Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Blaðsíða 38
180 NÝJAR KVÖLDVÖKUR menn kvarta yfir að þeir fái ekki fram- ar, er þeir voru á flakki sínu um eyði- mörkina heimleiðis frá Egiptalandi. Mik- il laukneyzla hefur haldizt við meðal margra Asíu- og Miðjarðarhafsþjóða. Kleift er að rækta lauk alllangt norð- ur á bóginn, í Noregi t. d. alla leið norð- ur í Þrændalög. En því norðar sem hann er ræktaður er minna af sykri og meira af laukolíu í honum, er hann þá fremur krydd en matjurt. Geirlaukur eða hvítlaukur (A. sati- vum). Heimkynni hans eru Kírgisalönd- in í Asíu. Ræktun hans er ævagömul eins og rauðlauksins, en tæpast er hann jafn- útbreiddur eða jafnmikils neytt af hon- um. Geirlaukurinn hefur einkum fýrrum verið notaður til lækninga. Hann er beiskari á bragð en rauðlaukur. Skalotsldukur (A. ascalonicum) er ætt- aður 'frá' Litlu-Asíu. Laukarnir eru smá- vaxnari en rauðlaukur. Hann er álíka út- breiddur og notaður eins og rauðlaukur- inn. Laukj urtunum er það flestum sameig- inlegt að þeim er hægt að fjölga á kyn- lausan hátt líkt og kartöflum. Þannig getur skalötslaukurinn af sér marga nýja lauka á ári hverju, og upp af hverjum þeirra vex nýr einstaklingur. í löndum þeim, sem of köld eru til þess að fræ laukjurtanna nái fullum þroska, er þeim eingöngu fjölgað með kynlausri æxlun. Takast má að rækta lauka þessa hér á landi, einkum tvo þá síðarnefndu. Af laukjurtunum má enn nefna blað- laxxk (A. porrum). Hann myndar þó ekki eiginlega lauka, heldur eru það neðstu hlutar blaðanna og blaðslíðrin, sem not- uð eru sem grænmeti. Er hann lostæt og heilnæm fæða, Blaðlaukur er afar gömul yrkiplanta. Rómverjinn Plinius getur hans í ritum sínum, og segir um hann meðal annars, að Neró keisari hafi dáð hann mjög. Heimkynni blaðlauksins eru Miðjarðarhafslöndin, og vex hann þar villtur allt norður í Sviss. Ekki hefur tekizt að rækta blaðlauk að nokkru gagni hér á landi. Graslwukur (A. scoenoprasum) telst einnig til laukjurtanna, enda þótt þar sé um enga verulega laukmyndun að ræða. Af graslauk nota menn blöðin í krydd, þau eru löng, mjó og pípulaga. Heirn- kynni graslauksins er í Mið-Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Hann hefur verið ræktaður afar lengi víða um lönd. þar á meðal á Norðurlöndum. Hér á landi þrífst hann ágætlega. í Laxdæla sögu og fleiri fornum ritum er getið um laukagarða. Bendir það á laukarækt hér til forna. Mestar líkur eru til, að þar hafi verið um graslauk að ræða, enda þótt aðrar tegundir, t. d. skalotslaukur, geti komið þar til greina. B H O T . . . Gekk ég oft um grund og klungur græskulaus og hyggj uþungur, lærði að þegja og tala tungur, tók og gaf í leynum —. Græddi sár og olli illum meinurn. — Sumir vinna, sumir tapa — sá ég bjartar stjörnur hrapa þekkti bæði gætna og gapa, gamla menn og unga, bros og gleði, tár og tregann þunga. Gisti ég í höll og helli hló með æsku, grét með elli. Hlaut ég bæði höpp og skelli — — hló að öllu saman —. f alvörunni er innsti kjarninn gaman l Einar S. Frimcmn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.