Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 16
158 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Steinsmiðurinn hættir að höggva og svarar síðan: »Robbie Craines? Já, ef þér viljið vita sannleikann, þá fannst það ekki á list- anum, sem þeir fengu mér«. »Þeir, — hverjir þeir?« »Já, það eru biskupinn og prestarnir og yfirvöldin og þess háttar fólk?« »En bróðir minn dó þó í stríðinu og fékk Viktoríukrossinn, var það ekki?« »Jú, það getur vel verið«. »Þér vitið það vel. Hvað hefur hann þá gert, svo að nafn hans sé ekki á list- anum með hinum?« Steinsmiðurinn, sem býst til að halda áfram verki sínu, svarar: »Það er ef til vill eitthvað, sem einhver annar hefur gert, sem veldur því, að hann er ekki talinn með«. Orðin hitta hana eins og kylfuhögg, og án þess að segja fleira, gengur hún hröð- um skrefum burtu- Þegar hún beygir fyrir hornið út á þjóðveginn, heyrir hún stutt, gjallandi meitilhljóðin, og í eyrum hennar hljóma þau sem fyrirboði tor- tímingar. Er ætlazt ti-1, að hún og allir þeir, sem einhverntíma hafa verið henni nákomnir, séu þurrkaðir út úr minningum lýðsins um aldur og æfi? Með hverju hefur hún unnið fyrir þessu, sem nú dynur yfir hana? Skyndilega blossar áköf reiði upp í hug hennar, en svo kemur hið venju- lega úrræðaleysi yfir hana aftur, og hún fer að gráta. »Ég fæ ekki skilið, hvernig góðir menn geta orðið svona grimmúðugir«. Síðar þenna sama dag streymir um hana nýr þróttur, — þróttur, sprottinn af þverúð. óskar segir að vísu, að það sé stríðið og jafnvel friðurinn, sem hafi eitrað sálir mannanna, en ef guð hefur kveikt ástina til óskars í hjarta hennar og ástina til hennar í hjarta óskars, þá verður guð líka að hjálpa þeim. Það mun hann og líka vissulega gera. Jafnvel þó að hún verði vinnukona og þurfi að þvo og strita alla daga, hvað þá? Guð mun einhvern daginn opna augu fólksins, og þá mun biskupinn, prestarnir og yfir- völdin blygðast sín fyrir gjörðir sínar. »Ég er góð stúlka og því munu þeir blygðast sín«. Þar sem hún á nú ekki lengur neinar skepnur, verður hún að fara inn til þorpsins um kvöldið og kaupa til bús- ins. Verzlunarfólkið sýnir henni enga sérstaka kurteisi, en þó gerir hún sér ekki að góðu, að fram hjá henni sé geng- ið eða henni sé auðsýnd bein ókurteisi. Það er orðið næstum aldimmt, þegar hún hefur lokið innkaupum sínum, og til að stytta sér leið, gengur hún gegnum hlið- argötu, þar sem knæpa ein stendur. Þegar hún kemur að henni, er þar uppþot og hávaði. Frammi fyrir litlu húsi með opnum dyrum hefur fjöldi kvenna og barna safnast saman og hlust- ar á hræðilegar skammir, sem heyrast innan úr húsinu. Karlmaður heyrist blóta, ung kona gráta og gömul kona kveina og grátbæna. »Nú, það er þetta, sem herþjónustu- kaup mitt hefir verið notað til, — til að skemmta þér og bölvuðum þýzka hórsyn- inum þínum!« »Það er ekki mér að kenna, Harry; ég reyndi að fá aðra stöðu, en það vildi enginn hafa mig«. »Nei, og það vil ég ekki heldur. Svona berðu þig nú að komast út úr húsinu og það samstundisk »Slepptu mér, slepptu mér! Ef þú hreyfir við barninu mínu, klóra ég úr þér augunk »Farðu út, skækjan þín! Farðu til hel- vítis!« »Harry! Liza! Harry! Harry! Börnin min góð!« hrópar gamla konan.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.