Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 20
162 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Hún er einungis fátæk og umkomulaus stúlka, og ef til vill er enginn maður til í heiminum, sem nokkurntíma fær að vita, hvað hún hefur gert, og hvers vegna hún hefur gert það. En óskar? Hún hefur ekki hugsað sér að segja óskari frá því. Hann elskaði hana svo mikið, að hann kynni að reyna að telja hana af fyrirætlan sinni. Hún hafði hugsað sér að hverfa hljóðlega úr sögunni, þegar sá tími kæmi, er hann ætti að fara til ættlands síns aftur. En hún getur ekki sætt sig við þá hugsun nú, — ekki eftir að hún sá áform sitt í nýju ljósi. óskar skal fá að vita allt. Stundirnar líða. Hún er viss um, að Óskar muni koma í dag — alveg viss. Meðan hún bíður hans, drekkur hún marga tebolla og gleymir því gersam- lega, að hún hefur ekkert borðað síðan í gær. Loks kemur hann. Það er síðla kvölds eins og venjulega, og hún er svo máttfarin af geðshræringu og matar- leysi, að hún getur naumast farið til dyranna að opna fyrir honum. »Má ég koma inn?« »Já, komdu inn fyrir«. Hann gengur inn í húsið, en það hef- ur hann ekki gert síðan kvöldið, sem faðir hennar fékk heilablóðfallið. Hann sest við hlið hennar framan við arininn. Andlit hans er hrímfölt, varirnar titra og röddin er hás. »Hvað er að þér, óskar?« »Ekkert. Vertu bara eklci hrædd. Ég kem til þess að segja þér nokkuð«. »Hvað er það?« »Ég hef fengið brottfararskipun mína. Ég á að fara snemma á morgun«. »Snemma á morgun?« »Já, með síðasta hópnum. Síðustu liðs- foringjarnir og varðmennirnir fara líka, svo að frá morgundeginum verða fanga- herbúðirnar tómar«. Hjartað í Monu berst um, og hún reynir að stilla hamfarir þess með óvið- komandi spurningu. »Hvað segja mennirnir?« Hann hlær beizkjulega, og eins og straumfall ryðjast orðin fram af vörum hans: »Mennirnir? 0, — þeir segjast koma hingað. bráðlega aftur. Þeir vilja helzt vera í Englandi, og ef þeir verða sendir heim til síns eigin þrautpínda lands, þar sem hungur og neyð bíður þeirra, munu þeir einhverntíma snúa hingað aftur með hjörtun full af hatri«. »Það á að skiljast svo, sem vænta megi annars ófriðar?« »Já, þannig á að skilja það, og þegar sá dagur rennur upp, — guð hjálpi heim- inum og öllum sem í honum lifa á þeim tímum!« Mona hugsar í þessu æsta sálará- standi, að henni sé þetta betur kunnugt, en hún getur ekki talað um það. Það lítur líka út fyrir, að óskar eigi eitthvað ósagt, því að hann heldur áfram að tala. »Heimurinn átti góða möguleika, þeg- ar ófriðnum linnti, Mona, en þá komu þessir gömlu mannhundar með sínar ráöstefnur og bjuggu til frið, sem var verri en stríðið sjálft. Og kirkjan, — líttu á kirkjuna, sem á að kerina, að eng- inn friður geti verið þar, sem sverðið er nakið, og sem nú stendur sem áhorfandí, meðan heimurinn undirbýr tortíming sína. Að hugsa sér slíka hræsni, slíkan andlegan skækjulifnað! Því brenna þeir ekki ölturu sín, loka dyrum sínum og gerast heiðarlegir? — -—- En það var nú alls ekki þetta sem ég kom til að segja þér«. »Hvað var það, óskar?« Hann hikar eitt andartak, én segir síð- an og ber ört á: »Ég vil ógjarna hræða þig, Mona. Þú rnátt alls ekki láta mig hræða þig. Ég mundi aldrei fyrirgefa sjálfum mér, ef

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.