Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 13
ÁSGEIR UNGI 155 Ásgeir ungi þrífur sjónaukann og fylgir hvíta hestinum. Hugur hans er heillaður. Hesturinn stefnir sólbrautina beint heim! Og Ásgeir finnur hugsanir hans og heimþrá smjúga inn í huga sinn. Öræfahesturinn íslenzki er heimþráin klædd í hold og blóð! Úr hafdjúpi og hættur stefnir hann beint í áttina til hins fyrirheitna lands kvöldsólarinnar langt norðvestur í hafi. Honum skeikar ekki um stefnuna. öll hans þrá og ó- tamda eðli er honum óskeikull áttaviti, er hlýðir innstu sálarhræringum hans. Nú er hann aðeins gullin lifandi rák í sólgötunni úti á regin-hafi. '■— Hesturinn hvíti syndir og syndir. Sól- blikið á björtum sænum er kvölddýrðin yfir öræfunum heima. Nú syndir hann síðustu árkvíslina. Snæfell gnæfir sól- roðið og undrafagurt yfir Vesturöræfin. Vog ber við bláan kvöldhimininn. Hvítir svanir fljúga í langri röð hátt uppi. Senn er hesturinn hvíti kominn að landi. Grænir bakkarnir blasa við. Ilm- ur af ungu grasi! Og stóðið kemur stökkvandi niður að ánni með fjúkandi fax og hringaða makka. Fremstur er æskuvinurinn, svartgljáandi villingur, er hneggjar hátt og glaðlega. — Hvíti sundgarpurinn lyftist og léttist. Hann rekur upp hátt og hvellt hnegg, spyrnir afturfótunum sterklega í árbotn- inn og tekur tvö — þrjú stór stökk, svo að hann þurrkar makkann og bakið, al- veg aftur á lend — og sekkur. — Sól- brúin slitnar sem allra snöggvast. Norð- ursjórinn lykst mjúkt yfir hestinn hvíta. — Svo tengist sólbrúin saman á ný. Ásgeir ungi hrekkur við. Hann hafði gleymt öllu öðru, meðan hann fylgdi hestinum hvíta. — »Nú höldum við báð- ir heim í kvöld, Gráni minn«, segir hann ósjálfrátt. Og honum er allt í einu orðið svo létt um hjarta. Hann veit að hest- urinn hvíti, sem sökk, er nú kominn heim í átthaga sína. — Þetta er honum svo sjálfsögð hugsun og eðlileg. — Hvar ætti hann svo sem annarstaðar að vera! —- Dauðinn var aðeins áfangi á lífsleið- inni. Og lífið sjálft er endalaust landa milli eins og sólbrúin yfir þvert hafið. — Gullni hesturinn hvíti!-------- »Langfonn« þverkastar sér allt í einu yfir á stjórnborða, svo Ásgeir verður að grípa sér til stuðnings. Skotsnar á bak- borða ristir kafbátsskjár lognsléttan sjávarflötinn samhliða skipinu. »Lang- fonn« þversker og krækir á víxl til að draga úr hættunni. — Þetta er ef til vill einn kafbátanna, sem skipið slapp undan suður í Hoofden. Nú ætlar hann auðsjá- anlega að gera upp reikninginn! Þegar kafbáturinn er kominn framhjá »Langfonn«, þverbeygir hann á stefnu skipsins. Og nú kemur tundurskeytið allt í einu brunandi. Það er eins og glóandi hnífur risti sundur hafflötinn. Ásgeir ungi verður allt í einu svo ein- kennilega rólegur. Hann gengur út að öldustokknum og horfir á þessa undar- legu sendingu. Hún minnir á fluga, sem þýtur suðandi fram yfir lognbjarta fjallafjöru. — Nú eru aðeins fáeinir faðmar eftir. Skeytið hlýtur að hitta! — Ásgeir er að hugsa um, hvar það muni hitta. Hugur hans starfar eldhratt — kapphleypur við tundurskeytið. Það skal ekki hitta framar en miðskips! — Ekki einu sinni svo framarlega. — Það hlýt- ur að hitta á aftanvert vélarúmið! Ásgeir ungi er gagntekinn af_ seið- blandinni eftirvæntingu. Þá tekur skipið hart viðbragð eins og skotið dýr. Kast- ast snöggt yfir á stjórnborða, en svo óð- ar yfir á bakborða aftur. Ægileg spreng- ing kveður við. Bakborðshliðin er tætt sundur frá vélarúmi og langt aftur eftir. »Langfonn« rís að framan eins og prjón- andi hestur og sekkur hraðfari aftur á bak á bakborða. 20*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.