sannai*- lega góð hugmynd að kalla þetta »Tom’s næði«. Og ef mér geðjast eins vel að grogginu og nafnspjaldinu, þá er ég hræddur um, að ég leiti hér oftar hvíld- ar, en nauðsynlegt er«. »Þér getið líka, Tom, unnt yður hvldar«, tók Vilhelm fram í«. Ivarl klóraði sér bak við eyrað. »Það er nú hálfbölvað að geta unnt sér næðis, þegar maður veit ekki af hverju á að lifa«, svaraði hann. »Það verða einhver ráð með það, við skulum tala betur um það, þegar við erum búnir að fá okkur glas af groggk. Þeir gengu inn í veitingasalinn. »Góðan daginn, Tom!« hljómaði úr öll- um áttum frá kunningjum hans, þú hef- ur hitt réttu leiðina, þú ert viss með að finna strax nýtt veitingahús, þó að það standi ekki á þínu sjókortk. »Þarna yfir dyrunum stendur »Toms næði««, sagði karl hlæjandi, þess vegna hef ég rétt til að skoða mig um hér, og mér geðjast vel að öllu hér«. »Vitið þið hve nýi gest- gjafinn er?« spurði Vilhelm gestina. »Hann er enn ekki kominn upp á þilfar, en groggið er ágætt«, svöruðu þeir. »Nú jæja, þá ætla ég að sýna ykkur hann«, sagði Vilhelm. »Hann heitir Tom og stendur hérna«. Karl horfði gremjulega í kringum sig. »Slepptu þessu heimsku gamni, Vilhelm«, sagði hann. »Það er ekkert gaman, Tom«, svaraði Vilhelm, »ég á yður óendanlega mikið að þakka, og þar eð þér létuð þá ósk í Ijósi, að eiga dálítið veitingahús, þá lét ég byggja þetta handa yður. Allt hér er yð- ar eign, og það skyldi gleðja mig, ef yð- ur líkaði það«. Og nú fékk hann að sjá það, sem hann hafði ekki búizt við að væri mögulegt. Karl stóð þar sem steini lostinn og titraði á beinunum, hann baðaði út hönd- unum og gat ekki fengið orð yfir það,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.