Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 39
Mark Twain. BARNAVEIKIN. ------------Svo að ég haldi áfram sög- unni, þegar barnaveikin geisaði alls stað- ar í kringum okkur, og mæðurnar stóðu á nálum af ótta um sig og sína, þá kall- aði ég á konuna mína, benti henni á telpuna okkar hana Pálínu litlu og sagði: »Góða mín, ef ég væri í þínuum spor- um, þá léti ég ekki barnið vera að naga þessa spýtu«. »En hvað svo sem getur það sakað?« segir hún, og rétti um leið fram höndina eftir spýtunni. En kvenfólkinu er svo farið að það getur engin góð ráð þýðst mótmælalaust, að minnsta kosti geta giftar konur það eldci. Ég svaraði: »Það er nú svona, góða mín, að það er vísindalega sannað, að af öllum þeim viðartegundum, sem börn eru látin naga sér til gamans og hollustu, þá er furan eitthvert hið allra lélegasta hvað næringarefni snertir«. Konan mín, sem hafði þá þegar rétt höndina út eftir spýtunni svaraði allhús- bóndaleg í rómnum: »Það er svo sem auðvitað, að þú hefir betra vit á þessu en allir aðrir. En læknarnir segja nú samt, að terpentínan í furunni sé einkar- góð við bakveilu og sérlega holl fyrir aýrun«. »Þá er það ég, sem hef rangt fyrir mér, ég hélt annars ekki að það gengi nokkuð að barninu okkar í bakinu eða ^ýrunum, svo að leita þyrfti ráða til Iseknis...« »Hver segir að það gengi nokkuð að barninu í baki eða nýrum?« »Nú það var á þér að skilja góða mín að...« »En það hugmyndaflug! Ég hefi ekki vikið að því með einu orði«. »En elskan mín góða. Það er ekki mín- úta síðan þú sagðir.....« »Það er alveg sama hvað ég sagði eða ekki sagði. Barnið má og skal naga spýt- una eftir vild sinni. Þú veizt það eins vel eins og ég, að það kemur aldrei að sök. Hún skal naga spýtuna, og svo er ekki meira um það«. »Þú þarft ekki að eyða fleiri orðum að þessu gæzkan. Ég játa að þú hafir rétt að mæla, og ég ætla að panta fáein furu- tré og það úrvalstré, handa börnunum mínurn, þau skulu ekki þola skort á með- an«. »Má ég nú biðja þig að fara inn á skrifstofu þína og lofa mér aö vera í friði. Þarna má maður ekki segja nokk- urt orð, svo að þú byrjir ekki strax að þrasa og þrefa, þangað til þú veizt ekki sjálfur hvað þú segir. Enda veiztu það sjaldnast sjálfur um hvað þú ert að þrefa«. »Jæja, látum það nú gott heita, en annars fannst mér síðasta setningin ekki vera sem bezt rökstudd, þar sem...« »Áður en ég fékk lokið við setninguna var hún öll á bak og burt með barnið. Þegar ég kom til kveldverðarins var hún náföl í fráman. »ó, Marteinn! nú er litli drengurinn orðinn veikur«. »Barnaveiki?« »Barnaveiki!« »Er þá öll von úti?« »Engin minnsta von! Hvað ætli verði úr þessu, Marteinn? Rétt á eftir kom barnfóstran inn með

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.