Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 44
BOKMENNTIR Jóhannes úr Kötlum: Og björgin klofnuðu. Saga. Ak. 1934. Jóhannes úr Kötlum gefur út bók með táknrænu nafni. Og hver eru þá björgin, sem klofnuðu? Þau eru hvorki meira né minna en hornsteinar hins æfagamla þjóðskipulags og hugmyndaheims: Helgi alls átrúnaðar á þjóðerni, ættjörð, hjóna- bönd, trúarbrögð og þá ekki síður á pen- ingavald, höfðingja og hoffmennsku. ■Hvað setur þá skáldið í stað þessara fomu dyggða? Ekkert. Jóhannes úr Kötl- um mun ekki telja það hlutverk sitt að styðja þá »marggylltu mannfélagshöll, ... sem rifin og fúin og rammskekkt er öll og rambar á Helvítisbarmi«. Hann mun enda þykjast létta steini af hjarta frjálsrar og mannlegrar hugsun- ar, þegar hann hefur upp sleggju sína og meitil, til þess að sundra þessum heljarbjörgum. Ég þykist ekki hneykslunargjarn mað- ur, enda fer því fjarri, að ég hneykslist svo mjög' sem margir aðrir á þessum að- förum Jóhannesar. Það hlýtur að vera meiri töggur en svo í þessum hnullung- um, að þeir láti á sjá, þótt við þeim sé blakað, ef það er á annað borð nokkurt vit í því að reisa á þeim háborg menn- ingar alls mannkyns. Hinsvegar hafa þeir legið svo lágt í svaðinu undir múr- um hennar, að ekki er furða, þótt skarn nokkurt hafi á þá setzt, og þeir hafi máðst nokkuð um aldaraðir. Hver veit nema það komi í Ijós, þegar meitill er látinn á þessum björgum ganga, að á þeim leynist svo góðir burð- arfletir, að hyggilegt reynist enn um stund að hafa þá að hornsteinum, og það jafnvel í hinu nýja musteri menningar- innar, sem Jóhannes trúir að sé það, sem koma skal. Það hlýtur að teljast all-merkur bók- menntaviðburður, að eitt af kunnustu ljóðskáldum þjóðarinnar hefur nú hesta- skipti og gefur út fyrstu skáldsögu sína, og það þykka bók með all nýstárlegu sniði. Raunar mun vera hægt að rekja ljóðagerð og fi*ásagnalist í óbundinni ræðu til eins og sama uppruna: anda- giftar og innblásturs, sem skáldum ein- um er gefinn. En tækni og aðferðir ljóð- skáldsins og söguritarans eru svo óskyld vinnubrögð, að fáum öðrum en snilling- um einum er færi aö læra hvorttveggja til hlýtar. Jóhannes er því byrjandi í þessari grein listarinnar, og verður að dæmast sem slíkur. Þótt sum stílbrögð hans orki nokkuð tvímælis, séu sumstað- ar miður hrjáleg, og nokkurs misræmis gæti í byggingu sögunnar — einkum þeg- ar nær dregur endinum — verður ekki annað sagt, en honum hafi vel tekizt um margt og list hans sé líkleg til þroska. Sagan er yfirhöfuð skemmtileg aflestr- ar, víða frumleg og sumstaðar piýðisvel rituð. Efni hennar skal ekki rakið hér, en hún lýsir lífi stórhuga íslendings, sem reisir bú á óðali feðra sinna, fullur bjartsýni og starfslöngun, en nornir illar í líki örbirgðar og ástbrigöa ræna hann öllum tyllivonum, hrekja hann úr hverju vígi, unz hann leitar athvai’fs í hópi bylt- ingamanna í Reykjavík. Ekki verður það þó ráðið af sögunni með fullri vissa, hvort sú sambúð komi honum að nokkru

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.