Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 36
178 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ar einknm til kúaíóðurs. í Norður-Ame- ríku norðanverðri er hún nokkuð rækt- uð, bæði til manneldis og fóðurs. Um uppruna gulrófunnar er það að segja, að talin er hún afbrigði af raps- plönhmni (Brassica napus), sem vex villt víða í löndum kringum Eystrasalt- ið. óvíst er, hvenær hún fyrst var tek- in til ræktunar, þó er talið áreiðanlegt, að farið var að rækta hana suður í Bæ- heimi í byrjun 17. aldar. Annars er erf- itt að vita nokkuð um sögu tegundar þessarar fyrr, því að henni er mjög blandað saman við næpnna (Brassica rapa rapifera), sem henni er mjög skyld og ræktuð á sömu slóðum, en nær ein- göngu til skepnufóðurs. Þó eru einnig til matarnæpur, og- hafa þær verið bæði út- breiddari og fyrr teknar til ræktunar en gulrófan, en síðan hafa báðar þessar teg- undir orðið að þoka fyrir kartöflunni í þeim héröðum, sem unnt er að rækta hana með góðum árangri. Gulrófan er önnur aðalgarðjurt fslend- inga. Hún hefir verið ræktuð hér all- lengi, enda þótt óvíst sé, hver hafi fyrst- ur flutt hana til landsins. Getið er um kálrækt hjá Vísa-Gísla, og er sagt, að hann hafi fyrstur manna stundað hana hér á landi. Líklegt má þó telja, að hann hafi ræktað gulrófur eða næpur, því að tegundir þessar eru oft kallaðar einu nafni kál hér, einkum í eldri frásögum. Seint mun samt rófnáræktin hafa breiðst út hér. Árið 1749 er talað um rófnarækt á Bessastöðum og víðar, einkum hjá em- bættismönnum. Ennþá ræktum við miklu minna af gulrófum en vera ber, því að þær ná góðum þrifum hvar sem er á landinu, ef nokkur alúð er lögð við ræktun þeirra. Gulrófan og næpan eru þær matjurtir, er virðast sem skapaðar fyrir köldustu lönd jarðar, er byggð eru hvítum mönn- um. c. Hreðka (Raphanus sativus). Hreðkan er einnig af krossblómaætt- inni. Hún getur orðið allstórvaxin planta, en er sjaldan látin ná verulegum þroska, þar sem hún er ræktuð, því að hún er ljúfengust fæða meðan hún er smávaxin. Hreðkan safnar forðanæringu í upprétt- an jarðstöngul. Hún er holl og hressandi fæða, er t. d. talin einkar gott meðal við skyrbjúgi sakir innihalds síns af C-fjör- efnum. Má því fremur telja hreðkur til matarbóta en beinlínis til næringar. Hreðkan er upprunnin í vestanverðri Asíu. Til forna var hún mjög ræktuð í Egiptalandi og hjá Grikkjum og Róm- verjum. Til Englands barst hún um miðja 16. öld og nokkru síðar til Norö- urlanda. Hér á landi þrífst hreðka vel, en er lítið rælctuð. Er hún flestum mat- jurtum kuldaþolnari, og hefur verið ræktuð á Grænlandi norðar en nokkur önnur garðjurt. d. Gulrót (Daucus carota). Gulrótin telst til sveipjiiHanna, sömu ættar og hvönn og lcúmen. Hún er allstór jurt með fjaðurskiptum blöðum og eru blaðfliparnir mjög fíngerðir. Blómin gul- hvít, nema eitt, miðblóm sveipsins, er rautt. Gulrót vex víða villt um norðan- verða Evrópu og er fremur illa þokkaö illgresi í görðum og ökrum. Hin ræktuðu afbrigði eru einkum ólík villiplöntunni í því, að rót þeii’ra er gildari og full forðanæringar. Annars er lögun rótar- innar mjög ólík eftir afbrigðum. Gulrót- in er tvíær planta og er rótin á fyrra ári höfð til manneldis. í rótinni eru bæði ýmis næringarefni s. s. sykur og eggja- hvítuefni, en einnig mikið af fjörefnum. Auk þess eru í henni ýms bragðbætandi efni. Gulrótin Eefur verið ræktuð víða um langan aldur, ekki aðeins til matar heldur einnig til krydds og lækninga. Þannig hefur gefizt vel að gefa bömum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.