Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 17
MONA 159 Mona spyr viðstadda konu, hvað um sé að vera. »ó, það er hún Liza Kinnish, þessi með þýzka króann, og bróðir hennar, »sem er nýkominn heim úr stríðinu. Hann er að reka hana út, sem sízt er að furða«. f sama bili kemur hópur ölvaðra manna út úr knæpunni, en þeir gera enga tilraun til þátttöku í því, sem þarna er að gerast. Rétt á eftir kemur berhöfðaður hermaður með flakandi ein- kennisfrakka út úr húsinu, einnig all- mikið ölvaður, og dregur á eftir sér unga stúlku með barn á handleggnum og hárið flakandi niður um bakið- »Farðu út, — farðu út með þitt bann- setta þýzka afkvæmi!« Maðurinn kastar ungu stúlkunni frá sér út á götuna, gengur síðan inn aftur og skellir hurðinni í lás. »Opnaðu! Lofaðu mér að komast inn!« hrópar hún og lemur án afláts á hurðina með lausu hendinni. Hurðinni er lokið upp og hermaður- Inn stendur í dyrunum. »Heyrðu mig, pútan þín! Ég kæri mig ekkert um, að félagar mínir hæðist að mér, þegar þeir koma heim á mánudag- inn. Reyndu svo að komast af stað og það strax, annars...« »Hvers vegna komst þú heim?« hróp- ar unga stúlkan. »Skrímslið þitt! óþokk- inn. Reyndu svo að komast af stað og það strax, annars.....« Er hermaðurinn heyrir þessi orð, froðufellir hann og lyftir krepptum hnefa upp að andliti stúlkunnar, en Mona brýzt gegnum kvennaþröngina, kastar bögglinum, lyftir hendinni og gefur manninum svo vel úti látinn löðr- ung, að hann veltur um koll. Meðan hann engist sundur og saman af högginu fyrir fótum þeirra, snýr Mona sér að svallbræðrum hans, sem hafa egnt hann og æst. »Og þið«, hrópar hún. »Hvað eruð þið? Eruð þið menn, hugblauðu dónar? Mæð- ur ykkar voru konur, og þær mundu hafa blygðast sín fyrir ykkur!« Hermaðurinn hefur nú brölt á fætur og reynir að hlæja, þótt blóðið vætli úr munni hans. »Ha, ha! Nú, þarna er ein af sama sauðahúsi? Já, þakka þér fyrir, ég hef nú heyrt ýmislegt um þig, kvensniftin þín! Hérna á árunum þóttist þú vera einhver ósköp, en núna, þegar presturinn giftir þig, verðið þið þrjú við altarið eins og þar stendur, ha, ha, ha!« Maðurinn hlær, og sumar stúlkurnar fai’a að flissa. Mona stendur kyrr eitt augnablik, eins og væi'i hún orðin að steini. Síðan teitur hún bóggulinn upp, treðst í gegnum þyrpinguna og flýtir sér burtu. Svo að þetta er sú skoðun, sem fólkið hefur á henni, eftir allt það sálai'stríð, sem hún hefur orðið að þola. ó, guð minn góður! Hún hefur sofið illa upp á síðkastið,, en þessa nótt sefur hún sama og ekkert. Þegar grá morgunskíman læðist inn til hennar, finnst henni skyixdilega, að Robbie sé í stofumxi hjá henni. Hann er í liðsforingjabúningi sínum, eins og hún hefur oftast séð hann í síixum djöi’fu draumum. Hún veit að hann er dáiixn, og hugsar nú, að það sé andi hans, sem kominn sé til að ámæla heixni. »Moixa, ef einhver hefði sagt mér fyrir þrérnur árum síðan, að eitthvað þessu líkt hefði viljað til, mundi ég hafa drep- ið hann, já, það veit guð, að ég hefði gert«. Mona reynir að tala, en getur það ekki. »Robb.....« »Guð minn góðui’, hvað ég var hreyk-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.