Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 23
MONA 165 þessar skug-galegu verur, og þegar þær beygja fyrir hornið á Patrickskirkj unni, deyja raddirnar út. Þeir eru farnir á brott, — til síns eig- in lands, sem enga þörf hefur fyrir þá nú. Herbúðirnar, sem hafa verið heim- ili þeirra í fjögur ár, eru nú mannlaus- ar. Þarna liggja þær í aftureldingunni eins og hræðilegt, svart ör, sem teygir sig yfir græna sléttuna. Skyndilega grípur Monu ný hug- kvæmd. Ef til vill geta þau þrátt fyrir allt sloppið við dauðann. Ef til vill blas- ir lífið við þeim enn á ný. »óskar«, hvíslar hún í flýti, »höfum við ekki möguleika til að flýja eithvað, þangað sem enginn þekkir okkur, fyrst að fyrirliðarnir og varðmennirnir eru farnir?« »Nei, það er ómögulegt, allsendis ó- mögulegt, Mona«. »Já, það er líklega svo«, segir hún, og þau standa upp til að halda áfram ferð sinni. í sama bili, rétt þegar dagsbirtan er að breiðast yfir, heyrir hún konusöng berast frá smábýli einu milli þeirra og hafsins. Hún veit, hver konan er. Það er ein af fyrrverandi vinnukonum hennar, sem nýlega hefir gifzt daglaunamanni. Ef til vill er maður hennar farinn til vinnu, og hún er nú úti í litla garðinum ■að tína saman egg frá hænunum, sem hlaupa þar um og klaka. Mikið hlýtur hún að vera hamingjusöm! Hugrekki Monu veiklast í bili. Hún gleymir hinn miklu fyrirætlan gærdags- ins og harmar það sárt, að fá ekki notið þeirrar saklausu gleði, er aðrar konur ajóta. »Þetta er nú eiginlega synd; finnst þér það ekki?« segir hún. »Iðrast þú þess, Mona?« segir óskar °g snýr sér að henni. En á næsta augna- bliki hefur hún aftur fengið sálarþrek sitt. »Nei, ónei! Það gat ekki öðruvísi ver- ið, — og svo er það okkar stóra von, okkar dásamlega hugsun«. »Já, það er það«, segir hann lágt. Þau halda áfram upp hálsinn og leið- ast stöðugt, en nú tala þau aðeins við og við. Stundum skrikar henni fótur, en hann styður hana og hjálpar henni. Læ- virkjarnir hefja söng sinn, og lömbin á búgarði John Cortletts jarma. Lang-t í burtu við sjávarsíðuna, í skjóli rauðra kletta, stendur litla, hvíta þorpið Peel. Það er liðið að dagmálum, og frá mörg- um reykháfum sést ljósblár reykur líða í loft upp. »óskar, hyggur þú enn, að þegar þetta allt er um garð gengið og hatrið og gremjan horfin úr hjörtum mannanna, að þeir hætti þá að stofna til styrjalda hver við annan?« »Já, einhvern tíma í framtíðinni ef til vill, annars þurrka þeir sjálfa sig út af yfirborði jarðarinnar, Mona«. »Og heldurðu, að guð muni taka við fórn okkar?« »Það er ég sannfærður um, að hann gerir, af því að við göngum út í dauð- annfyriraðra og sleppum öllum kröfum«. »Já, það gerum við«, segir Mona og losar hönd sína og gengur áfram með föstum skrefum. Þegar þau nálgast hálsbrúnina, heyra þau djúpan sjávarniðinn, og þegar þau koma upp á brúnina, blæs saltur, kaldur vindur í fang þeim. Frammi fyrir þeim liggur hafið í breiðum hálfhring og teyg- ir sig frá vestri til austurs kalt, grátt og hræðilegt. Mona skelfur, og angistin, sem jafnvel hinar sterkustu sálir finna til, þegar þær standa augliti til auglitis við dauðann, grípur hana sem snöggvast. Með titrandi röddu segir hún:

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.